Tölvumál - 01.12.1995, Síða 7

Tölvumál - 01.12.1995, Síða 7
Desember 1995 ingum hjá stjórnvöldum. Dregið verði úr skrifræði í samskiptum borgaranna við stjómvöld og óþarfa laga- og reglugerðarákvæði afnumin. Þjónusta rfkisins verði sniðin að nútíma tækni, t.d. með nettengingu þjónustustofnana og pappírslausum tollavið- skiptum. Þessi stefna ríkisstjómarinnar felur í hnotskurn í sér stefnumót- un fyrir upplýsingasamfélag framtíðarinnar. I henni felst að tryggja vaxandi hagsæld í land- inu svo unnt verði að halda uppi velferðarkerfi og menningarstigi eins og best gerist, þ.e. að ísland verði í fremstu röð ríkja í þróun upplýsingasamfélagsins, bæði sem veitandi og þiggjandi.“ Til þess að fylgja þessu eftir samþykkti ríkisstjórn íslands 6. október s.l. að fela iðnaðar- og viðskiptaráðherra Finni Ingólfs- syni að skipa nefnd til að gera til- lögur til rrkisstjórnarinnar um mótun stefnu fyrir íslenska upp- lýsingaþjóðfélagið næsta áratug. Nefndin var skipuð í byrjun desember og í henni sitja 20 full- trúar frá ráðuneytum og atvinnu- lífinu. Tómas Ingi Olrich, alþing- ismaður er formaður nefndarinn- ar. Það er ánægjulegt að skýra frá því að Skýrslutæknifélag íslands á einn fulltrúa í nefndinni og mun formaður félagsins Haukur Oddsson starfa fyrir hönd félags- ins. Stefnumótunin fer þannig fram að sérstakir starfshópar, sent í sitja sérfræðingar, skila áliti sínu til nefndarinnar til efn- islegrar umfjöllunar. Sérstök verkefnisstjórn verður sett til að samræma vinnu starfshópanna, en verkefnisstjórnin mun hafa náið samráð við formann nefnd- arinnar m.a. um skilgreiningu á tilgangi og markmiði vinnu starfshópanna. Starfshópamir munu starfa á tilteknum sviðum að eftirfarandi verkefnum: 1. Upplýsingasamfélagið, fjar- skipti og margmiðlun. Starfshópur á vegum sam- gönguráðneytis. 2. Upplýsingasamfélagið, mennt- un, vísindi og menning. Starfshópur á vegum mennta- málaráðneytis. 3. Upplýsingasamfélagið, þróun atvinnu- og viðskiptalífs. Starfshópur á vegum iðnaðar- og viðskiptaráðuneytis. 4. Upplýsingasamfélagið og heilbrigðisþjónusta. Starfshópur á vegum heil- brigðisráðuneytis. 5. Upplýsingasamfélagið og fé- lagsmálaþjónusta. Starfshópur á vegum félags- málaráðuneytis. 6. Upplýsingasamfélagið, sam- göngumál og ferðaþjónusta. Starfshópur á vegurn sam- gönguráðuneytis. 7. Upplýsingasamfélagið og launþegar. Starfshópur á vegum laun- þegasamtaka og vinnuveit- enda. 8. Upplýsingasamfélagið og op- inber stjómsýsla. Starfshópur á vegum fjár- málaráðuneytis. Það er ljóst að mikil vinna bíður allra þeirra sem koma að þessu stóra verkefni hvort sem þeir vinna í nefndinni eða starfs- hópunum. Ahugavert verður að fá að heyra af þessu starfi en stefnt er að því að nefndin ljúki störfum fyrir lok maí 1996. Starf félagsins Ef litið er yfir starfsemi fé- lagsins á síðastliðnu ári má sjá að það hefur verið blómlegt því at- burðir á vegum félagsins hafa verið ntjög vel sóttir. Á nýju ári verður haldið áfram sem fyrr og mun Skýrslutæknifélagið hafa veg og vanda að fjölbreyttum ráðstefnum og fundum. Ritnefnd Tölvumála á heiður skilinn fyrir gott starf því efni blaðsins á síð- asta ári hefur verið mjög fróðlegt og skemmtilegt. Skýrslutæknifélagið sendir öllum félögum og fjölskyldum þeirra nýárskveðjur og þakkar þeim sem hafa lagt hönd á plóg- inn við að gera starfsemi félags- ins eins öfluga og raun ber vitni. Laufey Asa Bjarna- dóttir, varaformaður Skýrslutœknifélags Is- lands er forstöðumað- ur tölvudeildar Mjólk- ursamsölunnar. Punktar... Pappírinn burt Margir þeir sem starfa í heilbrigðisgeiranum kann- ast við gífurlegt pappírsflóð sem virðist fylgja þessari starfsemi. Nýlega var opnað nýtt sjúkrahús í Bandaríkj- unum sem á að reka án nokkurs pappírs. Gert er ráð fyrir allt að 150 000 sjúk- lingum og á öll skráning á upplýsingum um þá að vera í tölvum. Búin hefur verið til nokkurs konar spjaldskrá sem inniheldur 1200 for- múlur að öllum mögulegum tegundum skýrslna. Aðeins er gert ráð fyrir því að nota pappír ef nauðsyn krefur vegna samskipta við aðila utan sjúkrahússins. Tölvumál - 7

x

Tölvumál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.