Tölvumál - 01.03.1997, Side 13
TÖLVUMÁL
láni að fagna að geta kynnt
hugbúnað sinn á heimamarkaði
áður en útflutningur hófst. Öll
þróun fer fram í nánu samstarfi við
lykilviðskiptavini, en þeir eru sem
sagt staðsettir erlendis. Þetta er
vissulega fjötur um fót þó bylting
r samskiptatækni hafi breytt miklu
þar um. Fyrstu árin eftir að sala
hófst var þjónustu og sölu sinnt frá
íslandi. Eftir því sem viðskipta-
vinum fjölgaði óx þörfin fyrir
þjónustu við viðskiptavini. Slík
þjónusta er vandveitt nema tækni-
menn séu sendir á viðkomandi
stað. Þar sem ferðalög frá íslandi
eru dýr, en fyrst og fremst tíma-
frek, var ákveðið að stofna dóttur-
fyrirtæki á Bretlandi og flytja
þjónustu-, markaðs- og sölu-
starfsemi þangað. Þetta hefur gefið
góða raun.
Markaðir Taugagreiningar
hafa verið um tugur landa í
Norður- og Vestur-Evrópu. Fyrir-
tækið hefur náð mjög góðum
árangri á þessu markaðssvæði og
í dag er heilariti fyrirtækisins í
notkun á yfir 100 sjúkrahúsum í
þessum löndum. Næstu skref í
markaðssókn eru önnur lönd í
Evrópu, Norður- og Suður-Amer-
íka og Asía. Slík markaðssókn
verður fjárfrek. Af þessum sökum
var ákveðið að ganga til samninga
við eitt stærsta fyrirtækið á þessum
markaði, Medelec Ltd., sem er
hluti af hinni bresku Vickers
samsteypu. Medelec mun leggja
Punktar...
XXX-myndir, XXL-
símareikningar
Hundruð Internet notenda
í Bandaríkjunum sem voru að
leita að klánrmyndum fengu
annað og meira að auki, sem
voru gríðarháir símareikn-
niður eigin þróun á heilariti og
hefja markaðsfærslu, sölu og
þjónustu á Nervus kerfinu í stað
eigin kerfis. Þetta þýðir að í einni
svipan hefst sala á kerfinu um víða
veröld. Það er nokkur árangur fyrir
lítið fyrirtæki í útjaðri Evrópu.
Útflutningur
hátæknivöru
Hvað aðgreinir útflutning há-
tæknivöru frá annarri vöru? Það
fer algerlega eftir því hvemig vara
á í hlut. Afurðir Taugagreiningar
eru lækningatæki sem eru seld á
litlum markaði. Stærð markaðar-
ins gerir að verkum að nauðsynlegt
er að ná nokkurri útbreiðslu land-
fræðilega. Að auki gerir stærð Is-
lands það að verkum að heima-
markaður er nánast ekki fyrir
hendi. Þetta hefur í för með sér að
hefja verður markaðssókn beint til
útlanda; afurðir fá ekki að slíta
barnsskónum á heimamarkaði.
Önnur afleiðing er að samskipti
við viðskiptavini verða erfiðari en
ella. Það hefur hins vegar einnig
nokkra kosti að vera á lækninga-
tækjamarkaði, t.d. er notkun lækn-
ingatækja frekar einsleit landa á
milli. Þama koma staðlar að miklu
gagni.
En hví skyldu menn þá fram-
leiða hátæknivörur hérlendis? Þar
kemur til hlutfallslega lágur launa-
kostnaður og mikið framboð af vel
ingar. Þetta gerðist þannig að
á tilteknum miðlurum var not-
endum tjáð að til að konrast í
klámmyndirnar yrði fyrst að
sækja sérstakan hugbúnað.
Þeir sem það gerðu urðu ekki
varir við það að aðfengna for-
ritið breytti stillingunum á
mótaldinu. Eftir það sleit mót-
aldið línuna og hringdi þess í
stað í símanúmer í Moldavíu,
sem er austan við Rúnrenru.
Mínútugjaldið þangað frá
Bandaríkjunum er allt að 210
menntuðu fólki. Einnig virðist
hugbúnaðargerð falla vel að skap-
gerð Islendinga, eins og prófessor
Oddur Benediktsson hefur bent á.
Stjórnvöld
Ekki verður komist hjá því að
nefna að lokum tvennt sem stjórn-
völd geta gert til að greiða veg hug-
búnaðargerðar í landinu. Það er
fátt nýtt undir sólinni í þeim efnum.
Stjórnvöld eiga og verða að
tryggja eðlilega uppbyggingu
„infra-strúktúrs“ og þá er fyrst og
fremst átt við samkipti innanlands
og við útlönd. Lítið og landfræði-
lega einangrað land á ekki að vera
aftarlega á merinni r þessum efnum
og ekki heldur í meðallagi gott.
ísland á að vera í fremstu fylkingu,
ef ekki í fararbroddi.
Stjórnvöld eiga, og verða, að
tryggja að framboð á vel menntuðu
starfsfólki sé nægilegt. Allir vita
að menntun er mikilvægasta fjár-
festingin, þótt stundum virðist
langur vegur á milli ásetnings og
framkvæmdar í þeim efnum. Efl-
ing menntakerfis og hvatning ungs
fólks til náms eiga að vera for-
gangsmál okkar íslendinga.
Egill Másson erframkvœmda-
stjóri Taugagreiningar hf.
kr. og þar senr sumir tölvunot-
endur slökkva aldrei á tölvum
sínum, stóðu sum sínrtölin yfir
í rnarga sólarhringa. Sérstök
eftirlitsstofnun í Bandaríkjun-
um hefur lokað fyrir þessa
starfsemi og kært þrjá menn
fyrir vil landi auglýsingar. Þeir
sem fengu reikningana risa-
vöxnu verða að greiða þá og
eiga ekki von á neinunr bótum.
MARS 1997 - 13