Tölvumál - 01.12.1995, Side 13

Tölvumál - 01.12.1995, Side 13
Desember 1995 / íslandshandbókinni eru um 550 Mb. Texti er um nœrri 2.600 staði með 980 Ijós- myndum, 7 myndbandaglefsum og um 180 kortum. Fimm mismunandi myndaskvettur ásamt tónlistarstefi birtast þegar forritið er keyrt upp torvelt að flytja textann af böndum sem hentuðu fyrir Linotype-vélar yfir í tækt form fyrir einka- tölvu þessa árs. Til að mynda týndust flestir séríslenskir stafir við þá færslu, að ekki sé minnst á Þingeyjarsýsl- urnar báðar og annað smálegt. Fyrsta verk okkar var þá að bjarga því sem bjargað yrði vélrænt. Unnt var að leita uppi tiltekin tákn og einnig að gera sér ákveðnar til- gátur um að málsgrein sem nú hæfist með litlu á-i hefði áður byrjað á stóru Þ-i. Þegar marg- faldri yfirferð af þessum toga var lokið (leitað var u.þ.b. 20 sinnum gegnum hverja skrá) var allur textinn lesinn með hjálp Prent- villupúkans. Þannig hreinsaðist mikið til viðbótar. Samt var enn svo margt eftir að verkið var allt lesið saman við prentuðu útgáf- una. Kom þá að sjálfsögðu í ljós að allar lokaleiðréttingar textans höfðu verið gerðar með yfirlím- ingum og þannig alls ekki fylgt með í hinu rafræna formi. Öll varð þessi vinna umfangsmeiri en ætlað hafði verið en vannst með harðfylgi tveggja þraut- reyndra kennara, Birgis Stefáns- sonar og Þóris Sigurðssonar. Nýtur textinn reyndar líka óvenjulegrar staðþekkingnar þeirra og hefur sitt af hverju ver- ið fært til réttari vegar en áður var. Við flutning milli forrita töp- uðust allar leturbreytingar og þar með allar millivísanir innan bókarinnar. Varð því að mynda þær allar á ný. Var það fyrst gert með vélrænni leit eftir því sem nokkur kostur var en síðan varð að bera allt nákvæmlega saman. Tölvan gat ekki gert greinarmun á Kaldalóni við Isafjarðardjúp og Kaldalóni í nafni Sigvalda, né heldur verið viss um hvort Fjall - með stórum staf - væri rit- að með stórum staf vegna þess að það væri sérnafn eða einfald- lega vegna þess að það stæði fremst í málsgrein! Enn kom það í hlut Birgis Stefánssonar að gáta allar þessar millivísanir og má fullyrða að þær eru miklum mun nákvæmari í margmiðlun- arútgáfunni en hinni prentuðu. Það er raunar að okkar viti ein sterkasta hlið margmiðlunarút- gáfunnar hve auðug hún er af tengingum eða „hyperlinks“. Það á bæði við innan texta og milli korta og texta eða mynda og texta. Myndir eru reyndar tengdar saman líka. Fullyrða má að í þessu tilliti stendur íslands- handbókardiskurinn mjög fram- arlega meðal margmiðlunar- diska. Kerfisbundið var farið yfir allar tölur um mannfjölda og þær færðar til manntalsins 1994. Leitast var við að fylgja á leiðar- enda þeim mannanna verkum sem voru í smíðum þegar bókin kom út en er nú lokið, svo sem var um Blönduvirkjun, brúar- gerð á ýmsum stöðum o.s.frv. Ný lög um sveitarfélög og sam- eining sveitarfélaga höfðu víða breytt vísunum til staða og var það allt fært til nútímahorfs. Þá var loks reynt að hyggja að stærstu viðburðum sem orðið hefðu á liðnum hálfum áratug, þótt ekki væri stefnt að eigin- legri uppfærslu bókartextans að sinni. Ljósmyndir í samningnum við Örlyg Hálfdanarson fólst heimild til nota á stóru ljósmyndasafni hans. Námsgagnastofnun á nokkurt safn mynda og annaðist Kar! Jeppesen að mestu val úr þessum söfnum. Alls voru skannaðar um 1100 ljósmyndir inn á Photo CD diska í Bretlandi, en því miður reyndist það ferli ekki sem skyldi. Úrkast mynda varð óeðli- lega mikið sem að sjálfsögðu leiddi til þess að myndirnar í Is- landshandbókinni dreifast öðru- vísi en gert var ráð fyrir í byrjun. Á lokastigum verksins var leitað til Landmælinga íslands um að fá nokkrar loftmyndir og til Staf- ræna myndasafnsins sem útveg- aði nærfellt 100 ljósmyndir og Tölvumál - 13

x

Tölvumál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.