Tölvumál


Tölvumál - 01.03.1997, Qupperneq 3

Tölvumál - 01.03.1997, Qupperneq 3
Ritstjórnarpistill EFNI 5 Skýrsla formanns fyrir árið 1996 HaukurOddsson 9 Nokkur orð um útflutning hugbúnaðar Kjartan Ólafsson 12 Útflutningur á Nervus kerfinu Egill Másson 14 Baldur Jónsson heiðursfélagi í SÍ 15 Útflutningur hjá Kerfi hf. Björn Z. Ásgrímsson 17 Útflutningur hugbúnaðar Vilhjálmur Þorsteinsson 19 Kynning - Tæknival hf. Upplýsingatækni til framfara Gunnar Leó Gunnarsson 20 Kynning - Skýrr hf. Gögnum breytt í gull með vöruhúsi gagna Björn Snær Guðbrandsson 22 Frá orðanefnd Stefán Briem 24 Kynning - EJS hf. Microsoft hleypir Office 97 af stokkunum Skúli Valberg Ólafsson 25 Markaðssetning á Internetinu Pétur Pétursson 27 íslensk uppboðsþekking seld til Bandaríkjanna Ingvar Örn Guðjónsson 29 Reynsla af útflutningi afgreiðslukerfa Pál Hjaltason 31 Tillaga til þingsályktunar Á síðasta aðalfundi Skýrslutæknifélagsins voru samþykktar nýjar samþykktir fyrir félagið. Samkvæmt þeim var ritstjóri Tölvumála nú kosinn beinni kostningu á aðalfundinum en hann var áður skipaður af stjórn félagsins. Með þessu hefur ritstjórn blaðsins öðlast meira sjálfstæði en áður og ætti það að vera til bóta og er tvímælalaust tífnanna tákn þar sem nú er almennt viðkennt að ábyrgð og völd skuli fara saman. Þó má ekki skilja orð mín svo að til þessa hafi ritstjórninni verið sniðinn of þröngur stakkur af stjórn Skýrslutæknifélagsins, því svo hefur ekki verið, heldur gerir þetta allt starf ritstjómarinnar mun sveigjanlegra og um leið meira krefjandi. Núverandi ritstjórn blaðsins hefur í hyggju að brydda upp á ýmsum nýjungum í efnisvali blaðsins og hugsanlega á fleiri sviðum og munu þær líta dagsins ljós í næstu tölublöðum blaðsins og vonum við að lesendum þess muni líka þær. Ekki er að efa að Tölvumál er góður vettvangur fyrir þá sem vilja koma á framfæri efni á sviði upplýsingatækni sem þeir búa yfir. Við í ritstjórninni viljum því skora á lesendur blaðsins og aðra að nýta sér þennan vettvang og hafa samband við einhvem af meðlimum ritstjómar blaðsins eða framkvæmdastjóra Skýrslutæknifélagsins á skrifstofu þess vilji þeir koma efni í blaðið sem tengist upplýsingatækni. Nú nýlega birtust fréttir af því að útflutningur á tölvuhugbúnaði frá landinu hafi stóraukist á síðustu árum. Þetta em sannarlega ánægjulegar fréttir og ættu að hvetja alla þá, sem hyggjast hasla sér völl á þessu sviði, til dáða. Meðal efnis í þessu tölublaði Tölvumála er umfjöllun nokkura aðilar, sem staðið hafa í útflutningi hugbúnaðar, um reynslu sína. Er það von okkar í ritstjóminni að sú umfjöllun geti nýst lesendum blaðsins hyggist þeir hasla sér völl á þessu sviði. Gísli R. Ragnarsson TÖLVUMÁL Tímarit Skýrslutæknifélag íslands Tölvumál er vettvangur umræðna og skoðanaskipta um upplýsinga- tækni sem og fyrir málefni og starfsemi Skýrslutæknifélagsins. Óheimilt er að afrita á nokkurn hátt efni blaðsins að hluta eða í heild nema með leyfi viðkomandi greinahöfunda og ritstjórnar. Blaðið er gefið út 6 sinnum á ári í 1.100 eintökum. Prentun: ísafoldarprentsmiðja Aðsetur: Barónsstígur 5 101 Reykjavík Sími: 551 8820 Bréfsími: 562 7767 Heimasíða SÍ: http ://ww w. s ki m a. i s/sky/ Netfang: sky@skima.is Ritstjóri og ábm.: Gísli R. Ragnarsson Aðrir í ritstjórn: Agnar Björnsson Einar H. Reynis María Ingimundardóttir Ólöf Þráinsdóttir Umbrot: Svanhildur Jóhannesdóttir Áskrift er innifalin í félagsaðild að Skýrslutæknifélagi íslands. Tölvumál - 3

x

Tölvumál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.