Vísir - 01.10.1962, Blaðsíða 5

Vísir - 01.10.1962, Blaðsíða 5
V í SIR . Mánudagur 1. október 1962. 5 Tónlist Skammir Cíðara söngkvöld Tijt Kuusik, ^ óperusöngvara frá Eist- landi var í Gamla Bíó í síðustu viku. Undirleikari hans var T. Alango. Efnisskráin var óperuaríur eftir Mozart, Boro- din, Giordano og Rossini, á- sarrit ellefu sönglögum eftir ýmsa. Kuusik hefur góða rödd og kann hann vel til beitingar hennar. Naut hann sín yfirleitt bezt í aríunum og látlausustu lögunum. Mörg sönglaganna voru fagurlega sungin, en mér fannst mikill ljóður á túlkun fáeinna þeirra — oftúlkun mætti kalla slíkan flutning. I „Die zwei Grenadiere" eftir Schumann hvarf músikin alveg fyrir leikaraskap, hins vegar sneri hann fábreytileika „Fiðl- aralags" Griegs í lítið listaverk, svo að einhver dæmi séu nefnd. Framlag undirleikarans var ekki mikið og það, sem verra var, hljóðfærið ekki nógu vel stillt. Áheyrendur heimtuðu þrjú aukalög, þ. á m. „Mefisto- aríuna“ eftir Gounod, þar sem rödd og látbragð söngvarans vakti geysihrifningu. Dúast mátti við að húsið troðfylltist, en svo var því miður ekki. í okkar fábreytta tónlistarlífi er skömm að láta hljómleika fara fram hjá sér. Þó er enn meiri skömm, að gera þá að vettvangi villimann- legrar útrásar í stappi og frekjuklappi. Þorkell Sigurbjörnsson. VW\AAAAAAAAAAAA/V\AAAAAA/WWWWWW\AAAí Út úr bifreiðinni á fullri ferð Allmikið bílslys átti sér stað upp í Mosfellssveit sl. laugardagsnótt. Maður slasaðist og bíll valt, hvort tveggja með alvarlegum afleiðing- um, en þó bar slys þetta að með furðulegum hætti. Rétt fyrir kl. 2 umrædda nótt var stór áætlunarbíll á Ieið upp að . Hlégarði, þar sem dansleikur hafði verið haldinn þá um kvöldið. Er áætlunarbifreiðin var komin miðja vegu, kom fólksbifreið akandi á móti. Þegar hún nálgaðist, skipti það engum togum, dyr opnuðust og maður hentist út úr fólksbif- reiðinni. Bílstjórinn í stærri bif- reiðinni, tók þann kostinn að snar beygja út af veginum til að lenda ekki á manninum, og við það valt áætlunarbifreiðin. Skemmdist hún nokkuð, en bifreiðastjórann sakaði ekki. Var það mikil mildi að ekki skuli hafa verið farþegar £ bifreið- hans. Maðurinn sem hentist út úr bifreiðinni slasaðist hins vegar mikið, og var fluttur á Landakots spftalann. Bíómiðar hækka Verðlagsstjóri hefur tilkynnt nýtt, hærra verð á aðgöngumið- um kvikmyndahúsanna. Verðið hækkar um tvær krónur á hvern fullorðinsmiða, svo að þeir miðar, sem kostað hafa, 19 kr. kosta framvegis 21 krónu og svo framvegis. Þá er kvikmynda- húsunum einnig heimilt að hækka verð mjða um 50%, ef myndir eru svo langar, að fækka verður sýningum af þeim sökum ,eða ekki er hægt að sýna þær nema með sérstökum, fullkomnum tækjum. Vnlt í Vaðlaheiði Frá fréttaritara Vísis í morgun. Á laugardagsmorgun kom bif- reiðin R-12103 austur yfir Vaðla- heiði til Akureyrar. Þegar hún kom í efstu beygjuna rann hún til, með þeim afleiðingum að hún hentist út af veginum og valt einn hring, en kom niður á hjólin aftur. Tveir menn voru í bifreiðinni, bílstjór- inn, að sunnan, og farþegi frá Vopnafirði. Sakaði hvorugan, en bíllinn stórskemmdist og var óöku fær. Þetta var Moskwitsh-bifreið. Drengur slasast Frá fréttaritara Vísis í morgun. Á föstudagskvöld viidi það slys til fyrir framan húsið Hafnarstr. 53 á Akureyri, að 2ja ára drengur hljóp fyrir bíl. Drengurinn lær- brotnaði. Auglýsing eykur viðskiptin Gjaldeyrisstaðan— Framhald af bls. 1. bindingarnar hafa komið til frá- dráttar á gjaldeyrisinnstæðum og hafa því skuldir þessar og endur- greiðsla þeirra ekki haft nein áhrif á heildargjaldeyrisstöðuna. í desember 1961 voru 2 millj. dollara endurgreiddar af skuldinni við Evrópusjóðinn. 1 janúar 1962 voru 2,5 millj. dollara greiddar Ev- rópusjóðnum og eftirstöðvarnar 2,5 millj. dollara voru'greiddar £ febr. 1962. Hinn 18. júní 1962 endurgreiddi Seðlabankinn 2 millj. dollara af yfirdráttarláninu hjá Alþjóðagjald- eyrissjóðnum, og jafnhá upphæð var endurgreidd 8. september s.l. Eftirstöðvar af yfirdráttunum eru nú 2,8 millj. dollara, en sú upp- hæð samsvarar gullinnstæðu Is- lands hjá sjóðnum. Hafa þvi öll raunveruleg bráðabirgðalán hjá Al- þjóðagjaldeyrissjóðnum og Evrópu- sjóðnum nú verið endurgreidd. Endurgreiðsla þessara lána hefur reynzt möguleg án þess að þrengt yrði að greiðslugetu bankanna er- lendis vegna þeirrar aukningar, sem orðið hefur á gjaldeyriseign- inni. f lok febrúarmánaðar 1960 var gjaldeyrisstaðan óhagstæð um 216 millj. kr. í árslok 1960 var i þess stað komin 127 millj. kr. nettó innstæða. í árslok 1961 var svo nettógjaldeyriseignin orðin 527 millj. kr. og f ágústlok s.l. 879 millj. kr. Hefur staðan því batnað frá febrúarlokum 1960 til ágúst- loka 1962 um' 1.095 millj. kr. Á móti þessari breytirigu gjaldeyris- stöðunnar siðan í febrúar 1960 er áætlað að stutt vörukaupalán hafi I aukizt um 300 millj. kr. og á sama j tímabili hafa verið notaðar af óaft- urkræfu framlr frá Bandaríkjun- ' um 191 millj. kr. Jafnframt er þess j að geta, a" útflutningsvörubirgðir j í lok ágústmánaðar s.l. námu alls ; 1.173 millj. kr., en það eru meiri birgðir en verið hafa á þeim tíma um margra ára skeið. Allar tölur hér að framan eru ; miðaðar við núverandi gengi. j l Reumert — FramhalÖ af bls. 1. komu í krystalsal Þjóðleikhússins, þar sem saman voru komnir lista- menn þeir sem fram komu á há- tíðinni og m. a. skyldfólk frú Önnu Borg hér á landi. I þessari samkomu tilkynnti Gunnar Thoroddsen, að Norræna félagið hefði kpsið þrjá heiðurs- félaga, þá próf. Sigurð Nordal, Guðlaug Rósinkranz þjóðleikhús- stjóra og Stefán Jóhann Stefáns- son sendiherra. Þeir tveir fyrr- nefndu voru viðstaddir til að taka á móti heiðursskjölum. Próf. Sig- urður Nordal minntist með nokkr- um orðum stofnfundar Norræna félagsins og lýsti gleði sinni yfir því, hve félagið hefði vaxið og eflzt. Guðlaugur Rósinkranz sagði að sér þætti sérstaklega vænt um þennan heiður, þar sem Norræna félagið hefði ætið verið honum sérstaklega kært. Afmælishátíðin var fjölbreytt og verður eftirminnileg fyrir þá góðu list, sem þar kom fram og náði e. t. v. hámarki í upplestri heiðursgestanna. Frú Anna Borg las fyrst upp kvæðið Svanerne i Norden eftir Seedorf Pedersen, Poul Reumert las upp Þorgeir í Vík eftir Ibsen. Anna Borg las smásöguna Synirnir eftir Gunnar Gunnarsson af mikilli tilfinningu og snilld og loks var fluttur loka- þátturinn úr Fjalla-Eyvindi. Önnur skemmtiatriði voru að norski ó- perusöngvarinn Olav Eriksen söng sex lög eftir Grieg, sænski fiðlu- leikarinn Gert Craford lék fjögur lög eftir Tor Aulin með undirleik konu sinnar Ann Mary Fröier og Kristinn Hallsson söng fjögur finnsk lög. Ámi Kristjánsson lék undir með Olav Eriksen og Kristni. Hrapaði — Framhald af bls. 1. getað fests í skoru og snúist um leið og hann féll fram fyrir sig. — Hafði Jón aldrei farið þarna áður? — Jú, hann var alvanur og þekkti allt þarna, léttur á sér, svo að þetta var allt þeim mun óskilj- anlcgra. Hann hafði oft farið þarna upp í Klifið til að smala. Við vor- um á leiðinni niður í skorninginn til að styggja kindunum upp. Samkvæmt upplýsingum Einars Vals Bjarnasonar læknis, sem fór á slysstaðinn var dánarorsökin höfuðkúpubrot. Sendill óskast Vinnutimi 9.30 til 12 f. h. Uppl. i prentsmiðjunni. Dagblaðið VÍSIR. Sjötugur í dag: Egill Guttormsson stórkuupmaður Egill Guttormsson, stórkaupmað- ur, er sjötugur i dag. Hann er fæddur að Ósi í Hörgárdal, sonur hjónanna Elínar Gunnlaugsdóttur og Guttorms Einarssonar alþm. í Nesi. Ásmundssonar. Fjórtán ára að aldri, árið 1907, fluttist Egill til Reykjavíkur og réðst til verzl- unarstarfa hjá föðurbróður sinum, Gunnari Einarssyni, er þá hafði með höndum umfangsmikinn verzlunarrekstur. Hann stundaði síðan verzlunarstörf hér í bæ og stofnaði 1929 umboðs- og heild- verzlun þá, er hann hefur rekið síðan, einkum með ritföng og skrif- stofutæki og er verzlun hans Iöngu landskunn fyrir ódýrar- og vandaðar vörur. Egill hefur haft mikil og farsæl afskipti af félagsmálum. Á unga aldri átti hann sæti í stjórnum U.M.F.Í. og U.M.F.R. og ýmissa íþróttafélaga Síðar beindist á- hugi hans að félagsmálum stéttar sinnar, verzlunarstéttinni. Hann var m. a. um langt árabil einn helzti forvígismaður Verzlunar- mannafélags Reykjavíkur og átti lengi sæti i stjórn þess og var for- maður í nokkur ár. Form. Félags ísl. stórkaupmanna var hann einnig £ nokkur ár og í stjórp Verzlunar- ráðsins. í skólanefnd Verzlunar- skólans átti hann sæti meira en tvo áratugi. Hann var kjörinn full- trúi stórkaupmanna í stjórn Verzl- unarsparisjóðsins og varð fyrsti formaður hans. Síðar var hann kjörinn fyrsti formaður Verzlunar- banka íslands h.f. Af framanrituðu sést hvers trausts Egill hefur átt að fagna hjá stétt sinni, enda hef- ur hann ávallt verið ötull liðsmað- ur í öllúm þeim málum, sem hann hefur látið til sín taka. Egill hefur verið gæfumaður í lífi sínu og getur horft glaður yfir farinn veg. Vísir færir honum beztu hamingjuóskir á þessum merkisdegi. Frá Vélskólanum Ákveðið er að breyta námsskrá 1. bekkjar rafmagnsdeildar Vélskólans í samræmi við inntökuskilyrði í danska og norska tækni- fræðiskóla. Inntöku í bekkinn geta fengið: a) sveinar allra iðngreina b) aðrir, sem að dómi skólastjórnar hafa hlotið nægilega verklega þjálfun. — Inntökubeiðnir þurfa að berast sem allra fyrst, enda gert ráð fyrir að kennsla hefjist fyrir 10. október. Vélskólinn verður settur miðvikudaginn 3. október kl. 14. Gunnar Bjarnason, skólastjóri. Skrifstofumaður Skrifstofumaður, vanur bókhaldi og öðrum skrifstofustörfum, óskast nú þegar eða sem fyrst. PÁLL ÞORGEIRS SON, Laugavegi 22. Röskur sendisveinn óskast nú þegar allan daginn. I. BRYNJÓLFSSON & KVARAN.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.