Tölvumál - 01.12.1995, Qupperneq 6

Tölvumál - 01.12.1995, Qupperneq 6
Desember 1995 Upplýsingasamfélagið, stefnumótun fyrir ríkisstjórn íslands Eftír Laufeyju Ásu Bjarnadóttur í síðasta tölublaði Tölvumála var fjallað um strauma og stefnur í upplýsingatækni á íslandi. Frá því að blaðið kom út hefur ríkis- stjórn Islands lagt grunninn að stefnumótun í upplýsingatækni fyrir upplýsingasamfélagið sem við lifum í. í fréttatilkynningu sem barst frá Iðnaðar- og viðskiptaráðu- neyti segir meðal annars: „Helstu iðnríkin hafa nú þegar markað stefnu um hagnýtingu þessarar nýju tækni (upplýsinga- og fjarskiptatækni) til að auka nýsköpun í atvinnulífinu, bæta hverskyns þjónustu og gera hana ódýrari og til almennrar hagsæld- ar fyrir þjóðfélagið. í þessu sam- bandi má geta um stefnumótun Evrópusambandsins og ná- grannaþjóða okkar Danmerkur, Noregs, Svíþjóðar og Finnlands. íslenska þjóðin hlýtur að fara að fordæmi annarra hvað þetta varðar. Ríkisstjóm íslands hefur enda lýst yfir vilja sínum í því efni, eins og fram kemur í stefnu- yfirlýsingu hennar frá 23. apríl 1995, en þar segir m.a.: • Ný upplýsingatækni verði nýtt í þágu efnahagslegra framfara og uppbyggingar í atvinnulífinu, vísindarann- sókna, lista og hvers kyns menningarmála. • Að móta heildarstefnu í sam- vinnu við fulltrúa atvinnu- lífsins um upplýsingatækni og miðlun er miði að því að auka framleiðni og sam- keppnishæfni íslenskra fyrir- tækja. • Að setja reglur er tryggi að- gang borgaranna að upplýs- Punktar... Útgáfa á geisladisk Þar sem verið er að gefa út geisladisk hér á landi sem inniheldur íslandsbókina, eins og sagt er frá hér í blað- inu, er vert að huga að mark- aðforsendum. Væntanlega eru í notkun fáein þúsund geisladrif í tölvum hér á landi, þar af mörg í tölvum sem tilheyra fyrirtækjum þar sem ekki er líklegt að fest verði kaup á íslandshandbók- inni. í Svíþjóð er verulegur áhugi á útgáfu á geisladisk- um. Þar eru 300 til 400 þús- und geisladrif í notkun. Þrátt fyrir þetta er talið að markað- urinn sé of lítill! Því er nú lögð veruleg áhersla á út- flutning því annars er ekki búist við að útgáfan standi undir sér. En eins og á við í hefð- bundinni bókaútgáfu er það væntanlega ekki höfðatölu- reglan sem gildir hér. Fyrst hægt er að gefa út bækur á ís- lensku er örugglega hægt að gefa út bækur á geisladisk- um. Erlendar markaðsrann- sóknir eiga hér ekki við. Einfalt tölvuum- hverfi Bandaríska geimferðar- stofnunin NASA áætlar að hverfa frá því að vera með blandað tölvuumhverfi yfir í samtvinnað kerfi staðarneta. Stefnt er að því að fá einsleit- ara umhverfi. Áður gátu einstakar deild- ir sjálfar farið út og keypt það tölvukerfi sem þeim leist best á. En nú er allt ákveðið á ein- um stað. 6 - Tölvumál

x

Tölvumál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.