Vísir - 25.10.1962, Blaðsíða 2

Vísir - 25.10.1962, Blaðsíða 2
2 9 V1SIR . Ffcnmtudagur ?S. október 1962. SANTOS — ósigrað frá EVRÓPU Aðeins 49.000 manns horfðu á síðasta leik bras- ilska liðsins Santos, en hann fór fram í fyrrakvöld í Sheffield í Englandi, en hin dræma aðsókn að leik þessa bezta knattspyrnu- félags í heiminum í dag, var vegna 4 shillinga hækkunar á aðgöngumið- um að leiknum. Santos yfirgefur Evrópu viður- kennt sem „bezta knatt- spyrnufélag heims“. Leikurinn var eins og hinir leikir Santos í ferðinni, mjög vel leikinn og skemmtilegur. Sheff. Wedens- day veitti harða mótspyrnu og sigur Santos varð „aðeins" 4:2. Fyrsta markið kom strax í byrjun og Sheffield-leikmenn vart búnir að ná sér eftir stutta athöfn fyrir leikinn. Það var Coutinho sem skoraði. Sami maður skoraði aftur síðar í hálfleiknum eftir að Pele lék hann frían. Þá komu fimm mínútur sem enginn áhorfenda hafði leyft sér að dreyma um. Sheffield skoraði, — ekki einu sinni heldur tvisvar og jöfnuðu þvi. Couthino skoraði 3:2 með glæsilegu skoti rétt fyrir leikhlé. Ér aðeins var ein mínúta til leik- hlés lék Pele alla vörnina af sér og var kominn í gegn þegar honum var brugðið illa, vítaspyrna. Pele tók spyrnuna sjálfur, stillti bolt- anum upp, gekk til baka, hætti við, gerði aðra tilraun og boltinn lá klesstur upp í horni marksins. Síðari hálfleikur færði ekki mörk en fallegt spil beggja liða. í Hamborg léku Santosmenn eina leik sinn I ferðinni um Evr- ópu sem ekki vannst með nokkr- um yfirburðum. Það var lið Uwe Seelers, sem lék hér fyrir 3 árum með v.-þýzka landsliðnu, HSV, sem gerði jafntefli við Brasilíu- mennina, en HSV er einmitt frægt fyrir að hafa náð langt á heima- velli og mjög sjaldgæft er að liðið tapi heima. Uwe Reuter skoraði markið fyr- ir HSV en Pele jafnaði glæsilega. Reuter bætti öðru við eftir fallegan samleik við Seeler og enn jafnar Pele. Uwe Seeier skoraði síðan 3:2 en afmælisbarnið Pele (23 ára þennan dag) skoraði jöfnunar- markið fyrir Santös. Lögreglan varð eftir leikinn að slá hring utan um leikmenn til að þeir kæmust ferða sinna óáreittir i fyrir yfir sig hrifnum áhorfendum. Uwe Seller í loftinu og 3. mark Þjóðverjanna á leiðinni í netið. Pele enn einu sinni búinn að Ieika á vörnina og skora. Þetta mark kom í veg fyrir að Santos yrði sigr að í Evrópuferð sinni, sem ræki- Iega hefur sannað að Santos er bezta knattspyrnufélag heimsins. Pele skoraði öll mörkin. Finnar í POLAR CUP Finnska landsliðið sem kepp- ir í POLAR CUP hefur verið valið, en það skipa: Raimo Lind holm, fyrirliði, Uolevi Mannin- en, Kari Liimo, Timo Lampen, Pertti Laanti, Martti Liimo, Jornia Pilkevaara, Kauko Kaup- pinen, Risto Kala, Raimo Var- tia, Seppo Kuusela og Pentti Kaava. Finnska liðið er mjög gott körfuknattleikslið og fyrir keppnina talið sigurstranglegt. .......... Greaves lögsóttur | Forstjóri Milan knattspyrnufé- j lagsins hefur lögsótt John Greaves fyrir móðgandi ummæii sem hann viðhafði £ greinarflokki eftir að hann kom heim til Englands frá Ítalíu, en greinar þessar hafa síð- an birzt í blöðum víða um heim. Lögfræðingur forstjórans sagði: Itölsk lög kveða á um 5 ára fang- elsun sem hámarkshegningu fyrir ummæli sem þessi. Við viljum ekki að Greaves fái slíka meðhöndiun. Það sem fyrir okkur vakir er að rétturinn hreinsi forráðamenn Mil- an-félagsins af þeim áburði, sem ' Greaves hefur sakað þá um, en í greinunum var þeim lfkt við örg- I ustu skepnur og villidýr í manns- | mynd. Valur-ÍBV í 2. fl: Verða að mæta en tapa ella Eins og fyrr hefur verið skýrí frá hafa Valsmenn og veðurguðimir ekki verið „dús“ upp á síðkastið, en 2. flokkur Vals átti í ágúst mánuði að fara til Eyja og leika þar við Tý. Á sunnudag var enn reynt en árangurslaust, „ófært til Eyja“, var hið vísa svar hjá Flugfélaginu, og þar við sat. Nú mun hafa verið ákveðið að mæti Valsmenn ekki á knattspymuvellinum í Eyjum n. k. sunnudag verði leiknum flautað af, Valsmenn taldir hafa gefið leikinn og Eyjamenn og Fram leika síðan til úrslita í Reykjavík um þamæstu helgi. Útaf oieð þig, oiaður! Það er víðar en á Islandi sem dómarar eru gagnrýndir. Nýlega var dómari t. d. kærður af öllum 22 leikmönnunum i deildarleik í Skotlandi en í Danmörku keyrði þó um þverbak, þegar dómarinn var rekinn út af vellinum, — af leikmönnunum. Þessi snjalla teiknimynd birtist í því tilefni í Berlingske Aftenavis. Mega okkar menn vel við una að því er virðist. 150 ferm. iðnarhúsnæði óskast til leigu eða kaups undir bílaverk- stæði. Tilboð sendist afgreiðslu blaðsins fyrir mánudag merkt „Gott 150“. Aðalfundur Sjólfstæðisfélags Akraness verður haldinn föstudaginn 26. þ. m. að Hót- el Akranesi kl. 21.00. 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 1. Bæjarmál. STJÓRNIN. VIKINGAR knattspyrnudeild. Innanhúsæfingarnar hefjast n.k. föstudag 26. okt. i Iþróttasalnum í Laugardal. Þeir sem ganga upp úr 4 fl. mæti kl. 6.50, en þeir sem fyrir eru mæti kl. 7.40. Verið með frá byrjun. Þjálfari.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.