Vísir - 12.10.1962, Síða 8

Vísir - 12.10.1962, Síða 8
8 VÍSÍR Föstudagur 12. október 1962. Utgefandi: Blaðaútgáfan VlSIR. Ritstjórar: Hersteinn Pálsson, Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson. Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen. Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3. Áskrifstargjald ei 55 krónur á mánuði. 1 lausasölu 4 kr. eint. — Sími 11660 (5 línur). Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f. Skeytið sem aldrei var sent Forseti Alþýðusambandsins, Hannibal Valdemars- son, reynir í gær að afsaka þann hálfs mánaðar drátt, sem orðið hefur á því að A. S. í. aflaði sér samnings- umboðs í síldveiðideilunni. Forsetinn hengir hatt sinn á það, að Vísir sagði að með því að draga að „skipa“ nefndina hefði A. S. í. hindrað lausn síldveiðideil- unnar. Hvort orðið, „skipa“ eða „mynda‘‘, er notað í þessu sambandi, skiptir engu máli. Kjarni málsins er sá, að A. S. í. átti að hafa forgöngu um að samninganefnd sjómanna væri skipuð og gæti tekið til starfa. Með öðrum orðum: það eina, sem A. S. í. þurfti að gera, var að hafa samband við sjómannafélögin og fá samn- ingsumboð þeirra. Þetta verkefni leysir A. S. í. síðan á þann snilldar- lega hátt, að forseti þess sezt við skrifborð og ritar félögunum víðs vegar um land bréf um málið. Og bíð- ur síðan eftir bréfi frá hinum mörgu félögum! Maður skyldi halda að Hannibal Valdemarsson hefði aldrei heyrt getið um tækninýjung eina, sem heitir ritsími. Skyldi forseta A. S. I. ekki heldur hafa verið það ljóst, að hver og einn einasti dagur, sem líður án þess að lausn deilunnar náist, þýðir 5—10 millj. króna tap fyrir þjóðarbúið? Hver trúir því að jafn gáfaður maður og Hannibal hafi ekki munað eftir því, þegar hann tók sér pennann í hönd? Hér talar maðurinn, sem hótaði Reykvíkingum því á Lækjartorgi 1955, að taka rafmagnið af sjúkrahús- unum og frystihúsum landsins. Ábyrgðin á hálfs mánaðar samningsdrætti hvílir hvorki á sjómönnum né útgerðarmönnum. Hún hvílir á manninum, sem vanrækti að senda skeytið. Skattablekking Stundum verður manni hugsað til þess að of mörg dagblöð séu gefin út á íslandi. í gær gafst tilefni til slíkra hugleiðinga. Þá sneri Þjóðviljinn hlutunum gersamlega við og braut svo rækilega lögmál heiðarlegrar blaðamennsku, að við lá að hann bætti eigið met í óheiðarlegum fréttaflutningi. Á forsíðunni er frá því skýrt, að skattar og tollar hækki um nær 350 milljónir króna. Nú er það hins vegar staðreynd, að hvorki skattar né tollar eru hækkaðir. Þeirri staðreynd hagga ekki fullyrðingar Þjóðviljans. Einungis er gert ráð fyrir hærri ríkistekjum sökum aukins innflutnings. Um enga skatta eða tollahækkun á almenningi er þar að ræða. Þreytast Þjóðviljamenn aldrei á því að rita gegn betri vitund? © gUMIR kalla Húna- vatnssýslu Texas. Hún státar ekki síður í af hestum og bardaga- fólki en Skagafjarðar- sýsla. Hún er líka sögu- leg fvrir fleira, gott sem illt. Þetta blendna, sem 1® hefur loðað við staðblæ- inn þar um slóðir, hefur grunnhyggið fólk af öðr um landshlutum annað hvort misskilið eða ótt- azt nema hvort tveggja sé. Espólín ver löngum kafla í frásagnir af óöld í Húnavatnssýslu á 18. og 19. öld, þegar morð og rán voru algeng eins og á vígaöld. Húnvetnsk einstaklingshyggja gat og getur komið illa fram á sýslu Það þykir voðalegt, að fátæk- ur stoltur húnvetnskur einyrki hafi á 19. öld hnuplað sauði frá sér ríkari nágrannabónda til að bjarga börnura sínum frá hung- urdauða, en á tuttugustu öld í dag virðist almenningur sljór fyr- ir því eða álítur það ekki ýkja ó- siðnæmt, þótt heilir milljóna- sjóðir hverfi ofan í vasa á ein- hverjum Bör Börssyni hjá nú- tímafyrirtæki. Það er ekki álitinn þjófnaður, heldur kannski leið- inlegt eða klaufalegt eða jafnvel bara óheppni, að það skuli nokkru sinni hafa komizt upp. í lok veizl „Við erum veraldarmenn hér i Húnavatnssýslu“. * Þeir riðu hægt eins og herfor- ingjaráð úr riddaraliði. pappírnum. 1 hallæri gerðu bú- endur uppreisn gegn lífskjörum sinum og áttu til að grípa til ó- heillavænlegra ráða til að bjarga sér og sínum. Þessar sögur eru alltaf að gerast aftur, hvar sem er, nú á tímum, aðeins í breyttri mynd, og svo er kominn tízku- bundinn yfirdrepsskapur til að- stoðar, svo að hægt sé að breiða yfir óhæfuna. © TjJÓÐVEGURINN norður yfir heiðar er orðinn spilltur af veðrum haustsins. Það er fyrsti október, og stóð- réttardagur í ískyggilegu sýsl- unni fyrir norðan. Við Lækjamót sjást ríðandi menn á ferð fram undan. Klukk- an er orðin margt. Kúplingsarm- 1

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.