Tölvumál


Tölvumál - 01.03.1997, Síða 16

Tölvumál - 01.03.1997, Síða 16
TOLVUMAL lýsingakerfum. Ein helsta skýr- ingin á þessu er líklega sú að fær- ustu hugbúnaðarmenn í þessum löndum hafa fremur einbeitt sér að arðbærari viðskiptamönnum eins og fjármálastofnunum, efna- og bílaiðnaði. Því eru umtalsverðir útflutningsmöguleikar í að byggja upp upplýsingakerfi matvæla- fyrirtækja frá gögnum til upp- lýsinga (Data Warehousing). Vax- andi þrýstingur er á öll matvæla- fyrirtæki hvar sem er í heiminum um sffellt meiri gögn um fram- leiðsluferli afurðanna, svo sem um gæðaskýrslur og rekjanleika. Þetta mun kalla fram aukinn „upplýs- ingaþorsta“ og vaxandi möguleika hugbúnaðarfyrirtækja ef rétt er haldið á málum. Það verður einnig að gera sér grein fyrir því að útflutningstarf er langtíma vinna og þar þarf að sýna þolinmæði og þrautseigju bæði meðal starfsmanna og hlut- hafa. Stjórnendur fyrirtækja verða að vinna umtalsverða heimavinnu áður en „farið er í víking“. Eftirfarandi þarf að skoða vel: • Langtíma markmið • Sterkar og veikar hliðar • Ognanir - tækifæri • Fjármögnun • Samtarfsaðilar • Væntanlegur árangur Það eru rétt um tvö ár síðan að stjórnendur Kerfis hf. ákváðu að kanna til hlítar hvaða möguleikar væru á útflutningi. Fyrsta árið (1995) var engin sala, en árið var vel nýtt í ýmiskonar heimavinnu og endurskipulagningu fyrirtækis- ins til að gera það betur í stakk búið fyrir þróttmikið útflutnings- starf. Akveðið var á síðasta ári að taka þátt í verkefni Utflutningráðs sem nefnist útflutningsaukning og hagvöxtur og hefur sú vinna verið mjög uppbyggjandi og jákvæð. Seinni hluta síðasta árs fór árangur að koma í ljós og var 8% af veltu fyrirtækisins til útflutnings. Útlit er fyrir verulega aukningu út- flutnings á þessu ári. Samninga- viðræður standa nú yfir varðandi ákveðin verkefni sem væntanlega leiðir til tvöföldunar útflutnings- tekna fyrirtækisins, þannig að hlutfall þeirra af veltu ársins 1997 gæti orðið 15-20%. Kerfi hf. hefur ákveðið að taka þátt í European Sefood Exhibition sem haldið verður í Brussel 15 apríl nk. Það verður fyrsta þátttaka fyrirtækisins á sýningu erlendis sem mun tvímælalaust verða mjög öflug kynning fyrir vel skilgreind- an markhóp þess. Kerfi hf. verður þar þátttakandi á íslenskum þjóð- arbás sem skipulagður er af Út- flutningsráði. Á því svæði verða helstu útflutningsfyrirtæki landsins og er það tvímælalaust styrkur fyrir öll fyrirtækin, hversu langt sem þau eru komin á útflutnings- brautinni, að standa saman að sýningum á erlendri grund. í þeirri miklu útrás sem nú á sér stað meðal íslenskra sjávarútvegs- fyrirtækja og fyrirtækja tengdum honum er enn hægt að auka sam- starfið þeirra á milli, sem leitt gæti til markvissari árangurs af út- flutningsstarfi margra fyrirtækja. Björn Z. Asgrímsson erfram- kvæmdastjóri lijá Kerfi hf. 16 - MARS 1997

x

Tölvumál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.