Tölvumál


Tölvumál - 01.03.1997, Page 21

Tölvumál - 01.03.1997, Page 21
TOLVUMAL Með bættu aðgengi að gögnun- um eiga stjórnendur að geta orðið sjálfstæðari í upplýsingavinnslu en áður og geta náð í mikilvægar upplýsingar hvenær sem er á skömmum tíma. I heimi vaxandi samkeppni skiptir ekki öllu hvað þú veist heldur hvenær þú vissir það. Vöruhús gagna hjá Skýrr - VGS Skýrr hefur smíðað vöruhús gagna fyrir sýna viðskiptavini, kallað VGS, og er það mikilvægur hluti af stuðningi Skýrr við lands- kerfin. VGS er m.a. ætlað að ann- ast upplýsingagjöf sem sívinnslu- kerfin eru ekki hönnuð til að veita og leysa af hólmi flókin fyrirspum- arverkfæri s.s spyril semhingað til hafa verið notuð. Með því að setja gögn í VGS fá viðskiptavinir Skýrr auðveldan og einsleitan aðgang að gögnum sem þeir geyma hjá Ským Viðskiptavinir Skýrr eiga mikið af gögnum sem þeir geta ekki eða eiga erfitt með að nýta en með VGS batnar aðgengið mikið og þeir geta notað þægileg Windows- verkfæri í stað flóknu fyrirspumar- verkfæranna. Þetta gerir mun fleiri notendum kleift að nálgast gögn sín og vinna með þau. Með því að nota VGS hefur tekist að vinna skýrslur á broti þess tíma sem áður tók að gera þær. í þessurn tilvikum eru fyrirspurnar- og úrvinnslu- verkfærin látin vinna það sem áður var að mestu unnið úr listum og handslegið inn í töflureikni. Með þessu móti er villuhætta lágmörk- uð og það tryggt að alltaf er verið að vinna með nýjustu gögnin. I mörgum landskerfum hjá Skýrr er mikið af eldri gögnum, sem þarf sjaldan að nota, en ekki er hægt að henda út sökum upp- lýsingagildis sem í þeim liggur. Sé þessum gögnum eytt úr sívinnslu- kerfunum og komið fyrir í vöru- húsi þá verða vinnslur í kerfunum léttari og gögnin verða aðgengi- legri en áður til að svala upplýs- ingaþörf stjórnenda. Með því að staðsetja vöruhús gagna hjá Skýrr þurfa notendur ekki lengur að flytja gögn í sínar eigin gagnageymslur til frekari úrvinnslu heldur aðeins þann hluta sem vinna þarf með í hvert skipti. Þegar úrvinnslunni er lokið er ónauðsynlegt að geyma gögnin því með einni fyrirspurn er hægt að sækja nýuppfærð gögn í VGS þegar á þarf að halda. Með gögnin í VGS hafa eigendur gagnanna ennfremur tryggt aðgengi notenda um allt land og þá um leið betri nýtingu þeirra. Vöruhús gagna hjá Skýrr er opið fyrir fyrirspurnir allan sólar- hringinn alla daga vikunnar og geta notendur því valið sjálfir hvenær þeir gera fyrirspurnir. Fyrirspurnir sem krefjast mikillar vinnslu er þó rétt að gera utan álagstíma. Fyrirspurnarverkfæri, eins og t.d. Esperant, bjóða upp á tímastilltar fyrirspurnir og er þá t.d. hægt að láta fyrirspurnina fara af stað áður en mætt er til vinnu til þess að þau gögn sem vinna á með séu til staðar þegar vinnu- dagur hefst. Öryggi gagna er mikilvægt og það er ljóst að aðgengi gagna í vöruhúsi er opnara en í sívinnslu- kerfi og því er mikilvægt að öryggismálum sé vel fyrirkomið. Skýrr hefur langa reynslu og mikla þekkingu á öryggismálum og er því vel í stakk búið til að takast á við öryggiskröfur sem gerðar eru til varðveislu gagna. Eigendur gagnanna geta treyst því að þættir eins og aðgangsveitingar, upp- færslur, geymsla, afritataka, að- gengi og öryggi gagnanna almennt sé í traustum höndum. Við smíði Vöruhúss gagna hjá Skýrr hefur skapast mikil reynsla og þekking á srníði vöruhúsa. Þessa reynslu og þekkingu bjóðum við öðrum í formi ráðgjafar og fræðslu. Sem dæmi um slíkt má nefna: • Ráðgjöf við smíði vöruhúss. • Verkstjóm við smíði vöruhúss. • Ráðgjöf við val á fyrirspurnar- verkfærum. • Ráðgjöf og kennsla í notkun vöruhúss. Lokaorð Reynsla Skýrr af VGS hefur verið góð. Gögn úr verkskrán- ingarkerfi Skýrr hafa m.a. verið sett inn í VGS og hafa stjórnendur nýtt sér þau við uppgjör og eftirlit með framgangi verka. í VGS hafa m.a. verið sett gögn úr kerfum Ríkisbókhalds, Ríkisskattstjóra, Ríkistollstjóra og Launaskrifstofu ríkisins. Fleiri aðilar eru að skoða málið og er því ljóst að VGS kem- ur til með að vaxa og þróast enn frekar. Að lokum er rétt að benda á að vöruhús gagna fæst ekki keypt sem einn pakki út úr búð. Til eru mörg verkfæri sem aðstoða við einstaka þætti vöruhússins en að stærstum hluta byggist vel heppnað vöruhús gagna á góðri hönnun og smíði og þar er mikil reynsla og þekking lykilatriði ef vel á fara. Björn Snœr Guðbrandsson, Skýrr hf. MARS 1997 - 21

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.