Tölvumál - 01.06.1995, Blaðsíða 19

Tölvumál - 01.06.1995, Blaðsíða 19
Júní1995 Hugbúnaðarverkfræði - ekki bara fyrir þá stóru - Grein þessi er byggö á erindi sem flutt var á ráðstefnu SI11. maí 1995 Eftir Sæmund Sæmundsson Við þekkjum vafalaust öll þá tilfinningu þegar við lesum erlent efni um hugbúnaðarþróun og tölvumál almennt að þurfa allt of oft að afskrifa hugmyndir og lausnir, einfaldlega vegna þess að þær miða við stærðir sem við getum einungis látið okkur dreyma um. Fyrirtækin eru mikið stærri en okkar, starfsmenn margfalt ijöl- mennari og ijármagn er oft erfitt að setja í samhengi við okkar litla veruleika. Hver kannast ekki við að hafa lesið grein eða bók þar sem varpað er fram hugmyndum sem maður grípur á lofti, því þarna er komin lausnin að einu af stóru vandamálunum. Því lengra sem líður á lesturinn því spenntari verður maður og frábærar hug- myndirnar bókstaflega hrannast upp í kollinum. I síðasta kaflanum er svo bent á það þurfi „ekki nema lítil verkefni“ með 100-200 kerfís- fræðinga og forritara til að réttlæta framkvæmd þessara hugmynda. Lestrinum lýkur og maður gerir sér grein fyrir að það sé ekki einu sinni þess vert að tala um þetta við hina tvo starfsmenn íyrirtækisins. Sem betur fer virðist þróunin stefna meira okkur í hag eftir því sem einkatölvur og net verða sífellt mikilvægari hluti tölvuflórunnar. Það á þó allt of sjaldan við um þann hluta hugbúnaðarfræðanna sem við tölum yfirleitt um sem hugbúnaðarverkfræði. En hvað er hugbúnaðarverk- fræði (e.software engineering)? Það sem hugtakið spannar tekur reyndar sífelldum breytingum eins og annað í oklcar fagi, en í stuttu máli má segja að hugbúnaðarverk- fræði nái yfir allt sem lítur að stjórnun og endurbótum á hugbún- aðargerð. Sérstaklega hafa sjónir manna þó beinst að þeim þáttum er lúta að skráningu gagna um hug- búnaðarferlið og úrvinnslu þeirra með það að markmiði að finna hvar pottur er brotinn og hvernig lagfæra má það sem miður fer. Þegar ég var í tölvunarfræði- námi í Texas gafst mér kostur á að vinna rannsóknarverkefni, ásamt félaga mínum, undir handleiðslu prófessors Laurie Werth, en hún sérhæfir sig í hugbúnaðar- verkfræði. Verkefnið var að kanna hvað væri raunhæft fyrir lítil hugbúnaðarhús, með 5-30 starfsmenn, að nota úrþessum fræðum. Byggi ég þennan pisitl að stórum hluta á niðurstöðum þessa verkefnis. Forsenda þess að hugbúnaðargerð taki framförum er skipulögð vinnubrögð. Mér segir svo hugur að hjá allt of fáum hugbúnaðarhúsum og tölvudeildum séu viðhöfð öguð vinnubrögð í greiningu, hönnun og forritun. Þar á ég við innlend jafnt sem erlend fyrirtæki. í reynd þrífst afar vel sú aðferð að hella sér fyrirvaralaust út í forritun með krosslagða Einfaldur gagnagrunnur Mynd 1. Tölvumál -19

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.