Tölvumál - 01.06.1995, Blaðsíða 18

Tölvumál - 01.06.1995, Blaðsíða 18
Júní1995 forward framsenda, senda áfram auto-forward sjálfvirk fram- sending deferred delivery biðsett afhend- ing delivery notiíication afhendingar- boð non-delivery notification óskilaboð primary recipient aðalpóstþegi, aðalviðtakandi copy recipient aukapóstþegi, aukaviðtakandi blind copy rccipicnt indication dulin viðtaka hold for delivery afhendingarbið message store skeytahólf stored message alert komumerki computer conferencing tölvu- þinghald computer conference tölvuþing forum, newsgrouptölvutorg bulletin board boðvangur bulletin board system, BBS boðvangskerii moderated conference tölvuþing með fundarstjóra thread málefniskeðja (distribution) list server, tölvuþingsmiðlari, þingþjónn mailing list server news server, forum server tölvutorgsmiðlari, torgþjónn subscribe gerast áskrifandi post þingsenda browse skoða browsing skoðun browser skoðari chat spjall emoticon tilfinningatákn Það skal ítrekað að þessi orða- listi styðst við vinnugögn frá ISO. Ekki gafst tækifæri til þess að hafa skilgreiningar með orðunum. Þeim er ekki raðað í stafrófsröð heldur er reynt að halda einhvers konar efnisflokkun. Undanfarið hefur einnig verið rætt um nokkur orð sem tengjast Internetinu en þeirri umræðu verður haldið áfram á næstu vikum. Lítum á þrjú orð úr þeim flokki. gopher Orðið gopher er notað um hugbúnaðarkerfi á Internetinu. Mér skilst að þessi hugbúnaður fmni og sæki upplýsingar. Upplýs- ingarnar eru sóttar á tiltekna staði og fluttar í tölvu notandans. Sam- kvæmt Ensk-íslenskri orðabók Arnar og Örlygs er gopher heiti amerískra dýra af einni ætt nagdýra sem eru á stærð við rottu og hafa stóra kinnpoka. Orðið er einnig notað óformlega um freka og ýtna náunga og snúningastráka og léttadrengi, einkum á skrifstofum. Fyrstu gopher-forritin voru búin til við háskólann í Minnesota í Bandaríkjunum. Gopher er upp- nefni Minnesotabúa og verndardýr háskólans. Nafngiftin er því mjög við hæfí þar sem mönnum hefur fundist hlutverk forritsins vera líkt hlutverki léttadrengja á skrifstof- um. Orðanefndin lét sér því detta í hug að nota orðið snati fýrir go- pher. I Orðabók Menningarsjóðs segir að snati sé ‘snuðrari, hnýsinn maður; skósveinn, sá sem gengur erinda e-s’ auk þess að vera sér- nafn á hundum. universal resource locator, URL Lars Andersen segir mér að þetta sé kallað veffang á netinu og höfum við ekkert við það að athuga. world wide web World wide web sýnist okkur að hafi fengið íslenska heitið veraldarvefur. Við höfum einnig heyrt um veraldarvíðsvef. Það finnst okkur frekar vafasamur samsetningur. Eðlilegast hefði sennilega verið að tala um heims- vef Það orð er tveimur atkvæðum styttra en veraldarvefur. Enska orðið world er yfírleitt þýtt með heimur nema í mjög hátíðlegu sam- hengi. Sem dæmi má taka heims- bókmenntir. Við tölum einnig um veraldarvafstur sem er andstæða við andlega iðju en ekki er verið að vísa til heimsins í því samhengi. Við beinum því þeirri spurningu til þeirra sem nota heimsvefmn hvort of seint sé að breyta um heiti. hacker, cracker I Tölvuorðasafninu er hacker þýtt með tölvurefur. Einnig munu vera til menn sem kallast crack- ers og datt okkur í hug hvort kalla mætti þá tölvubrjóta. Tölvurefi og tölvubrjóta mætti einfaldlega kalla refi og brjóta til styttingar. Sigrún Helgadóttir er formaður orðanefndar Skýrslutœknifélags Islands Netfang formanns orðanefndar á Internetinu er: sigrun.helgadottir@hag.stjr.is. Allar ábendingar og tillögur eru vel þegnar. 18 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.