Vísir - 01.10.1962, Blaðsíða 1

Vísir - 01.10.1962, Blaðsíða 1
#¦ VISIR 52. árg. — Mánudagur 1. október 1962. - 224. tbl. Afmælishátíð Norræna félagsins Myndin til hægri sýnir heiðurs- gestina, frú Önnu Borg og Poul Reumert lesa upp lokaatriðið úr Fjalla-Eyvindi. Flutningur þeirra á þessu átakanlega atriði vakti mikla hrifningu. t HYLLT Afmælishátíð Norræna félagsins var haldin í Þjóðleikhúsinu á laugar- dagskvöld og var mjög hátíðleg í alla staði. Var Þjóðleikhúsið fullsetið og voru heiðursgestirnir frú Anna Borg og Poul atriðinu úr Fjalla-Ey- Reumert. sérstaklega vindi. hyllt, er þail komu fram Formaður Norræna félagsins með hrífandi Upplestur^unnarfl Thoroddsen fjármálaráð- 1 r herra flutti ávarp, sem birtist í SÍnn. — SérStaka athygliheild á öðrum stað í blaðinu. Að hátíðarsamkomunni lokinni efndi stjórn Norræna félagsins til sam- vakti hinn frábæri flutn ingur þeirra í hungurs- Framh. á 5. síðu. 'an hotnar um nir króna oiarnir I Barna- og unglingaskólarnir og Menntaskólinn í Reykjavík hefja starfsemi sína í dag. Nem- endur þriggja efstu bekkja barnaskólanna mættu í skólun- um í morgun, en ýngri deildirn- ar hafa þegar verið í skólunum í nokkurn tíma. Eftir hádegið eru svo skólasetningar gagn- fræðaskólanna að undanteknum Vogaskóla, sem verður settur á miðvikudaginn 3. okt. Þá eru einnig kennarafundir í flestum skólanna í dag, þar sem rætt verður um Upphaf nýs skólaárs. Búast má Við, að nemendum verði svo flestum sett fyrif á morgun og kennsla hefjist síð- an á flestum stöðum af fullum krafti á miðvikudag. Á myndinni sjást nemendur. í Laugarnesskóla komnir í stof- Seint í febrúar 1960 var samið við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um yfirdráttarheimild að upphæð 8,4 millj. dollara og við Evrópusjóðinn var samið um 12 millj. dollara lánsheimild. Voru þessar lánsheim- ildir fengnar til þess að styrkja gjaldevrisstöðu bankanna og auka vir'akiptafrelsi í sambandi við Jitjr efnahagsráðstafanir, sem gerðar yoru á árinu 1960. Af yfirdráttar- heimildinni hjá Alþjóðagjaldeyris- sjóðnum voru 6,8 millj. dollara not- aðar á árinu 1960 og af lánsheim- ild við Evrópusjóðinn voru 7 rhillj. dollara notaðar einnig 1960. Síðan hefur ekki verið þörf á frekari notkun þessara yfirdráttarheimilda, þar sem gjaldeyrisstaðan fór batn- andi á síðara hluta árs 1960 og hefur haidið áfram að batna síðan. Skuldin við Alþjóðagjaldeyrissjóð- inn og Evrópusjóðinn hefur. frá upphafi verið talin með í gjald- eyrisstöðu bankanna, þ.e.a.s. skuld- Framh. á 5. slðu. aður hrapar í kletfum og bíður bana Um klukkan 14 á laug- ardag varð banaslys í v~estmannaeyjum, þegar fimmtíu og þriggja ára gamall verkamaður, Jón Jónsson, hrapaði \ svo- nefndu Klifi, 220 metra liáu, grasivöxnu kletta- fjalli. Jón heitinn var ásamt tveimur öðrum mönnum að smala nokkr- um kindum í Klifinu, þegar slysið vildi til. Þremenningarnir voru þá að fara niður svonefnda Mánaðar- skoru, ofan til í Klifi. Þar er stór- grýtt skriða og snarbrött. Jón gekk fyrstur. Féll meira en mannhæð. Skyndilega, og án þess að nokkuð væri unnt að hafast að, hrasaði Jón og valt niður .5—6 metra langa skriðu. Þar fyrir neð- an tók við meira en mannhæðar- hár klettastallur og féll Jón fram af honum á snarbratta grasbrekku. Ekki er vitað nákvæmlega hvað fallið var. hátt, en Jón stöðvaðist i á misjöfnum í brekkunni. Komst ekki til meðvitundar. Félagar Jóns komust fljótt niður til hans og sáu þegar, að hann var j meðvitundarlaus og að það blæddi úr eyrum hans. Annar þeirra fór þegar upp aftur og síðan niður í bæ til að sækja lækni og hjálp- armenn. Komu þeir innan stutts tíma með sjúkrabörur. Jón var Iagður á sjúkrahúsið í Vestmannaeyjum. Hann fékk aldrei meðvitund og andaðist um lágnættið. Jón lét eftir sig konu og tvpr dætur. Ummæli sjónarvotts. Fálagar Jóns voru Bogi Matthí- asson vélstjóri og Birgir Sigur- jónsson, bifreiðastjóri. Bogi sat yfir Jóni meðan Birgir fór til að sækja hjájp. Sagði Bogi við Vísi í morgun, að Jón hefði verið al- gjörlega meðvitundarlaus meðan hann sat yfir honum. — Hver var ástæðan fyrir því að Jón hrapaði? — Það er ekki svo gott að segja. Þegar farið er niður svona bratta eykst ferðin á manni. Hann hljóp samt ekki. En hann hefði Framh. á 5. siðu. n i gær Það mátti heita illstætt á gótum Reykjavíkur í gærkvöld. | Norðaustan hvassviðri gekk yfir landio, byrjaði að hvessa austan lands fyrir hádegið f gær og þar lægði veðrið fyrst. f Reykjavík tók að hvessa fyrir alvöru um kaffileytið og var hvassast frá kl. 6 til 9 í gær- kvöld. Vindhraðinn komst upp í 9 vindstig í bænum og mun hvergi hafa verið hvassara, nema í Vestmannaeyjum. Veð- urhæðin varð þó aldrei eins mikil og í ofviðrinu um fyrri helgi, og ekki er vitað til að I teljandi tjón hafi hlotizt af I storminum að þessu sinni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.