Tölvumál - 01.06.1995, Blaðsíða 23

Tölvumál - 01.06.1995, Blaðsíða 23
Júní 1995 Tími sem eytt er í hverja villu Mrna 14 4-8 8-24 24- en 1 klst. Mst. Mst. 40 Mst Mst. Mynd 4. væri þegar við prédikum fyrir viðskiptavinum okkar að viðhald og end- urbætur á hugbúnaðar- kerfum séu nauðsynlegar ef þeir eigi ekki heltast úr lestinni. Við verðum bara að gera okkur ljóst að sömu lögmál gilda urn okkur sjálf. Viðhald og endurbætur á okkar eigin vinnubrögðum og þekk- ingu er forsenda þess að við höldum velli í sífellt harðnandi samkeppni. Sænnmdnr Sæmunds- son er kerfis- og tölv- unarfræðingur hjá Tölvumiðstöð spari- sjóðanna Punktar ... Sænska aðferðin Nú hefur þróunardeild sænsku landmælinganna tekið í notkun kerfi fyrir landfræði- legar upplýsingar. Kerfið sem kallast „Bankir“ nær yfír allt landið og á alltaf að innihalda nýjustu upplýsingar þannig að stöðugt er verið að uppfæra kerfið. í dag era gerðar um 100 breytingar á dag urn alla Svíþjóð. Og hver uppfærsla tekur um 2-3 sek. Bankir er meðal annars notað af sænsku vegagerðinni, símanum, vatnsveitunni og þeim aðila senr sér um þjóð- minjar. Það er hægt að fá send kort urn tölvupóst eða á faxi. Þar er rneira að segja hægt að fá kort af tilteknum svæðurn eins og þau litu út fyrir nokkrum árum. Stútur undir stýri Urn daginn fékk ritstjóri ágæst tölvublaðs (erlends) bréf með tölvupósti. Það var frá einum lesanda blaðsins sem vildi gjaman leggjaýmislegttil um efni blaðsins. Það er ekkert athugavert við það. En bréfíð var reyndar svo til óskiljanlegt. Það var nefnilega skri fað seint á laugardagskvöldi. Því barst annað bréf seinni- part sunnudags. Og nú var bréfritari áberandi skýrari í hugsun (og ritun) og bar frarn afsökunarbeiðni. Kenndi hann um ágætu víni sem hann hafði fengið sér of mikið af. En gengur það að biðjast afsökunar þegar skaðinn er skeður? Alls ekki. Þegar ferðast er um upplýsingahrað- brautina verður ökumaðurinn að vera allsgáður. Kæra hefur því verið send lögreglunni og er vonast eftir skjótum viðbrögðum. Besti aldurinn Eitt stærsta hugbúnaðarhús heimsins hefur lengst af haft þá stefnu að ráða aðeins til starfa ungt fólk. Það var gert til að geta ávallt verið í fararbroddi og hafa til þess yfír að ráða hugmyndaríku og duglegu starfsfólki. Til að geta haldið áfrarn að vaxa og dafna í sama mæli og áður hefur fyrirtækið sífellt þurft að leita eftir nýju, hæfíleikaríku starfsfólki. Fyrir fáum árum var meðalaldur innan við 30 ár. En núna er hann rúmlega 30 ár. Nýlega var gerð sú stefnubreyting að ráða eldra fólk til starfa enda hefur það oft á tíðum yfir að ráða mikilvægri starfsreynslu sem getur oft verið nauðsynleg. Síðan er bara að sjá hvað setur. Er það æskan sem allt skal byggjast á eða er reynslan einhvers virði? Tölvumál - 23

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.