Tölvumál


Tölvumál - 01.03.1997, Page 22

Tölvumál - 01.03.1997, Page 22
TOLVUMAL Frá orðanefnd Ef Stefán Briem Inna, framkvæma eða keyra Sögnin að inna hefur verið notuð í íslensku máli allt frá upphafi Islands byggðar. I íslenskri orðabók telst hún hafa þrjár merkingar: 1 vinna, gera, framkvæma. 2 greiða, gjalda, launa. 3 skýra frá, láta í ljós. A síðustu áratugum hefur sögnin að inna helst verið notuð í orða- samböndunum: inna e-ð af hendi (merking 1 og 2) og inna e-n eftir e-u (merking 3). Fyrr á öldum var þessi sögn meira notuð og með fjölbreyttari hætti, eins og mörg dæmi eru um í fornritunum. I fyrstu útgáfu Tölvuorðasajhs (1983) var sögnin að framkvæma látin samsvara ensku sögninni execute og nafnorði ðframkvœmd notað um verknaðinn (e. exe- cution). Þessi orð eru annars tals- vert mikið notuð í íslensku máli og orðanefnd fannst þau helst til þunglamaleg. Því var ákveðið þremur árum síðar, fyrir aðra útgáfu Tölvuorðasafns (1986), að hrista rykið af lítið notaðri sögn, inna, sem hafði nokkurn veginn sömu merkingu og setja hana í stað sagnarinnarframkvœma. Um leið var skipt um samsvarandi verkn- aðarheiti, inning sett í stað fram- kvœmdar. Þegar um forrit er að ræða nota margir sögnina að keyra í svipaðri eða sömu merkingu, segj ast ætla að kevra forrit eða tala um kevrslu forritsins. Til saman- burðar má geta þess að ensku- mælandi menn segja ýmist run a program eða execute a program. Sögnin að inna fer vel með ýmsum liðum. Menn getamní að- gerðir, skipanir, setningar, forrit og jafnvel heil verk. Einnig má tala um að keyra forrit eðaframkvæma forrit. Skipanir máframkvœma en hins vegar fer illa á að keyra skip- anir. Þó að orðin framkvœma og keyra séu góð og gild í vissu sam- hengi þá er eins og orðið inna sé oft þjálla í notkun. Við val á hæfi- legri sögn þarf líka að hafa í huga hver gerandinn er. Hvort er það tölvan eða tölvunotandinn sem framkvæmir skipunina eða forrit- ið? Keyrir notandinn forritið í tölvunni eða lætur hann tölvuna keyra forritið? Haldi menn sig nákvæmlega við skýringar íslenskrar orða- bókar er hægt að hugsa sér að maður inni tölvuna eftir tiltekinni þjónustu, að tölvan bregðist við með því að inna af hendi við- eigandi verk eða að forrit sé innt eftir niðurstöðu. Orðanefnd telur að merkingunni sé lítið hnikað til þegar notað er til dæmis orðalagið að notandi innir forrit. Þá er litið á notandann sem geranda. Hann notar tölvu sem nauðsynlegt verk- færi við inningu forritsins og að- hefst ef til vill ekki annað sjálfur en að gefa tölvu sinni skipun um að hefja framkvæmd forritsins. En inningu forritsins telst ekki lokið fyrr en tölvan hættir að fram- kvæma setningar þess. Einnig virðist vera í lagi að segja að tölva innir forrit. Tölvan er þá gerand- inn. Tilfinning manna fyrir málinu verður að sjálfsögðu að ráða því hvaða orð þeir nota hverju sinni en þegar vafi leikur á hvað það er sem á að framkvœma, keyra eða inna (aðgerð, skipun, forrit o.s.frv.) þá virðist öruggast að segja inna. Enda þótt heill áratugur sé liðinn frá því að orðin inna og inning voru kynnt í Tölvuorða- safninu til notkunar í upplýsinga- tækni hefur notkun þeirra ekki náð þeirri útbreiðslu sem vænst var. Tölvuorðanefnd ræddi um þetta á fundi sínum fyrir skömmu og komst að þeirri niðurstöðu að áratugur væri reyndar ekki langur tími í sögu orða og að þessi orð væru eins og sniðin fyrir merkingu sína í upplýsingatækni en nokkuð skorti á að menn hefðu komið auga á það. Þessi pistill er því ritaður meðal annars til þess að minna menn á að nota þessi frábæru orð. Að lokum eru nefnd hér nokkur hugtök úr gögnum orðanefndar sem verða sennilega með í þriðju útgáfu Tölvuorðasafns og lúta að inningu eða skyldri athöfn. Islensk heiti þeirra hafa reyndar ekki enn verið afgreidd endanlega í orða- nefndinni. control flow inningarleið, fram- kvæmdarleið executable innanlegur, keyran- legur execution error, run-time error inningarskekkja, inningarvilla execution monitor inningargætir execution sequence inningaröð, framkvæmdaröð execution time1, run time1 inningarskeið, keyrsluskeið execution time2, run time2 inningartími, keyrslutími job run verkvinnsla program run keyrsla forrits run-time system inningarkerfi run-time library inningarsafn Vitvera og gengill Nýlega barst orðanefnd fyrir- spurn um íslensk heiti á tveimur fyrirbærum í sýndarveruleika sem á ensku bera heitin intelligent 22 - MARS 1997

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.