Tölvumál


Tölvumál - 01.03.1997, Page 10

Tölvumál - 01.03.1997, Page 10
T • Gera áætlun um fjármögnun og greiðsluflæði. Að lokinni athugun á ofan- greindum þáttum er tekin ákvörð- un um framhaldið. Ef niðurstaðan virðist ganga upp er útbúin fram- kvæmdaáætlun sem reynt er að starfa samkvæmt. Við skulum gera okkur fulla grein fyrir því að þau svör sem við gefum okkur í dæm- inu hér að framan eru ekki endan- leg vísindi og, eðli málsins sam- kvæmt, byggjast niðurstöðurnar að talsverðu leyti á innsæi okkar og reynslu. Verkefnið allt felur því í sér talsverða óvissu og áhættu. Eftir að ákvörðun um útflutn- ing og dreifingarmáta hefur verið tekin, er æskilegt að gera fram- kvæmdaáætlun. Æskilegt er að leita ráða bæði hjá þeim sem hafa nokkra reynslu af útflutningi og eins hefur Utflutningsráð á að skipa sérfræðingum sem reynst hafa mörgum vel. I fyrra samein- uðust nokkur íslensk fyrirtæki um bás á alþjóða tölvusýningunni í Hannover með aðstoð Útflutn- ingsráðs. Þátttaka í slíkum sýn- ingum getur verið ómetanleg, en fyrst og fremst fyrir þau fyrirtæki sem náð hafa nokkurri festu í útflutningi og hafa orðið getu til að bregðast við og vinna úr þeim samböndum sem geta myndast á slíkum sýningum. Reynsla okkar Við hjá Fakta höfum undan- farið þróað skel ofan á stýrikerfi IBM AS/400 sem birtist notanda sem valmyndarkerfi en er í raun söfnun og úrvinnsla fyrir álags og upplýsingastjórnun. Kerfið fékk strax góðar viðtökur á innanlands- markaði, svo við ákváðum að þróa það frekar til útflutnings. Til að auðvelda aðlögun tókum við alla texta úr forritum og settum í sjálf- stæðar hliðarskrár, þannig að þýð- ingar yrðu sem auðveldastar, auk þess voru aðrar breytingar gerðar. Ö L V U M Á Leit að hentugum markaði tók nokkurn tíma með fjölda bréfa- skrifta, loks tókust samningar við finnskt hugbúnaðarfyrirtæki sem við höfum átt gott samstarf við. Við erum nú nýverið komnir með útgáfu 6.0 sem við bindum vonir við í útflutningi. Við tókum þá ákvörðun að selja kerfið á mjög sanngjömu verði hér á innanlandsmarkaði, þannig að við fengjum góða útbreiðslu og betri svörun frá markaðnum en ella. Eins tókum við ákvörðun um að prufukeyra hugbúnaðinn hér í nokkra mánuði áður en við afhend- um hann erlendis, þannig að tryggt væri að ekki kæmu upp villur þar. Það sem kom okkur mest á óvart var hversu langan tíma allt ferlið tekur frá því að ákvörðun um útflutning er tekin þar til fyrstu sölurnar fara að skila sér. Okkar ráð er að vanda vel allan undirbúning, velja sér takmarkað markaðssvæði en reyna ekki að taka markaðinn með trompi. Alls ekki að hefja ótímabæra markaðs- setningu sem síðan er ekki unnt að fylgja eftir með sölu og eftirfylgni. Ná þekktu fyrirtæki sem unnt er að nota síðar til tilvitnanna. Helstu annmarkar Þó við Islendingar höfum mikla möguleika á þessu sviði er því ekki að leyna að við okkur blasa einnig nokkrir erfiðleikar umfram þá sem sumar af samkeppnisþjóðum okkar standa frammi fyrir. Þeir helstu eru: • Miklar sveiflur í framboði og eftirspurn á hæfu hugbúnaðar- fólki • Ferðakostnaður vegna fjar- lægðar frá markaði • Hár símakostnaður við útlönd • Skortur á áhættufjármagni og lánsfé • Andsnúnar afskriftareglur þegar þróunartími er langur • ísland hefur ekki hátækni ímynd L Tækifæri fyrir þig? En jafnvel þó einhverjir erfið- leikar séu fyrirséðir, þá tel ég að við eigum mikla möguleika á út- flutningi. I gangi er fjöldi efnilegra kerfa sem eiga fullt erindi á erlend- an markað en enginn hefur látið sér til hugar koma að gera að útflutningsvöru. Kannski lumar þú á einu slíku, hvernig væri að velta málinu fyrir sér? Kjartan Ólafsson er fram- kvœmdastjóri Fakta ehf Punktar... IBM tölvur með fjarstýringu Nýlega setti IBM á markað nýjar einmenningstölvur undir heitinu Aptiva, en það er röð margmiðlunartölva ætlaðar heimilum. Með nýju tölvunum fylgir tjarstýring sem nota má til að rápa um Intemetið og/ eða stjórna geislaspilara tölv- unnar. Einnig er í tilteknum gerð- um Aptiva raddgreinibúnaður svo tölvan geti stjórnað heimilistækjum samkvæmt munnlegum fyrirmælum! (Skyldi það gilda um ryk- sugur?). Tölvurnar eru sumar hverjar með mjög hröðum örgjörvum og innifalin eru 33,6 kb/s mótöld sem breyta má til að taka við hinni 56 kb/ s tækni. 10 - MARS 1997

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.