Tölvumál - 01.03.1997, Page 17
TÖLVUMÁL
Utflutningur hugbúnaðar
Effir Vilhiáinn Þorsfeinsson
CODA á íslandi
í nóvember síðastliðnum var
gengið frá samningum milli eig-
enda íslenskrar forritaþróunar hf.
og breska hugbúnaðaifyrirtækisins
CODA Group plc um kaup þess
síðarnefnda á Windows-hugbún-
aði ÍF. í kjölfarið var sett upp sjálf-
stætt fyrirtæki hér á landi í eigu
CODA, CODA d íslandi elif. Þetta
fyrirtæki hefur á að skipa 10
manna starfsliði. Það mun vinna
að áframhaldandi þróun hugbún-
aðarins, sem hefur fengið nafnið
CODA-Enterprise.
Framkvæmdastjóri hins nýja
fyrirtækis er Örn Karlsson, en
starfsheiti undirritaðs er Principal
Technical Specialist. Hálfdan
Karlsson, sem var framkvæmda-
stjóri Islenskrar forritaþróunar hf.,
fer til starfa hjá CODA Inc. í
Bandaríkjunum sem aðstoðar-
forstjóri (Vice President).
CODA Group plc
CODA Group plc er almenn-
ingshlutafélag og mikilsvirt á sviði
bókhalds- og viðskiptahugbúnaðai'
fyrir stærri fyrirtæki. Hjá því
starfa um 480 starfsmenn í 25
skrifstofum í 14 löndum. Stærstu
markaðir þess eru á Bretlands-
eyjum, í Bandaríkjunum, í
Benelúx-löndunum og í Frakk-
landi. Þá er mikill vöxtur á Asíu-
markaði, þar sem fyrirtækið er
með skrifstofur í Singapore,
Ástralíu, Nýja-Sjálandi og nýja
skrifstofu í Malasíu. Meðal
þekktra viðskiptavina fyrirtækisins
eru Caterpillar, Newsweek, United
Distillers, Nedlloyd, P&O, Avon
Products, Swiss Bank Corpora-
tion og SBC Warburg.
CODA hefur einkum lagt
áherslu á fjárhags-, viðskipta-
manna- og lánardrottnabókhald
(Financials). Biðlara/miðlarakerfi
CODA vinnur á IJNIX eða NT
þjónum og Windows útstöðvum.
Öll samskipti eru eftir TCP/IP
staðli. CODA vinnur með öllum
helstu gagnagrunnum, þar á meðal
Microsoft SQL Server, Oracle og
Sybase.
CODA hafði, eins og flest
önnur bókhalds- og viðskiptahug-
búnaðarfyrirtæki á Bretlands-
markaði, talsverð samskipti við
hinn þekkta ráðgjafa Dennis Keel-
ing. Við hjá IF höfðum kynnst
Keeling árið 1990 á evrópskri
ráðstefnu um viðskiptahugbúnað.
Einnig hlýddum við á stórgóðan
fyrirlestur hans á sýningunni Soft-
World in Accounting í Birming-
ham árið 1995. Þegar við vorum
að leggja á ráðin urn markaðssókn
ÓpusAllt hugbúnaðar í Skotlandi
þótti okkur tilvalið að leita ráða
hjá Keeling. Við ákváðum að
bjóða honum að koma til íslands
og skoða hugbúnaðinn okkar. Það
gerði hann í apríl á síðasta ári og
leist vel á það sem við höfðum
fram að færa, einkum Windows-
hugbúnaðinn, sem hann taldi um
margt eftirtektarverðan. Hann
sagðist eiga kunningja í bransan-
um í Bretlandi sem myndu hafa
áhuga á að heyra um okkur og okk-
ar vörur, og að hann myndi hafa
samband við þá þegar hann kæmi
heim til sín. Við það stóð hann og
var Robert Brown forstjóri CODA
Group fyrsti maðurinn sem hann
hringdi í.
Fyrirtæki stofnað
Eftir nokkra fundi með full-
trúum CODA var ljóst að vörur
fyrirtækjanna áttu afar vel saman
og að áhugi á samstarfi var fyrir
hendi af beggjahálfu. Smiðshögg-
ið var svo rekið á samkomulag
aðila á stuttum fundi með Robert
Brown hér á landi í júlí, en hann
kom hér við á leið sinni yfir
Atlantshafið. Þar var sett saman
Heads of Agreement, eða plagg
með helstu atriðum samkomulags,
sem báðir aðilar skrifuðu undir.
Að þessu loknu tóku lögfræðingar
við málinu og vörðu allnokkru
púðri í að semja stóran og ítarlegan
samning. Jónas Aðalsteinsson hrl.
var lögfræðingur okkar ÍF-manna
og skilaði sínu hlutverki með
miklum sóma. Eins og áður sagði
var skrifað undir endanlegan
samning í nóventber og kom hann
til framkvæmda um leið og stjóm
hlutabréfamarkaðarins í London
(London Stock Exchange) hafði
lagt blessun sína yfir hann, en það
er lagaskylda fyrir almennings-
hlutafélög að fá slíka blessun á
yfirtöku og samruna fyrirtækja.
CODA á íslandi ehf. er hreint
„þróunaifyrirtæki“, fjármagnað af
CODA Group plc. Öll starfsemi
þess er útflutningur á íslenskri
vinnu og þjónustu. CODA Group
sér um markaðssetningu og sölu
vörunnar, með þátttöku lykil-
manna frá íslandi, þó sérstaklega
MARS 1997 - 17