Tölvumál - 01.03.1997, Qupperneq 19
TÖLVUMÁL
Kynning - Tæknival hf.
Upplýsingatækni til framfara
Ef Gunrar Leó Gunnctsson
Til að hámarka árangur Tækni-
vals í hörðum heimi upplýsinga-
tækninnar höfum við markað
okkur meginstefnu um vöxt fyrir-
tækisins. Áhersla er lögð á lausnir,
nýtingu þekkingar í upplýsinga-
tækni, samstarfsaðila innanlands
sem utan, starfsfólk og umhverfi
þess og hagkvæmni fyrirtækisins
gagnvart hluthöfum.
Stækkun
hugbúnaðar- og
iðnstýrideildar
Óskir viðskiptavina um heild-
arlausnir í upplýsingatækni eru
grunnurinn að fjárfestingum okkar
í hugbúnaðar- og sjálfvirkniþekk-
ingu. I dag starfa um 60 manns hjá
Tæknivali á þessu sviði, þar sem
margvísleg verkefni eru í þróun og
uppsetningu hjá viðskiptavinum.
Dæmi um slík verkefni og við-
skiptavini eru:
• Hópvinnukerfi hafa verið sett
upp hjá bæjar- og sveitarstjóm-
um um allt land, þar á meðal
Reykjavík, Kópavogi og Akur-
eyri
• Concorde XAL er í mikilli
sókn, þar sem stór og öflug
fyrirtæki hafa bæst í hópinn
• Rafmagnsveitur Ríkisins hafa
nýlega gengið til samninga um
endurnýjun á veitukerfum sín-
um
• Hafdís, ný kynslóð upplýsinga-
kerfa fyrir matvælafyrirtæki
sem sniðin hafa verið að sjávar-
útvegi, hefur verið sett upp í 25
fyrirtækjum
Nú leitum við að starfsfólki,
sem hefur menntun á starfssviðum
viðskiptavina okkar, eins og við-
skiptafræðilega menntuðum starfs-
mönnum í Concorde XAL, tækni-
fræðingum í sjálfvirknilausnir,
sjávarútvegsfræðingum í Hafdís-
arlausnir o.s.frv. Þetta er nýlunda
í þessum geira þar sem kerfis- og
tölvunarfræðingar hafa verið svo
til einráðir hingað til.
Sterkar einingar
Til að viðskiptavinir fjárfesti í
heildarlausn hjá okkur þurfa að
felast styrkleikar í öllum einingum
lausnarinnar, hvort heldur litið er
til hug- eða vélbúnaðar. Víðtækt
samstarf er hafið með Compaq
Computer Inc. um markaðssetn-
ingu og þjónustu við tölvubúnað
á Islandi. Þetta hefur styrkleika í
för með sér, enda er Compaq
stærsta PC-tölvufyrirtæki í heimin-
um. Leiðandi staða Compaq gefur
okkur kost á að bjóða það nýjasta
og besta í kraftmiklum netþjónum
byggða á PC högun.
Stefna Compaq er um margt lík
stefnu Tæknivals þar sem lausnir
eru í aðalhlutverki. Náið samstarf
við framleiðendur stýrikerfa frá
Microsoft, Novell og SCO, gagna-
grunna frá Oracle, Sybase, Micro-
soft og Informix, vefþjóna frá
Microsoft, Netscape og Novell.
Þess vegna má segja að bæði
fyrirtækin stefni að samvirkni,
þannig verða heildaráhrif meiri en
samanlögð áhrif hinna einstöku
þátta.
Samstarfsaöilar
Fyrirtæki, á markaði sem
hreyfist eins hratt og tölvumark-
aðurinn, verður að eiga spil uppi í
erminni til að tryggja sér sveigjan-
leika. Mikil hætta felst í því að
vera of náið tengdur einstökum
vörum eða framleiðendum þegar
breytingar verða. Við höfum lagt
áherslu á að starfa með fyrir-
tækjum í upplýsingatækni og fjár-
fest í vexti og velgengni fyrirtækja
eins og Teymi, Hug, Navís, Intra-
neti og Kugg. Að sama skapi höf-
um við tengst umboðsmönnum
okkar í kringum landið með nánari
hætti, eins og á Akureyri, Akranesi
og Reykjanesbæ.
Internetið - bylting í
samskiptum
Tæknival stendur styrkum fót-
um í samstarfi við Cisco Systems
á samskiptamarkaði. Leiðandi
staða Cisco hefur leitt til yfirburða
markaðsstöðu í tengingum við
Internetið og í dag er um 90% af
undirstöðum netsins sett saman
með Cisco.
Nýjar áherslur í meðhöndlun
upplýsinga á Intraneti/Interneti er
nýtt vaxtarsvið þar sem fyrirtæki
vilja nýta sér tæknina til að dreifa
upplýsingum á lifandi hátt til
starfsfólks og viðskiptavina sinna.
Gunnar Leó Gunnarsson,
tölvunarfrœðingur og
rekstrarhagfræðingur, er
markaðsstjóri Tæknivals hf
MARS 1997 - 19