Vísir - 05.10.1962, Blaðsíða 4

Vísir - 05.10.1962, Blaðsíða 4
VÍSIR . Föstuúc 5. október 1962. -X Það er bezt að yfirgefa Ventspils í snatri. Ekki svo að skilja að allt se sagt, sem segja þyrfti um Ventspils. Ég sagði t. d. ekki frá verzlununum sem allar voru svo óaðlað andi, að kvenfólkið á skipinu gat ekki hugsað sér að verzla þar. Og sú andúð þeirra var ekki gleymd í Leningrad. Þær sýndu lítinn sem eng an áhuga á verzlununum þar. Tíminn til kaupanna hefði held- ur ekki orðið mikill. 1 Leningrad er margt markvert að sjá og okkur gafst gott tækifæri til að kynnast því lítillega. Meira gat það ekki orðið, þvf við vorum að- eins tvo og hálfan dag í borginni. Fyrsta daginn lá leiðin inn í mið- borgina. Þangað fórum við á eig- in spýtur, en daginn eftir og þar næsta dag vorum við á ferð með ágætum túlki, sem ók með okk- ur nokkurra klukkustunda ferð um borgina og sýndi okkur síðan Vetrarhöllina næsta dag. St. Isaacs-dómkirkjan Við vissum tæplega hvert við vorum að fara með strætisvagnin- um, en leiðin lá inn í miðborgina. Hugurinn stóð til að skoða bygg- ingu, sem gnæfði hátt yfir aðrár byggingar borgarinnar^ Það var St. Isaacs-kirkjan. Fyrqta daginn, sem við lágum í höfninni, í sól- skini, glampaði af gullnu þaki hennar eins og þarna væri önnur sól. Dýrð kirkjunnar Við höfðum aldrei séð aðra eins dýrð og undir þessu gullþaki. Eins og beztu kirkjur rússnesku orthodoxa-kirkjunnar í Rússlandi, var hún skreytt með gulli, marm- ara og dýrindis listaverkum eftir gamla meistara og frábærum mosaik myndum mestu snillinga. Meginstoðir kirkjunnar voru úr PMMHbB _ _____ St. Isaacs-kirkjan í Leningrad. Hvolfþakið er sett gulli, gióir í sólskini eins og önnur sól á himni. SfcflBdraH eaisfcBBifjeeids iiB — ELeninggrad Nýir dýriingar og sögu- frönskum, ítölskum og ef ég man rétt einnig rússneskum marmara. Aðalhurðin, sem var tvær, þrjár mannhæðir, var skreytt með bibl- 'íumyndum við biblíumynd, út- skornum. Litadýrðin var mikil. Þarna ægði saman lit gullsins, grænum, bleikum og hvítum marmara, og alls staðar innan um voru málverk og höggmyndir. Þetta átti einkum við um altarið og loftið yfir því. Hinir nýju dýrlingar Ég gat ekki gert að því að reká upp stór augu, þegar ég kom inn í kirkjuna, fyrst þegar ég sá allt skrautið og í arínað sinn, þegar ég hafði jafnað mig á þessari undrun minni ,er ég tók eftir að í kirkjunni var eins konar skrif- stofa og minjagripasala. Þar voru til söju litlar myndir af glæsileg- um byggingum Leningradborgar, merki borgarinnar og síðast erí ekki sfzt merkl með mynd af geimförunum Gagarín Og Titov, sem festa mátti í barm sér. Þriðja undrunarefni mitt var í framkirkjunni, innan um marm- arasúlurnar og snilldarlegar dýr- lingamyndir gamalla meistara, Súlurnar. Þar voru stórar mynd- ir af Gagarín geimfaf'a og félaga hans Titov, ásamt ýmsum skýr- ingum á flugi þeirra, bæði á máli og myndum. En jafnvel Rússamir sem gengu þarna um, gerðu lítið af þvf að skoða þessa nýju dýrl- inga, en voru þeim mun upptekn- ari af listaverkum gamla tímans. Deilt um myndastyttu Kirkjan var gerð seint á keis-i aratímunum. Andspænis henni stóð mikil höll, sem nú hýsir borgarstjórn Leningrad borgar. Á torginu milli kirkjunnar og ráð- hússins stóð svo stytta af Niku- lási I. Rússakeisara. Hún er merki ieg fyrir það að styttan, sem er af keisaranum á prjónandi hesti, hvílir aðeins á afturfótum hests- ins. Túlkurinn, sem daginn eftir fðr með okkur í bflferð um borg- ina, sagði ok'cur ofurlitla sögu í sambandi við þessa styttu. Hún var ein af þeim sögum sem sagð- ar voru í léttu gamni til háðung- ar blessuðum keisurunum og fjöl- skyldum þeirra: Dóttir Nikulásar hafði fengið höllina, sem nú er ráðhúsið, að gjöf frá föður sín- um. Stuttu áður en hún flutti inn í höllina lét Nikulás reisa stytt- una mitt á milli dómkirkjunnar og hallarinnar. En þegar dóttirin sá að styttan hafði verið svoleið- is sett upp að afturhluti keisara og hests sneri að höllinni, neit- aði hún að flytja þangað inn fyrr en styttunni hefði verið snúið við. Hún kvaðst ekki ' getað hugsað sér að hafa styttuna í þessum stellingum fyrir augunum á hverj um morgni. Keisarinn skipaði þá svo fyrir að sty.ttunni skyldi snú- ið. En þá mótmæltu háklerkar borgarinnar. Þeir sögðu að það væri ekki verjanlegt að láta keis- arann snúa baki í heilaga kirkju. Endirinn varð sá að styttan stóð Framhald á bls. 13. Styttan af Nikulási I á torginu framan við ráðhús Leningrad og St. Isaacskirkjuna. Hún varð orsök broslegra vandamála innan rússnesku keisarafjölskyldunnar. ÁSMUNDUR EINARSSON blaðamaður fór fyrir skömmu með Lagarfossi til Sovétrikjanna í boði Eimskipáfélags íslands. Skýrir hann Iesend- um Vísis frá því sem fyrir augu bar i ferðinni í nokkrum greinum hér í blaðinu. Birtist þriðja grein Asmundar um ferðina hér og bregður upp svipmyndum af viðdvölinni þar. Segir hann frá heimsókn til Leningrad.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.