Vísir - 04.10.1962, Blaðsíða 2

Vísir - 04.10.1962, Blaðsíða 2
2 V í S IR . Fimmtudagur 4. október 1962. Nýjear áhugomannaresilur: „Helmingur baudariska OL-liðsius atviuuumenn i segir Avary Srundage, forsefi Alþjóðaolympíunefndarinnar „Væri nýju skilgreining- unni á hugtakinu áhuga- maður framfylgt mundi a. m. k. helmingur banda- Erlnndat' fréitir • Ingemar Johannsson fær ekki að snúa frá Bandaríkjunum og stendur nú í miklu stappi við stjórnarvöld Bandaríkjanna út af j>essu. Ástæðan: Ingemar er talinn skulda skattayfirvöldum Banda- ríkjanna um eina milljón dollara eftir 3 keppnir við Patterson. • Argentínumaðurinn Aléjandro Lavorant^ Jiggur enn meðvitundar-, laus í sjúkrahúsi eftir áverka sem hann hlaut í hnefaleik fyrir rúmri viku. ríska OL-liðsins frá Róm- arleikunum verða dæmt sem atvinnumenn“, sagði Avery Brundage nýlega, en hann er forseti Alþjóða- olympíunefndarinnar og járnharður andstæðingur atvinnumennsku í íþrótt- um svo sem kunnugt er. Alþjóðaolympíunefndin setti nýjar reglur varðandi þetta mikil- væga atriði nýlega á ráðstefnu sinni í Lausanne í Sviss. Eru regl- urnar einkum strangar gagnvart þeim íþróttamönnum, sem haldið er uppi af ríkisfyrirtækjum, herj- um, og þeim sem fengið hafa skólastyrki vegna afreka sinna á íþróttasviðinu. Tveir fulltrúar Bandaríkjanna hafa mótmælt þessum ummælum og telja, ,að sárafáir bandarísku fulltrúanna geti ekki komið hreint til dyra 1 þessu máli. T. d. komist enginn ná.msmaðpr lengur í banda- // rískan háskóla nema hafa lokið tilskildum prófum og þar gilti einu hvort nemandinn væri góður Iþróttamaður eða ekki. Æft fyrir .BIKARINN í gærkvöldi Iögðum við leið okkar 1 Valshúsið til að sjá hvemig undirbúningi Framara undir Ieik sinn í Evrópubikar- keppninni er háttað. „Við höfum verið óheppnir að undanfömu,“ sagði Sveinn Ragn- arsson okkur, „þrfr af beztu mönnum okkar hafa meiðzt og koma þau meiðsli allverulega niður á þjálfun þeirra.“ Þeir sem eru á sjúkralista eru Ingólfur Óskarsson, sem er togn- aður í Iæri, Ágúst Oddgeirsson á við slæmt fingurmein að stríða, og loks er hinn góðkunni fyrir- Iiði Fram, Hilmar Ólafsson, van- heill í hné og í æfingaleik við KR í fyrrakvöld rifnaði saumur á sári hans upp og mun það taka hann a.m.k. 3 vikur að ná sér til fullnustu. Framarar hafa undanfarið æft frá 3—5 sinnum í viku hverri, oftast með 5 æfingar og leiki, en leikirnir hafa gengið mjög vel og allir unnizt með stórri tölu. Æfingarnar eru greinilega erf- iðar og enginn dregur af sér, þótt það e.t.v. sé frcistandi. Ekki er líklegt að Reykjavíkurfélögin verði Fram erfiðir andsteeðingar, en mótið hefst innan skamms. HREYFILL vaan knatt- spymu bifreiðastöðvanna \ Knattspyrnukeppni er háð milli ýmissa fyrirtækja á malarvell- inum fyrir neðan Háskólann. Er fylgzt -með þessum kapp- leikjum af miklum áhuga í fyr- irtækjunum og oft er haldin fagnaðarhátíð að keppni lok- inni, þar sem sigurvegararnir eru hylltir. I fyrradag lauk knattspyrnu- keppni bifreiðastöðvanna í bæn um og var þessi mynd tekin í fyrradag, er bílstjórar á Hreyfli og Bæjarleiðum mættust til keppni. Standa kapparnir úti á miðjum vellinum, takast I hend- ur og horfast í augu. Leiknum I fyrradag lauk með sigri Hreyfils 4 mörk gegn 3. Var hann að sumu leyti líkur kappleiknum milli KR og Ak- urnesinga á dögunum, þannig að Bæjarleiðir náðu forskoti og skoruðu eina mark fyrra hálf- leiks, en síðan söxuðu Hreyfils- menn á forskot þeirra og náðu sigri áður en lauk. Var leikur- inn spennandi og harður. Með sigri sínum-vann Hreyf- ill keppni bifreiðastöðvanna með 4 stigum, en Bæjarleiðir hlaut 2 stig og Borgarbílstöðin ekkert. Fyrirliðar Hreyfils og Bæjarleiða takast í hendur fyrir ieikinn. Frakkar — Bretar 1:1 Frakkar og Bretar skildu jafnir í leik sinum í Sheffield í gær- kvöldi, en Icikur þessi er í Evrópu- bikarkeppni Iandsliða. — Frakkar skoruðu 1:0 eftir 8 mínútna leik. Miðherjinn Kopa sendi fasta og ákveðna sendingu til vinstri inn- herjans Goujon, sem skaut af 15 metra færi og skoraði. í seinni hálfleik skoruðu Bretar 1:1 úr vítaspyrnu, en fleiri urðu mörkin ekki. Frakkarnir höfðu nokkra yfir- burði og áttu mun fleiri marktæki- færi án þess að geta notfært þau. Bretar áttu færri tilraunir, en bezti maður þeirra var innherjinn Hella- weil.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.