Tölvumál - 01.03.1997, Qupperneq 8
TÖLVUMÁL
Stjórn Skýrslutæknifélags íslands
kjörin á aðalfundi félagsins 31. janúar s.l.
Frá vinstri: Heimir Sigurðsson, meðstjórnandi, Laufey Erla
Jóhannesdóttir, gjaldkeri, Oskar B. Hauksson, meðstjórnandi,
Svanhildur Jóhannesdóttir, framkvœmdastjóri, Haukur Oddsson,
formaður, Hulda Guðmundsdóttir, ritari, Gunnar Sigurðsson,
varamaður, Douglas Brotchie, varaformaður og Eggert Ólafsson,
varamaður.
Plássleysi
Nýjar félagssamþykktir, sem samþykktar voru á aðalfundi
Skýrslutæknifélagsins í janúar, munu birtast í næsta blaði. Meira efni
frá aðalfundi bíður birtingar.
X 70
Sjötugfaldar
útflutningstekjur
Útflutningstekjur íslenskra
hugbúnaðarfyrirtækja hafa
nærfellt sjötugfaldast frá árinu
1990 að því er fram kemur í
nýjasta hefti af hagtölum
mánaðarins. Þær voru um 12
milljónir árið 1990 en um átta
hundruð og fjórtán milljónir á
síðasta ári og er þá í báðum
tilfellum miðað við verðlag
ársins 1996.
Tekjur stórra fyrirtækja
eins og Marels sem flytur út
tölvuvogir og Kögunar, sem
leigir út vinnu starfsmanna
sem vinna að gerð hugbúnaðar
erlendis, eru ekki taldar með.
Tekið er fram í greininni um
hagtölur mánaðarins að erfitt
sé að afla nákvæmra talna á
þessu sviði og því verði að líta
á þær tölur sem birtar eru sem
vísbendingu um þróunina sem
átt hefur sér stað á undan-
förnum árum.
Fre'tt í Ríkisútvarpinu
Punktar...
Hljóð og mynd á
Netinu
Oft er sagt Internetið verði
allsherjar miðill fyrir hvað
eina. Fyrir utan hefðbundanar
heimasíður með texta og kyrr-
myndum er hægt að hlusta á
hundruð útvarpsstöðva um
Real Audio hugbúnaðinn. í
gegnum hraðar fastar línur og
um Samnetið eru hljóðgæðin
alveg prýðileg þó hljóðflutn-
ingur geti verið slitróttur á
álagstímum. Tenglar eru
www.realaudio.com og
www.audionet.com og
dágóður listi er á síðunni
www.tv.is/asgeir (og http://
mac.tv.is/asgeir/
utvsjonv.html).
En það er ekki nóg með það
heldur er hægt að skoða video
í rauntíma um Netið. Það sama
gildir og um hljóðið að sam-
bönd þurfa að vera greið svo
vel gangi en engu að síður er
þetta vísbending um það sem
koma skal. Tenglar eru
www.precept.com og
www.vivo.com og þar má
nálgast skoðara fyrir Win-
dows. Bandbreidd? Aukið
álag? Hvað er nú það...?
Síðan eru til talandi heima-
síður. Þá er óþarfi að leggja
alla bandbreidd undir flutn-
inginn á talinu þvi tölvan les
sjálf textann. Þetta er gert í
Makkanum með kerfisvið-
bótinni Plaintalk og Plug-in
sem heitir Talker. Tengill fyrir
þetta er
www.mvpsolutions.com/
PluglnSite/Talker.html.
8 - MARS 1997