Vísir - 05.10.1962, Blaðsíða 1

Vísir - 05.10.1962, Blaðsíða 1
Framkvæmdaáætlun- in tílbáin um nýáríð Samningi hinnar nýju fram- kvæmdaáætlunar stendur nú sem hæst. Er stefnt að því að áætlunin verði fullgerð fyrir nýár. Mun hún þá verða lögð fyrir ríkisstjómina og einnig koma til meðferðar Alþingis. hað er hin nýja Efnahags- stofnun sem samningu áætlun- arinnar annast. Frumdrögin gerðu norskir hagfræðingar sem hér störfuðu allmarga mánuði í fyrra, eh þeir starfa f Osló að gerð norskra framkvæmdaáætl- ana. Einn hagfræðinganna, O. Sæteradal sem hér var, er ný- lega kominn aftur til landsins og vinnur með hinum íslenzku starfsbræðrum sínum við áætl- unina. inn / notkun Innan nokkurra daga verður hinn nýi Verzlun- arskóli tekinn í notkun. Er hér um að ræða efri hæð nýja hússins við Þingholts stræti. Eru þar 4 kennslu- stofur, sem kennsla hefst í. Neðri hæðin er ekki enn þá fuilgerð en verður unn- ið í henni af kappi. Byggingarmál Verzlunarskólans munu koma til umræðu á fundi Verzlunarráðsins í dag og verður gerð grein fyrir þeim. Þá mun að- alfundur Verzlunarráðsins einnig Framh. á 5. síðu. ..... : ■ . :: : - •:■.■ •'• :■ /' : .. 4 1 M IftilHiiliBil ■ . .. ■ . ■•>>•: Rögnvald Kjartansson, sá er hefur eftirlit með boruninni á Sel- fossi, með bílaborinn í baksýn. Ljósm. Vísir. . ij • p ýWi'i \ L Þing Bandalags starfsmanna ríkis og bæja verður sett í dag kl. 5 í Hagaskóla. Þetta er eitt þýðingarmesta þing, sem BSRB hefur haldið, enda hafa opinberir starfsmenn nú fengið samningsrétt 1 og verða þá að koma sér saman um launastiga og miklar breyting- ar á starfsskipulági samtakanna f samræmi við lagabreytingar þær, sem gerðar voru s.l. vetur. Vísir átti í morgun stutt samtal við Guðjón Baldvinsson, einn stjórnarmanna BSRB, og sagði hann að það væri prófsteinn á samtökin hvort þau gætu haldið saman, þegar þau ættu nú að taka jafn þýðingarmiklar ákvaðanir sem breytingar á launastiganum. Á þinginu sitja 138 fulltrúar frá 28 starfsmannafélögum. Þar af eru átta félög utan af landi. Þau félög sem hafa færri en 25 meðlimi fá einn fulltrúa, 50 meðlimir fá 2 full- trúa og 100 meðlimir fá 3 fulltrúa og síðan einn fyrir hverja 50 með- limi til viðbótar. Starfsmannafélag Reykjavíkur hefur flesta fulltrúa eða 18, og Starfsmannafélag ríkisstofnana hef ur 16 fulltrúa. Minnsta félagið í samtökunum er félag skattstjóra, sem hafði 10 meðlimi, en fimm þeirra eru nú hættir störfum. Formaður BSRB, Kristján Thorla cius, setur þingið og flytur skýrslu stjórnarinnar, en Guðjón Baldvins- son gjaldkeri flytur fjármála- skýrslu. Framsögu um lagabreyt- ingar hefur Magnús Eggertsson yfirvarðstjóri, en starfsmaður í morgun handtók lög- reglan mann nokkurn, sem kom með falsaðan lyfseðil, sem hljóðaði á eiturlyf. Þetta gerðist í Reykjavíkur apóteki, og mun maðurinn hafa komið þangað skömmu eftir að lyfjabúðin var opnuð, eða þar um bil, og lagði fram lyfseðil- inn, eins og gengur og gerist. Þegar farið var að athuga lyf- seðilinn, þótt eitthvað grunsam- legt við hann, svo að kallað var ■ Kjararáðs Haraldur Steinþórsson flytur framsögu um skipun launa- stiga. Ætlunin er að þingið standi fram á mánudag. í lögregluna og tók hún bæði mann og „lyfseðil" í sína vörzlu. Þá frétti blaðið einnig í morgun, að sami maður eða félagi hans — því að um tvo mun hafa verið að ræða — hafi lagt inn lyfseðil í Laugavegs apoteki, en lögreglan komst einnig að því, • . þar var á seyði og lagði haiu á seðilinn. Það var leigubílstjóri, sem hér var um að ræða, og fékk Vísir þær upplýsingar £ morg- un hjá rannsóknarlögreglunni, að maður þessi hefði ekki verið Framhald á bls. 5 Tekinn meí ials- aian eiturlyfseiil Hitaveitan á Selfossi færir út kvíarnar Þeir fá víðar hitaveitu en í Reykjavík. Selfoss- bær hefur í langan tíma haft heitt, rennandi vatn og nú þegar byggðin hérna megin Ölfusár eykst, hyggjast Selfyss- ingar einnig að fá heitt vatn þar. Og sjá, þeir eru ekki fyrr búnir að reka borinn niður en heitt vatn hefur fundizt. Borinn er á bakka 01fusár, rétt áður en komið er að brúnni. Það er bílabor og í fyrstu fer ekki mikið fyrir aðgerðum. En þegar komið er nær, titrar jörð- in undir fótum manns, og bor- inn dúndrast niður án afláts og grefur sig neðar og neðar. I gær, eftir rétta viku, var holan orðin 23 metra djúp og hitinn á vatninu orðinn 35 gráð- ur. 1 ánni, sem rennur örfáa metra frá, er hitinn 54 stig, svo við einhverju má búast þarna. „Það er líka svo, að borunin hefur gengið betur en vonir stóðu til. VÍð biiumst við að bora 50 metra áður en full- nægjandi vatn finnst,“ segir Rögnvald Kjartansson, sem hef- ur umsjón með verkinu. „Hann kemst þá svona langt niður,‘r spyrjum við og lítum upp á frekar lítinn borinn. „Já, já, borinn sjálfur er 16 metra hár, en hann kemst 500 Fyrsta reglugeri um mat á smjörí Bráðlega mun koma út í fyrsta skipti reglugerð um mat á smjöri. Hefur fram að þessu engin slík opinber reglugerð verið til. Eru þar reglur um hvaða kröfur skuli gerðar til gæðasmjörs og einnig er gert ráð fyrir að geta skuli framleiðanda eða pökkunar- stöðvar á umbúðunum, annað hvort með nafni eða einkennisstöf- um. Fyrir þrem árum síðan kærðu Neytendasamtökin yfir svokölluðu gæðasmjöri. Töfdu þau að það væri enga. veginn nægilega jafn- góð vara til að vera seld undir sama nafni. Unnu þau málið I und- irrétti, en þvl var síðan vlsað frá, sökum formgalla frá hendi dóms- málaráðuneytisins. I þessari nýju réglugerð er geng- ið til móts við kröfur Neytenda- sam-takanna, en þau telja að á um- búðum eigi að veita neytanda all- ar jær upplýsingar sem auðvelt er að veita og máli geta skipt. Þeir aðilar sem pakka smjör eru þrír, Osta- og smjörsalan, Mjólkur- bú Flóamanna og Mjólkursamlag KEA. Framleiðendur eru hins veg- ar tíu, auk nokkurra smærri mjólk urbúa, sem selja á heimamarkað. metra niður, það gerir strengur- inn, sem borinn er I. Borinn hef- ur um 2 tonna þunga, og hálfs meters fall.“ Ef borun þesSi heppnast eins og allar Iíkur benda til, fá um 200 mahns, sem þarna megin búa, heitt vatn í hús sln. Auk þess hefur Sláturfélag Suður- lands aðsetur sitt þarna og yon er á að fleiri verksmiðjubygg- ingar verði reista'r á þessum bakka Ölfusár.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.