Tölvumál - 01.06.1995, Blaðsíða 14

Tölvumál - 01.06.1995, Blaðsíða 14
Júní1995 Samnet á Islandi 1995 Grein þessi er byggð á erindi sem flutt var á ráðstefm SI21. mars 1995 Eftir Einar H. Reynis ISDN, eða Samnetið eins og það hefur verið nefnt á íslensku, verður tekið í notkun á íslandi seinna á þessu ári, 1995. Geysilega mikið hefur verið rætt og ritað um Samnet á undanfomum árum og af nógu að taka í því sambandi. I þessari grein verður þó látið nægja að minnast á helstu tæknileg atriði og taka dæmi um notendabúnað til tenginga við Samnetið. I upphafi staðlasafnsins yfir The Integrated Services Digital Network; ISDN, er skilgreining sem er á þessa leið í lauslegri þýð- ingu: „Netkerfi sem tengir stafrænt enda á milli og býður upp á yfir- gripsmikla fjarskiptaþjónustu hvort sem er fyrir tal- eða annan notendabúnað“ og einnig „not- endur hafa aðgang að þessari þjón- ustu um staðlað, Ijölnota tengi“. Skammstöfunin ISDN kemur fyrst fyrir í skjali, sem var tillaga frá Japan, og það er dagsett 28. nóv- ember 1972. Litið er á dagsetn- inguna sem fæðingardag Sam- netsins. Mikið hefur gerst síðan þá og nú er svo komið að Samnet eru að komast í víðtæka notkun. Samnetinu má skipta í tvær kvíslir. Annarsvegar hið eiginlega Samnet, stundum kallað „narrow- band“ ISDN og síðan B-ISDN eða breiðbands Samnet, en þar undir eru kerfi eins og ATM. Undirbúningur Áður en hægt er að bjóða upp á stafræna þjónustu Samnetsins verður að breyta símakerfinu úr eldri hliðrænni (analog) tækni í stafræna (digital). Núna er búið að endurnýja flestar símstöðvar í opinbera kerfinu og þeim seinustu sem eftir eru verður skipt út á árinu. Allar opinberar símstöðvar á landinu verða stafrænar í sept- ember lok. Einnig hefur langlínu- kerfið verið endurnýjað og ljósleið- arar tekið við eldri fiutningsað- ferðum og sambönd orðin stafræn. Ljósleiðari hefur verið lagður hringinn um landið og tengdur til útlanda. Síðast en ekki síst var tekið mikilvægt skref sem er skil- yrði til að unnt sé að taka í notkun Samnet en það er uppsetning merkjakerfis númer 7, eða Signal System #7, sem flytur upplýsingar er varðar símaumferð á milli sím- stöðva og á milli landa. Án SS#7 væru Samnetsstöðvar einangraðar eyjur en ekki samfellt net. Þrátt fyrir þessa byltingu á inn- viðum símakerfisins hefur notenda- búnaður ekki breyst að ráði. Heimtaugar, til dæmis í minni fyrirtæki og á heimili, eru ennþá hliðrænar með einíoldum boðskipt- um. Sími til dæmis getur annað- hvort hringt eða ekki þegar sím- stöðin sendir boð til notanda og tónboð eða skífúval eru einu fyrir- mælin sem notandabúnaður getur gefið símstöð. Lokaskrefið sem þarf að stíga í breytingu úr blönd- uðu hliðrænu/stafrænu kerfi í 100% stafrænt kerfi er útskipting notendabúnaðar. Slíkt gerist með Samnets tengingu. Samnet er hluti áratuga langrar þróunar en geysi- lega mikilvægt skref sem færir símatækni í mun fullkomnara horf því allar upplýsingar eru í formi 14 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.