Vísir - 05.10.1962, Blaðsíða 3

Vísir - 05.10.1962, Blaðsíða 3
V1SIR . Föstudagur 5. olr T 3 Hér sést yfirmaður F-102 flugsveitarinnar á Keflavikurflug- velli Cosmo Italiano vera að rannsaka hjólaútbúnaðinn á einni þeirra. í flugmannaklefa F-102. Myndirnar á síðunni birtust í blaði varnarliðsins White Falcon. Fyrir nokkru voru athyglis- verðar breytingar gerðar á varnartækjum herliðsins á Keflavíkurflugvelli. Um langt árabil hafa verið þar í notkun orrustuflugvélar, sem kallast Scorpion og voru á sínum tíma góðar flugvélar til loftvama og eftirlitsferða, en eru nú á síð- ustu árum orðnar gersamlega úreltar. En í síðasta mánuði komu fyrstu orrustuflugvélar af al- gerlega nýrri gerð til flugvall- arins, sem eru mjög öflugar og fullkomnar. Pær era nefndar einkennisbókstöfunum F-102 og kallaðar manna á meðal Delta Dagger. / Þcssar flugvélar eru meðal þess fullkomnasta sem banda- rískur herstyrkur hefur yfir að ráða og munu þær verða til þess að styrkja mjög mikið loft vamir hér á landi. Flugmenn þeirra eru viðbúnir að fara á loft hvenær sem er með fárra mínútna fyrirvara, ef einhver hætta steðjaði að. é Hinar nýju flugvélar era mjög nýtizkulegar og sérkenni- legar i útliti. Þær eru með hina svokölluðu delta-vængi og geta flogið hraðar en hljóðið. Þær munu setja svip sinn á Keflavíkurflugvöll og nágrenni ineð hinum geysilega hraða sem þær hafa. Þær verða til þess að styrkja öryggi íslands. Myndin sýnir glöggt hið sérkennilega vængjalag F-102. Vængirnir eru „delta“ lagaðari, en það er nauðsynlegt til að fiugvélamar komist hraðar en hljóðið. STYRKTAR Ein af nýju flugvélunum í hópi hinna gömlu Scorpion orustuflugvéla, sem nú em taldar með öllu áreltar og verða rifnar f sundur á næstunni. x ■

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.