Vísir - 05.10.1962, Blaðsíða 13

Vísir - 05.10.1962, Blaðsíða 13
V í SIR . Föstudagur 5. október 1962. 73 Leningrad — Framhald at bls. 4. óhreyfð og dóttirin flutti aldrei inn í höllina. Stjömur og skjaldar- merki í stað krana Daginn eftir heimsóknina í St. Isacsdómkirkjuna var farið með túlknum um borgina. Leiðin lá fram hjá flestum frægustu bygg- ingum Leningrad-borgar og sögu- stöðum byltingarinnar. Við ókum undir gluggum Dostojevskis og Pushkins, ef ég man rétt, fram- hjá nokkrum húsum, sem tengd voru sögu Lenins og byltingar- innar, húsinu þar sem Rasputin var drepinn og brúnni, er honum var varpað fram af niður í Nevu. Við ókum framhjá Vetrarhöllinni, byggingum flotamálaráðuneytis- ins og brúðkaupshöllinni, svo nokkuð sé nefnt. í þessari ferð komum við að minnismerki um þá borgara Leningrad, sem féllu eða létust í ums^tri Þjóðverja um borgina í síðustu heimsstyrjöld. Þar eru fjöldagrafreitir þeirra, en mann- fallið hefur verið gífurlegt, ekki sízt af völdum sultar. Kona ein hafði umsjón með grafreitunum og minnismerkinu. Hún skýrði okkur £ stuttu máli frá sögu um- sáfursins og skýrði mál sitt með myndum. Frásögn hennar var eini áróðurinn, sem við heyrðum £ Leningrad, og það verður ekki af henni skafið að hún var allt í senn ákveðin, mælsk og upp- full trúar á framtíð skipulagsins. Það vakti athygli okkar, sem £ ferðinni voru að engir krossar vora á fjöldagröfunum. í stað þeirra voru steinar með merki rauða hersins, á gröfum her- mannanna en skjaldarmerki Sovét rikjanna á gröfum óbreyttra borg ara. Heimsókn í Vetrarhöllina í Vetrarhöllinni, sem heimsótt var daginn eftir, er eitt af stærtu málverkasöfnum veraldar. Þessa Jiöll lét Pétur mikli byggja. En eftir hans daga eyðilagðist hún svo £ eldsvoða að ekkert stóð eftir nema veggirnir. Höllin var samt endurbyggð, en ekki i sama stíl og áður, utan nokkrir salir £ höllinni. Hún er skrautleg að ytra útliti, með ótal súlum, smá- um og stórum og litlum högg- myndum. Hún stendur á bökkum Nevu. En bak við hana er það torg, sem á dögum Nikulásar II. Rússakeisara varð vettvangur at- burða, er sennilega urðu, fremur öðru, til að gera byltingu óhjá- kvæmilega í augum almennings. Presturinn Gapon, sem var fyrir- liði umbótamanna og hafði skipu- lagt samtök iðnverkamanna, leiddi sveit sina inn á torgið í janúar árið 1905 til að biðja keisarann um betri kjör rúss- nesku þjóðinni til handa. Gapon hafði bænaskjal £ höndum, og hann og fylgismenn hans töldu það bezta vopnið sem völ var á. Foringi lífvarðasveitanna missti stjóm á sér þegar hann sá fjöld- ann og skipaði mönnum sinum að láta kúlnahríðina dynja á verka- mönnunum, sem hrundu þá niður. Dagur þessara atburða hefur ver- ið kallaður Blóðsunnudagurinn. Þetta var £ síðasta sinn sem reynt var að fá lífskjör fólksins bætt með því að fara bónarveg- inn. (Frh) Ásmundur Einarsson íbúð óskast Mjög róleg einhleyp kona óskar eftir íbúð 2—3 herbergja eða stórri stofu og eldhúsi. Sími 18474. Húsnæði skast Vill ekki einhver leigja hjónum með 3 börn 2ja, 3ja eða 4ra herbergja íbúð. Erum á götunni. Einhver fyirframgreiðsla. Uppl. I síma 11699. Skrifborð Skrifborð, teak-klætt, til sölu. Verð samkomulag — Skólastræti 5. Starfsstúlkur Okkur vantar starfsstúlkur strax. Kexverksmiðjan Esja, Þverholti 13, sími 13600. Sendisveinn Sendisveinn óskast hálfan daginn H.f. Ölgerðin Egill Skallagríms- son, Ægisgötu 10. Lóðareigendur — byggingameistarar Stórvirk ýtuskófla ásamt vörubílum til leigu. Tökum að okkur að fjarlægja moldhauga og grjót og gröfum fyrir húsum. — Sími 14965 og að kvöldinu 16493. Vélsmiðjan Bjarg. Hannyrðakennsla Er byrjuð kennslu í flos og myndsaum. Ellen Kristvins, simi 16575. Stúlkur óskast Stúlkur óskast 1 bakarí. Uppl. i bakarii A. Bridde Hverfisgötu 39. Saumastúlkur 2 saumastúlkur óskast nú þegar á hraðsaumastofu. Upplýsingar i sima 24082. i Afgreiðslustúlka Afgreiðslustúlka óskast til starfa i kjötbúð nú þegar. Uppl. í kjöt- verzlun Tómasar Jónssonar Ásgarði 22. Sími 36730. Saumastúlkur Saumastúlkur óskast strax. Upplýsingar á verkstæðinu Vestur- götu 17. Andersen & Lauth h.f. Verkamenn — Verkamenn Öskum eftir að ráða verkamenn, mikil og löng vinna. Upplýs- vngar hjá Verk h.f., Laugavegi 105, sími 11380 Að utan — Framhald af bls. 8. með því að stjórnin fékk meiri hluta atkvæða. Nkomo viðurkennir alls ekki þessa stjórn og segir að at- kvæði hafi fengizt með ofbeldi og hótunum. Hann hefur síðan barizt með hnúum og hnefum gegn þessari ríkisstjóm og krefst tafarlaust sjálfstæðis. Nú hefur dregið tii alvarlegra átaka, sem Nkomo segist þó ekki eiga nokkurn þátt í, en þau hafa hins vegar fengið Sir Edgar til að banna ZAPU- flokkinn og kalla her mið-af- ríkanska sambandsins inn í landið til að „aðstoða við myndun borgaralegrar stjórn- ar í Suður-Ródesiu. Og ekki nóg með það. Fyrir þrem dögum var Nkomo hand- tekinn, og ómögulegt er að vita um eftirköst þess. Þetta ástand hefur svo aft- ur leitt til umræðna hjá Sam- einuðu þjóðunum, þar sem þvi hefur verið lýst svo alvarlegu, að þar er álitið að sjálfstæði Suður-Ródesíu sé knýjandi til að koma á friði og reglu í landinu. Af þessu má sjá að Joshua Nkomo stendur á tímamótum í ferli sínum sem þjóðarleið- togi. Síðasta virki - Frh. af 7. síðu: hið sama á sér skilja, að nú væri kominn tími til að hvítu íbúarnir snerust til varnar með öllum ráð- um. En þegar sambandsherinn sótti inn í borgina úr öllum áttum, lyppuðust þessar hetjur niður og var Walker hershöfðingi handtek- inn. Má nú vænta þess að hann verði leiddur fyrir rétt .sakaður um tilraun til uppreisnar gegn ríkinu. Nærfatnaöur Karlmanna og drengja, fyrirliggjandi l H MULLER GAMLA BÍLASALAN Hefur alltaf til sölu mik- ið af nýjum og eldri bfl- um af öllurn stærðum og gerðum, og oft litlar sem engar útborganir. v/Rauðará. Skúlag. 55 Sími 15812. GAMLA BÍLASALAN Skúlagötu 55 - Sími 15812 Millan H JÓLB ARÐ A VERKST ÆÐl Opið alla daga frá kl. 8 að morgni til 11 að kvöldi. Viðgerðir á alls konar hjólbörð um. Fljót og vönduð vinna. Seljum einnig allar stærðir af hjólbörðum. Hagstætt verð. — Reynið viðskiptin Millan Þverholti 5. ^ Hárlagningarvökvi og hárlakk á glösum og brúsum í mörgum stærðum. Heimapermanent og Shampo í miklu úrvali. SNYRTIVÖRUBÚÐIN LAUGAVEGl 76 . Sími 12275 Nýkomið Terrelyne-drengjabuxur í fallegu litaúrvali. Síðbuxur telpna og unglinga. Ódýrar — sterkar. ,, rf'íf } . < M II b bvUdfn Aðalstræti 9 Ballettskólinn íAyj Laugavegi 31 (áður Tjarnargötu 4) Kennsla hefst mánudag- inn 8. október. — Nem- endur gjöri svo vel og greiði skólagjald fyrir 10 vikna námskeið að Laugavegi 31, 4. hæð, í dag, föstudag og laugar dag kl. 4—7. Börn komi með stundaskrár. ATH.: Nýjum nemendum ekki bætt við eftir að námskeiðið hefst. fwtfoonÍAJcó HERRADEILD Auglýsing i VISI eykur vidskiptin

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.