Tölvumál


Tölvumál - 01.03.1997, Page 27

Tölvumál - 01.03.1997, Page 27
TOLVUMAL íslensk uppboðsþekking seld til Bandaríkjanna Eftir Inavar Óiri Guðónsson Um þessar mundir er verið að taka í notkun íslenskt rauntíma uppboðs- og sölukerfi í Banda- ríkjunum. Tölvukerfið, sem er í eigu Reiknistofu fiskmarkaða hf. (RSF) í Njarðvík, mun með fjar- skiptum tengja saman þarlenda fiskmarkaði (uppboðsmarkaði) í eitt markaðssvæði og auðvelda þannig fiskverkendum aðgang að hráefni og seljendum hæsta mögu- lega verð. Bandaríska útgáfan, sem heitir CASS (Computerized Auction and Sales System), var þróuð út frá tölvukerfinu Tengli sem verið hefur í notkun hér á landi síðastliðin 5 ár. Uppboðsfyrirtækið Buyers And Sellers Exchange (BASE), sem er í Massachusetts fylki, keypti einkaleyfi á notkun og dreif- ingu kerfisins í Norður-Ameríku og Kanada. Er það sameiginlegt markmið beggja fyrirtækjanna að þeir selji afnotarétt af kerfinu áfram til annarra uppboðsfyrir- tækja. BASE er starfrækt með svipuðu sniði og RSF hér á landi, þ.e. tölvutengir fjarlæga fisk- markaði í eitt uppboðskerfi og sér um öll uppgjör milli kaupenda, seljenda og fiskmarkaða. Hugtakið fjarskiptauppboð þýðir að fiskverkandi, sem staddur er á fiskmarkaði A, getur boðið í fisk í rauntíma sem er til sölu á A og einnig á fiskmörkuðum B og C sem bjóða upp sinn fisk á sama tíma og A. Þannig getur fiskverk- andi verið þátttakandi í mörgum uppboðum í einu og hefur aðgang að meira rnagni en ef hann gæti bara boðið í fisk á markaði A. Með fjarskiptauppboði er einnig hægt að selja fisk sem ekki er búið að landa og hringja þá skipin í fiskmarkaðina og tilkynna aflasamsetningu og löndunartíma. I sumum tilfellum eru kaupendur að bjóða í fisk sem ekki er búið að veiða og ferskari getur varan ekki orðið á uppboðinu! Hjá fisk- mörkuðum tengdum RSF er um 50% aflans seldur áður en honum er landað. Vissulega eru til önnur upp- boðskerfi erlendis en þau eru flest öll fyrir staðbundin uppboð. Einnig eru komin fram sölukerfi á Internetinu en þau flokkast frekar undir tilboðskerfi þar sem vara er til sölu, kaupendur leggja inn tilboð í ákveðið magn og fá svo úr því skorið eftir e-a klukkutíma eða daga hvort þeirra tilboði hafi verið tekið. íslenska uppboðskerfið Tengill Þó svo að uppboðrekstur sé ekki gömul og rótgróin atvinnu- grein hér á landi hafa íslendingar staðið fremstir í flokki í heiminum við að reka fjarskiptauppboðs- markaði. Fiskmarkaður Suður- nesja, sem hóf göngu sína fyrir tæpum tíu árum, hefur ætíð boðið upp fisk í fjarskiptum og núna eru alls um 15 fiskmarkaðir hér á landi sem tengdir eru inn á fjarskipta- sölukerfi. Reiknistofa fiskmarkaða hf hefur starfrækt tölvukerfið Tengil, sem er sérhannað fyrir íslenska fjarskiptafiskmarkaði, síðan í ársbyrjun 1992. Nú tengir RSF 8 fiskmarkaði á 13 stöðum í kringum landið í eitt sölukerfi. Verk- og kerfisfræðistofan hf. (VKS) í Reykjavík hannaði og forritaði kerfið í samstarfi við Fiskmarkað Suðurnesja 1990-91 og var það tekið í notkun í árs- byrjun 1992. Við afhendingu kerf- isins var áætlað að fimm mannár hefðu farið í hönnun kerfisins. Tengill er skrifaður í C++ og SQL, keyrir á HP9000/D250 Unix vél og notar Informix gagnagrunn. Reiknistofan á og rekur kerfið og sér um allt viðhald og nýsmíði. Tengill er í raun tvö kerfi: 1. Uppboðskerfi sem tengir fisk- markaði í kringum landið í eitt uppboð þar sem fiskkaupendur hvar sem er á landinu geta keypt fisk á öllum tengdum fiskmörkuðum 2. Sölukerfi sem a) útbýr reikninga á fiskkaup- endur og innheimtir fyrir selj- endur (bátana) b) heldur utan um lögboðnar ábyrgðir kaupenda og passar að kaupendur kaupi ekki fisk fyrir meiri verðmæti en trygg- ing þein-a nær yfir. c) gerir upp fisksölu við seljendur. d) gerir skil á opinberum gjöldum seljenda, svo sem lögbundna sjóði, hafnargjöld, o.s.frv. e) gerir skil á gjöldum kaupenda og seljenda til fiskmarkaðanna fyrir veitta þjónustu. Tölvukerfið er miðlægt og tengjast starfsmenn fiskmark- aðanna RSF í gegnum módem og undirbúa þar framboðs- og sölu- MARS 1997 - 27

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.