Tölvumál


Tölvumál - 01.03.1997, Side 24

Tölvumál - 01.03.1997, Side 24
TÖLVUMÁL Kynning - EJS hf. Microsoft hleypir Office 97 af stokkunum Eftir Skúb Vblberg öcfeon Microsoft hefur tilkynnt um nýja útgáfu af Office hugbúnað- inum sem ber nafnið Office 97. Office 97 er uppfærsla á Office 95 hugbúnaðinum. Office er nú notað í 55 milljónum eintaka f heiminum. Innifalin í Office 97 eru viðföngin Microsoft Word, Microsoft Excel, Microsoft Access og PowerPoint auk hins nýja upplýsingaviðmóts Microsoft Outlook. í Office 97 er lögð áhersla á samþáttun í eigin- leikum viðfanganna og notkun Internets og innranets. Inlegg frá þúsundum notenda Yfir 80% af nýjungum Office 97 eru unnar samkvæmt tillögum notenda. Þúsundir notenda lögðu Microsoft lið þ.á.m. hópur fimm þúsund notenda sem mættu í viðtöl hjá Microsoft. Yfir eitt þúsund fyrirtæki voru heimsótt og notkun- armynstur þeirra rannsakað í því skyni að gera nýjungarnar sem skilvirkastar. Outlook upplýsingaviðmótið vekur athygli Einn athyglisverðast þátturinn í Office 97 er Outlook upplýsinga- viðmótið. Þar gefst notendum kost- ur á að stjórna upplýsingaflæði, fylgjast með notkun skjala og viðhafa öll rafræn samskipti. Out- look sameinar notkun tölvupósts (Exchange), bókunar (Schpdule), tengiliðalista (Contacts), verklista (Tasks) og dagbókar (Journal) og skráir þar notkun allra skjala, bók- anir og öll samskipti. Outlook er þannig einskonar miðeining Office og um leið afar öflugt stjórntæki, skjalastjórnun og hópvinnutól. Gera má ráð fyrir að algengustu viðmót tölvunotenda í nánustu framtíð verði annars vegar Out- look upplýsingaviðmótið til daglegra samskipta og skipulags og hins vegar Intemet Explorer eða aðrir vefskoðarar. Vefmöguleikar í öllum viðföngum f Office 97 er að finna mark- verðar brey tingar á öllum viðföng- um hugbúnaðarins. Mikil áhersla er lögð á Internettækni og auðvelt er að útbúa tengsl, útbúa vefskjöl og sýsla með vefi. Þá er skjala- stjórnun mjög öflug og nú geta margir notendur í neti unnið við sama skjal í einu þar sem sérstak- lega er haldið utan um breytingar hvers notenda. Dæmi um tengsla- möguleika viðfanganna er að hægt er að setja veftengsl (hyperlink) inn í hefðbundið Excel skjal eða Word skjal og einnig tengsl sem vísa á önnur Excel skjöl, Word skjöl, eða aðrar gerðir skjala. Nú má nota Word til vefsíðugerðar og býður það uppá fjölbreytilega möguleika við útlit og ýmsa eiginleika til hönnunar líflegra skjala. Fjöldi verðlauna og viðurkenninga Talsmenn Microsoft telja Of- fice 97 vera eina markverðastu út- gáfu hjá Microsoft síðan Windows 95 kom á markað. Office 97 var fyrst kynnt á COMDEX 96 sýn- ingunni í Las Vegas í haust og hef- ur það þegar hlotið fjölda verð- launa og viðurkenninga þ.á.m. „COMDEX 96 Best of Show“, „PC Week Analysts Choice“ og „BYTE Magazine 1997 Editors Choice“. Skúli Valberg Ólafsson er aðstoðarforstjóri EJS hf Punktar... Á sjónvarpsstöðinni NBC, sem næst hér á landi, eru reglulega þættir um Intemet og tölvumálefni. Þættimir hafa að auki heimasíður en dagskrá stöðvarinnar er á síðunni www.nbceurope.com. Þátturinn TheSite er með síðuna www.thesite.com og aðrir þættir eru með síðuna www.pctv.com. 24 - MARS 1997

x

Tölvumál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.