Tölvumál


Tölvumál - 01.03.1997, Síða 7

Tölvumál - 01.03.1997, Síða 7
TOLVUMAL meðaltali færri þátttakendum - þó eins og áður sagði hafi heildar- fjöldi gesta verið meiri en nokkur sinni. 1 öðru lagi var afkoma Tölvumála mun lakari en ráð var fyrir gert. Kostnaður jókst en aug- lýsingatekjur drógust saman. Af ofansögðu má ráða að standa þarf stöðugan vörð um reksturinn og halda kostnaði í lág- marki og kvika hvergi frá þeim ásetningi að bæta stöðu félagsins ár frá ári. Það hefur verið vilji stjórnar að gæta aðhaldssemi í fjármálum og taka ekki stóra áhættu. Ég á von á að svo verði enn um sinn. Skrifstofan Það hefur verið á stefnuskrá undanfarinna tveggja ára að gera skrifstofu félagsins að meiri mið- punkti í starfsemi þess. Nokkur árangur hefur náðst en að þessu marki verður að vinna áfram og hana verður að gera sýnilegri. Skrifstofan er nú tengd Intemetinu og sett hefur verið upp heimasíða. Heimasíða félagsins er langt frá því að vera eins og best gerist. Það er félagi sem kennir sig við upp- lýsingatækni ekki til sóma að svo sé. Líta verður á hana eins og hverja aðra útgáfustarfsemi og vanda til hennar eins og kostur er. Stefnumörkun Á haustdögum 1995 var skipuð nefnd á vegum ríkisstjórnarinnar um stefnumörkun á sviði upplýs- ingatækni. Yfirskrift starfsins var „Island og upplýsingasamfélagið“ og afurðin, sem leit dagsins ljós nú á haustdögum, fékk nafnið „Fram- tíðarsýn ríkisstjórnar Islands um upplýsingasamfélagið“. Ég tók þátt í þessu starfi fyrir hönd félags- ins. Ég verð að lýsa ánægju minni með bæði hvernig staðið var að málum og með niðurstöðu vinn- unnar. Hér var að mínu mati stigið mjög stórt skref í að færa upplýs- ingatækni inn í umræðuna og skipa henni þann sess sem hún þarf. Að sjálfsögðu er það þannig að stefna og markmiðið er eitt, en fram- kvæmdin annar handleggur. En án markmiðs og stefnu er ekki von á miklu. Samþykktir í samræmi við markmið var skipuð nefnd um endurskoðun samþykkta félagsins. Gömlu sam- þykktirnar þóttu komnar nokkuð til ára sinna og ekki í takt við það sem almennt gerist. I nefndinni sátu auk mín þau Ágúst Úlfar Sigurðsson, Kjartan Olafsson og Hulda Guðmundsdóttir. Þetta starf gekk með ágætum og lauk hóp- urinn störfum í lok október og skilaði tillögum til stjórnar fyrir mánaðarmótin október - nóvember eins og frestur í gömlu samþykkt- unum gerði ráð fyrir. Lokaorð Eins og sagði í upphafi var mikið staifað á liðnu ári og af nógu að taka. Ég ætla ekki að hafa fleiri orð um starfsemi síðasta árs og vfsa í viðauka við skýrslu mína. Ég hef verið formaður félagsins í 2 ár og það verður að segjast eins og er að starfið er stundum ansi tímafrekt - en það hefur verið afar gefandi og skemmtilegt. Eins og þið sjáið ætla ég að gefa kost á mér aftur í sæti formanns. Á liðnu ári hefur setið með mér í stjóm úrvalsfólk. Að venju hverfa nokkrir úr stjórn. Að þessu sinni eru það þau: Þórður Kristjánsson, sem gegnt hefur starfi ritara, og Sæmundur Sæmundsson, sem gegndi starfi varamanns, sem hverfa á braut. Þeim, sem og öðrum stjórnar- mönnum, vil ég fyrir hönd félags- ins þakka framlagið og fyrir mína hönd þakka ég samstarfið. Einnig vil ég fyrir mína hönd og stjórnar þakka framkvæmda- stjóra félagsins fyrir góð störf og gott samstarf. Álag á skrifstofu félagsins hefur aukist með auknu starfi og þar með kröfur til fram- kvæmdastjórans. Að lokum vil ég þakka öllum þeim fjölmörgu sem lagt hafa hönd á plóginn fyrir þeirra framlag. Haukur Oddsson erforstöðu- maður tölvu- og upplýsinga- deildar Islandsbanka. Punktar... DVDístað VHS og CD-ROM Núna er verið að gera því skóna að þegar DVD - Digital Video Disc - nær fótfestu á markaðnum muni VHS verða úrelt og fara að lokum sömu leið og Betan sáluga. DVD diskar hafa sama snið og geislaplötur en eru tvíhliða og geta geymt kvikmynd í fullri lengd eða 17 gígabæti af gögnum, en það er sjöfalt meira en CD-ROM sem eru í einmenningstölvum nútímans. Því er spáð að DVD muni útrýma CD-ROM í einmenn- ingstölvum á næstu tveimur árum en spilarar muni geta lesið bæði DVD og CD-ROM. Því er einnig spáð að DVD muni þurrka út VHS á næstu fimm árum en reyndar gæti þetta verið fullmikil bjartsýni því engar fréttir hafa borist af því hvort til verði DVD drif sem geti skrifað á slíka diska á sama hátt og hægt er að taka upp á VHS spólur. MARS 1997 - 7

x

Tölvumál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.