Tölvumál - 01.06.1995, Blaðsíða 6

Tölvumál - 01.06.1995, Blaðsíða 6
Júní 1995 Hvað er ISDN? Grein þessi er byggð á erindi sem flutt var á ráðstefnu SI 21. mars 1995 Eftir Valdimar Óskarssort Þetta hugtak eða þessi skamm- stöfun hefur heyrst oft og verður hún skírð hér með örfáum orðum. Fyrir nokkrum árum var þetta hugtak á allra vörum en enginn vissi hvað þetta var eða til hvers ætti að nota þetta. Það er fyrst núna á síðustu tímun að þetta hugtak er orðið að raunveruleika og við getum notfært okkur þessa þjón- ustu. ISDN er stafrænt kerfi þar sem hægt er að senda mismunandi upp- lýsingar á milli notenda á stafrænu formi. Póstur og sími kemurtil með að bjóða þessa þjónustu síðla árs. Kostir ISDN kerfa Mjög stutturtengitími, ástæðan fyrir því er að þetta er stafrænt kerfi þar sem notandinn er sí- tengdur en einnig verður möguleiki á upphringisambandi en sá tengi- tími er mun styttri en við eigum að venjast í dag. Þær upplýsingar sem hægt er að senda eru allar þær sem hægt er að breyta á stafrænt form. Þar má nefna tal, myndir og tölvutæk gögn. ISDN staðallinn hefur í för með sér möguleika framleiðenda til þess að framleiða og selja búnað sem býður upp á meiri hraða en nú þekkist í venjulegum símakerfum. A þennan hátt er hægt að gera samskiptin íjölbreytilegri og um leið skemmtilegri og áhugaverðari. Hluti þess búnaðar sem hér verður fjallað um getur tengst eða tengist ISDN samneti. Videotelephony - Myndsímun Myndsímar eru símar með lifandi mynd af viðmælendum ásamt hljóði. Tvennskonar gerðir þessara síma hafa verið á markaðinum, þ.e. símar sem tengjast hliðrænu sím- kerfi og símar sem tengjast staf- rænu kerfi eins og ISDN. Þau tæki sem tengjast stafrænu kerfi gefa kost á miklum mynd og hljóðgæðum ásamt því að hægt er að senda tölvutæk gögn manna á milli. Héma gæti verið um að ræða verðugan kost sem gæti sparað tíma og peninga vegna ferðalaga því hér má segja að um sé að ræða samskipti augliti til auglits. Myndsímar eru ekki nýtt fyrir- bæri en þróunin hefur ekki verið mikil vegna þess að það hefur vant- að tæknina til þess að koma mynd- unum með fullnægjandi gæðum á milli staða. AT&T kom með sína fyrstu myndsíma 1964 en símalínuteng- ingin gerði það að verkum að ein- ungis var hægt að flyta svart/hvítar kyrrmyndir á milli staða. Margar gerðir myndsíma hafa komið og farið af markaðnum síðan þetta var. Myndsímun er nú á tímamót- um, tækninni hefur fleygt fram, verðið hefur lækkað, aukin sam- hæfni og útbreiðsla á stafrænum kerfum hefur gert það að verkum að þessi tækni er ekki lengur í þróun heldur tilbúin á markaðinn. Myndsímar geta verið hluti af tölvum, því nú eru komnar litlar ódýrar myndavélar sem geta tengst tölvum, jafnvel innbyggðar í skjái ásamt því að hægt er að fá t.d. ISDN spjöld í tölvur. Þróun myndsíma Myndræn samskipti hafa ekki náð mikilli útbreiðslu vegna tak- markaðra staðla. Gæði mynda og hljóðs ásamt háu verði á búnað- inum hefur einnig haft sitt að segja um takmarkaða útbreiðslu. Krafa um símafundi, Video- conferencing, hefur ýtt á þróun á myndsíma en þó er ISDN stærsta sparkið hvað varðar þróun. Aukin þjöppunartækni á mynd- sendingum hefur leitt til þess að bandbreiddin sem þarf hefur minnkað úr 2Mb/s í 64 - 128Kb/s. Myndgæði hafa aukist til muna og verðið lækkað að sama skapi. Notkunarmöguleikar myndsíma Stjórnun - samræður augliti til auglits á milli stjómenda fyrir- tækja. Framleiðsla - stjórnendur geta talað við framleiðsludeildir og meðal annars skoðað teikningar. Fjármál - hlutabréfaumræður við aðrar skrifstofur eða önnur fyritæki. Lögfræði - samræður við lög- fræðinga. Vöktun - fylgjast heimilinu, fyrirtækjum og mannlausum skrifstofum. Myndsímun þarf ekki endilega að vera samræður á milli tveggja aðila. 6 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.