Tölvumál


Tölvumál - 01.03.1997, Síða 35

Tölvumál - 01.03.1997, Síða 35
INTERNETÞJÓNUSTA PÓSTS OG SÍMA PÓSTUR OG SÍMI HF Póstur og sími býður nú upp á þjónustu þar sem almehningi og fyrirtækjum gefst kostur á að tengjast Internetinu. Póstur og sími hefur samið við aðila í Bandaríkjunum um fast samband við Internetið. Boðið er upp á innhringiþjónustu, sem getur hentað vel fyrir einstaklinga og minni fyrirtæki eða fasta tengingu fyrir þá sem þurfa meiri flutningshraða eða þurfa stöðugt að vera í sambandi. Einnig geta þeir sem þegar eru tengdir háhraða- neti Pósts og síma, fengið tengingu við Internetið. Innhringiþ j ónusta Með innhringiþjónustu getur notandi með lágmarks- búnað náð tengingu um almenna símanetið með allt að 28,8kb/s hraða, eða 64 kb/s um Samnetið (ISDN). I þessari þjónustu er m.a. innifalið: • Aðgangur að Internetinu (og Veraldarvefnum) • Netfang fyrir tölvupóst • 5MB geymslurými fyrir tölvupóst Ef tengst er um almenna símanetið er skráningar- gjald fyrir innhringiþjónustu kr. 623,-, fast mánaðar- gjald er kr. 374,- og mínútugjald kr. 1,12 auk talsímaskrefa á lágmarkstaxta (staðarsímtöl). Föst tenging Föst tenging gefur möguleika á meiri hraða en innhringiþjónustan, eða á bilinu 14,4 kb/s - 512 kb/s, og veitir fyrirtækjum einnig betri aðgang að Inter- netinu. Tengipunktar fyrir fastar tengingar eru 20 talsins um allt land. Fyrirtæki með þessa tengingu sér sjálft um alla almenna Internetþjónustu innan sinna vébanda. Upplýsingar Hægt er að afla sér nánari upplýsinga í síma 550 6330, hjá Gagnaflutningsdeild Pósts og síma.

x

Tölvumál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.