Tölvumál - 01.03.1997, Síða 25
TOLVUMAL
Markaðssetning á
Internetinu
Eflr Rélur Pélursson
Menn og mýs ehf liafa um
nokkurt skeið dreift forritinu
QuickDNS Pro á Internetinu. Hér
verður greint frá kostum þess að
markaðssetja og dreifaforritum á
Internetinu og reynslu fyrirtœk-
isins afþessari dreifileið.
Aðgangurað
heimsmarkaði
Intemetið er alþjóðlegt net með
tugum milljóna notenda. Intemetið
er því alþjóðlegur markaður og í
eðli sínu er enginn munur á því að
eiga samskipti við fólk í næsta húsi
eða næstu heimsálfu.
Internetið býður upp á mikla
möguleika fyrir lítið íslenskt hug-
búnaðarfyrirtæki eins og Menn og
mýs. Smæð fyrirtækisins og land-
fræðileg einangrun skipta þar ekki
máli. Internetið er e.t.v. 2000 falt
stærri markaður en íslenski hug-
búnaðarmarkaðurinn. Tækifærin á
Internetinu eru því fleiri og stærri
en á heimamarkaði.
Minni kostnaðurvið
dreifingu
Dreifing hugbúnaðar á Inter-
netinu er margfalt ódýrari en eftir
öðrum leiðum. Sé forritinu dreift
um Intemetið, þá sparar það hand-
bækur, disklinga, pökkun og send-
ingarkostnað.
Dreifíng á QuickDNS Pro hófst
sama dag og forritið var tilbúið.
Ekki þurfti að bíða þess að hand-
bækur kæmu úr prentun eða að
forritið kæmist í hendur dreifíngar-
aðila erlendis.
Færri milliliðir
Viðskiptavinurinn kaupir hug-
búnaðinn beint af framleiðanda.
Framleiðandi forritsins fær því
100% af andvirði hugbúnaðarins
í sinn hlut. Dreifing eftir öðrum
leiðum í gegnum dreifíngaraðila og
smásala skilar e.t.v. einungis 5 -
25% í hlut hugbúnaðarfyrirtækis-
ins. Þetta stuðlar m.a. að lægra
verði á hugbúnaði.
í dag er u.þ.b. 80% af sölu á
QuickDNS Pro beint í hendur
kaupenda. Japanskt samstarfs-
fyrirtæki sér um þýðingu á forrit-
inu og markaðssetningu í Japan.
Um 20% sölunnar fara um þeima
hendur.
Betri tengsl við
viðskiptavinina
Það er mikils virði fyrir fyrir-
tæki að þekkja viðskiptavini sína.
Bein og milliliðalaus samskipti við
kaupendur, yfir Internetið, auð-
velda framleiðanda að sinna þörf-
um markaðarins. Beint samband
við viðskiptavinina gefur einnig
kost á bættri þjónustu. T.d. má
senda skeyti til allra kaupenda
forritsins þegar ný útgáfa þess er
tilbúin. Þannig má koma nýjum
útgáfum hugbúnaðar nær sam-
stundis í hendur notenda.
Menn og mýs halda t.d. uppi
góðri þjónustu í tölvupósti fyrir
QuickDNS Pro. Fyrir vikið er
tímamismunur og kostnaður við
símtöl ekki vandamál.
Markaðssetning
QuickDNS Pro
Menn og mýs hafa náð að
markaðssetja, selja og þjónusta
QuickDNS Pro í 1200 eintökum,
án þess að yfirgefa nokkum tíman
Vesturbæinn. Yfir 99% sölunnar
er erlendis. QuickDNS Pro hefur
frá upphafi verið selt í samkeppni
við fría nafnamiðlara frá sam-
keppnisaðilum. Forritið hefur hins
vegar yfirburði í hraða og öryggi.
Góðir dómar í fagtímaritum hafa
einnig ýtt undir sölu forritsins.
Einn helsti ávinningur okkar er þó
ómetanleg reynsla í markaðssetn-
ingu á Internetinu. Þá reynslu
hyggjumst við nýta til frekari
landvinninga.
Fastir starfsmenn hjá Mönnum
og músum eru þrír en fleiri hafa
komið að þróun og markaðssetn-
ingu forritsins. Framkvæmdastjóri
er Pétur Pétursson, tölvunarfræð-
ingur.
Frekari upplýsingar um Quick-
DNS Pro er að finna á chttp://
www.menandmice.com/>
Pétur Pétursson
petur@ menandmice. com
MARS 1997 - 25