Vísir - 05.10.1962, Blaðsíða 8

Vísir - 05.10.1962, Blaðsíða 8
8 V í SIR . Föstudagur 5. október 1962. Otgefandi: Blaðaútgáfan VlSIR. Ritstjórar: Hersteinn Pálsson, Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson. Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen. Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3. Áskrifstargjald er 55 krónur á mánuði. í lausasölu 4 kr. eint. — Sími 11660 (5 línur). Prentsmiðja Vlsis. — Edda h.f. Afstaða Breta Um alla Evrópu fylgjast menn af áhuga með ályktunum landsfundar brezka Verkamannaflokksins. Ástæðan er sú, að foringi hans, Gaitskell, hefir undan- farið tekið upp stefnu í efnahagsbandalagsmálinu og gert sitt til þess að sú stefna yrði gerð að flokks- stefnunni. í stuttu máli er það álit Gaitskells, að betra sé fyrir Breta að standa utan EBE en gerast aðilar með beim skilmálum, sem nú eru í boði. Hefir þessi harða afstaða komið mönnum í Bretlandi og annars staðar nokkuð á óvart og einnig krafan um almennar þing- kosningar út af málinu. Ekki er ástæða til þess að ætla að þessi afstaða brezka Verkamannaflokksins muni tefja eða spilla að- ildarumsókn Breta. Hitt er aftur óvíst, hvort hún muni ekki geta dregið nokkurn dilk á eftir sér, ef Verka- mannaflokkurinn kæmist til valda í næstu þingkosn- ingum. Aðild Norðurlandanna að EBE mótast mjög af þátttöku Breta i bandalaginu. Þvi er eðlilegt að það valdi nokkurri áhyggju í þeim löndum ef tvískinnungs gætir í afstöðu Breta, sem áhrif gæti haft á framtíðar- stefnuna í þessu mikilsverða máli. Krónan gjaldgeng Þeir fslendingar, sem brugðið hafa sér út fyrir pollinn í sumar, munu flestir hafa veitt því athygli, að nú er hægt að selja islenzka peninga í bönkum er- lendis. Marga hefir rekið í rogastanz, er þeir urðu þess varir. Minni fjölmargra nær ekki svo langt aftur í timann, að þeir muni þá daga er íslenzka krónan var ^jaldgengur gjaldmiðill á peningamörkuðum álfunnar. Hagurinn, sem af þessu leiðir fyrir ferðafólk, er mgljós og tvímælalaus. En það gleðilegasta við þessa Srejitingu er að hún er vottur um að íslenzkur Tjaldmiðill hefir öðlazt stóraukið traust á alþjóðavett- angi. Það traust hefir skapazt með þeim fjármála- ðgerðum. sem gerðar hafa verið á síðustu tveimur árum. Greið kaup krónunnar erlendis er dómur ann- irra þjóða um að þær aðgerðir hafa tekizt mæta vel. Opinberir starfsmenn í dag hefst þing Bandalags starfsmanna ríkis og bæja. Aðalmál þingsins er launamálið. Vísir skýfði fyrir nokkrum dögum frá tillögum launanefndar sam- takanna. Formaður bandalagsins sá ástæðu til þess að bera þá frétt til baka og sagði að enginn fótur væri • yrir henni. Þó vissi formaðurinn mæta vel, að þar fór hann með vísvitandi ósannindi og ber að harma slíkt ábyrgðarleysi. ★ Ekki hafa öldurnar enn verið lægðar í Af- ríku. í Kongó hefur aft- ur soðið upp úr eftir að sænska flugvélin var skotin niður yfir Kat- anga — og í Suður-Ró- desíu gerast nú veður öll válynd eftir að for- sætisráðherrann, Sir Edgar Whitehead bann- aði þjóðfrelsishreyfing- una, sem í daglegu tali nefnist ZAPU. Foringi hreyfingarinnar, hinn 55 ára gamli Joshua Nkomo, var þá búinn að efna til upp- þota, blóðugra og alvarlegra á- taka. í rauninni er hér um að ræða mann, sem var á sínum tíma sá af foringjum innfæddra, sem helzt var hægt að tala við — en hatur hans á Miðafríkanska sam bandinu, sem á að ná yf- ir Ródesíulöndin og Nyasa- Hinn ósáttfúsi BUDDHA land, hefur gert hann æ erfiðari og Ósáttfúsari. • Joshua Nkomo líkist á engan hátt ófyrirleitnum óróaseggi. — Hann er vel vaxinn og bros- andi, oft sveipaður ullarteppi á bak við skrifborð sitt. Þá minn- ir hann einna helzt á trélíkn- eski Buddha, og sem slíkur hef- ur hann á stundum starfað. En á skrifborðinu stendur lít- ill gripur: nokkrir svertingjar berandi likkistu. Á gripinn er grafið: Hin deyjandi nýlendu- stefna. Það er draumur hans. Hann er fæddur bóndasonur og menntaði sig á eigin spýtur. Að skyldunáminu loknu gekk hann fyrst í Adams skóla í Natal og síðan f annan vel þekktan skóla í Jóhannesar- borg. Þegar hann fór til baka til Suður-Ródesíu bætti hann við menntun sína, með bréfa- skóla og tók þannig stúdents- próf. Vegna menntunar sinnar fékk hann stöðu á skrifstofu járhbrautafélagsins í Ródesíu og varð brátt leiðtogi í stéttar- félagi jámbrautarverkamanna, sem á þeim tíma var eitt öflug- asta verkalýðsfélag landsins. Um tfma varð hann fyrir áhrifum frá siðvæðingarhreyf- ingu Buchmans sem margir kannast við hér. en hvarf frá því þegar hann varð foringi f þjóðernisflokknum í Ródesíu. í fyrstu hafði það kannski ekki svo mikil áhrif, en hafði mikla þýðingu fyrir hann þegar bar- áttan gegn sameiningunni við Nýasaland hófst. • Árið 1952 var hann aðstoð- armaður þáverandi forsætis- ráðherra Sir Godfrey Higgins (nú Malvern lávarður), þegar hann, sá síðarnefndi, átti við- ræður við brezku stjórnina f London. Þá þegar varð vart við hans bitru afstöðu. Þegar hann sneri heim aftur hætti hann hjá járnbrautafyrirtækinu og gerð- ist fasteignasali (til að verða efnalega sjálfstæður, sagði hann). Einn af sínum stærri sigr- um ann hann þegar hann barð- ist gegn frumvarpi um akur- yrkiu. sem á pappfrnum gaf hinum innfæddu nýja mögu- Josua Mkomo, þjóðarleiðtoginn í S-Ródesíu sem stendur fyrir ótökum og uppþofum í lundinu leika, en f rauninni staðsetti þá í héruðum, þar sem rétti þeirra var alltof þröngur stakk- ur sniðinn. Árið 1958 byrjaði hann að flakka um, ef svo mætti segja. Hann tók þátt f sameiginlegri samkundu Afrfkuríkjanna f Ghana og þaðan hélt hann til Kafró og leitaði samstarfs við Nasser. Hann var í Kaíró þegar hann frétti um bann þjóðernisflokks- ins heima — og hélt þá þegar í stað til London og setti á stofn skrifstofu fyrir flokkinn þar. Þaðan ferðaðist hann svo um heim allan og kynnti hin ýmsu vandamál Ródesíu. • Það var ZAPU sem leysti þjóðernisflokkinn af hólmi og að sjálfsögðu varð Nkomo for- ingi hans. 1960 hélt hann heim til að láta sjá sig þar f eigin persónu, jafnvel þótt þar biði hans handtaka og fangelsun. í London hijóta þeir að hafa álit- ið að hann væri viðræðanlegur sem fulltrúi Iands síns, því að hann var látinn taka þátt í Ródesíufundinum, sem átti að leysa vandamál landanna beggja. Þann dag var Sir Edgar Whitehead foræetisráðherra og hann mótmælti harðlega þátt- töku Nkomo. Mótmælin báru þó ekki árangur og Nkomo sigraði f þeirri lotu. Brezka stjórnin vissi sem var að ef þeir hefðu hann ekki með, tækju afríkönsku leiðtogarnir ekkert tillit til ráðstefnunnar — og á það vildu Bretarnir ekki hætta. Eins og fyrirrennarar hans afneitaði Nkomo þvf sam- komulagi sem boðið var. Litlu seinna var þó haldin önnur ráð- stefna og þar var Nkomo, öll- um á óvart, samvinnulipur — en þegar hann hafði komizt að samkomulagi við Breta, reis hans eigin flokkur upp á móti honum — og Nkomo beygði sig Iýðræðislega fyrir meiri hlut- anum. • Þá var skipúð ríkisstjórn og efnt til kosninga sem enduðu Frh. á bls. 13.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.