Vísir - 01.10.1962, Síða 3
3
V í S IR . Mánudagur 1. október 1962.
Skipstjórar á síldveiðiskipum
héldu hóf í Lido á föstudags-
kvöldið, fyrir Jakob Jakobsson
fiskifræðing og þá menn, á
Iandi, legi og í lofti. sem unnu
með honum að síldarleitinni í
sumar.
Þarna voru samankomnir um
100 skipstjórar, flestir með kon-
ur sínar. Var fólk í mjög góðu
skapi og dansaði svo mikiö að
heita mátti að enginn sæti, þeg-
ar dansað var.
Við tókum tali ýmsa menn og
bar þeim öllum saman um að
þakka mætti síldarieitinni mik-
ið af þeim afla, sem fékkst í
sumar. „Ég álít að um 50 pró-
sent aflans sé síldarleitinni að
þakka,“ sagði Finnbogi Magn-
ússon, skipstjóri á Helga Helga-
syni frá Vestmannaeyjum, sem
var fjórða hæsta skipið.
ímm;
mmsmm
»*»•
t a <•
nifiiilf
filillsit!
IÍffS| III*
iiiii
liaii
I
i
Við hittum Jakob Jakobsson
að máli. Það var erfitt að fá að
tala við hann, því að hann var
stöðugt umkringdur skipstjór-
um. „Ég er mjög þakklátur fyr- '•
ir að vera boðinn hér í kvöld,“
sagði Jakob. „Ég tel að samkoni
ur sem þessi geti haft mikið
gildi. Hér hittum við í síldar-
leitinni í fyrsta sinn marga
menn, sem við höfum talað við
daglega í sumar. Ég þekkti ekki
nema einn fimmta í sjón, af
þeim sem hér eru, fyrr en í
kvöld.“
„Ég vil sérstaklega taka það
fram, að það er ekki ástæða til
að þakka mér einum síldarleit-
ina. Ég hefði verið harla lítils
megnugur án þeirra ágætu sam-
starfsmanna, sem ég hef haft,
bæði á síldarleitarskipunum,
flugvélinni og í landi,“ sagði
Jakob að lolcum.
Á efstu myndinni eru talið
frá vinstri: Garðar Finnsson á
Höfrungi öðrum, sem var annar
aflahæsti bátur, Jakob Jakobs-
son og Finnbogi Magnússon á
Helga Helgasyni, sem var f jórði
hæsti.
í miðjunni: Skipstjórarnir
bregða á leik og keppa um
flösku af kampavíni og ferð
fram og til baka til Vestfjarða,
með dýpkunarskipinu Gretti.
Neðst: Ðansinn er stiginn af
miklu fjöri. Hér sést hringdans.
(