Vísir - 25.10.1962, Blaðsíða 10

Vísir - 25.10.1962, Blaðsíða 10
Miiljóna sparnaður — Framhald af bls. 6. hversu erfitt er og kostnaðarsamt, að fá varahluti í þennan gamla, sundurleÞa og úrelta flota. Fyrir viðgerðir og varahluti voru á s. 1. ári greiddar 9,4 millj. og rekstr- arkostnaður alls hjá þessum stofn unum á bifreiðum og vélum varð um 10 milljónir kr. í till., sem liggja fyrir um þetta efni, segir m. a.: „Ef tegundum yrði fækkað niður í 5- o jafnframt endurnýj- un tækjanna. Sést hver reginmun ur yrði á fjárfestingu vegna vara- hluta, þar sem vitað er að notkun þeirra er hverfandi lítil ef b.freið- arnar eru endurnýjaðar á 3 — 5 ára fresti“. Gert hefur verið yfir- lit yfir eneurnýjun á 35 jeppum, sem ríkisstofnanir þær, sem hér voru taldar, hafa. Og það er gert ráð fyrir því, að ef þeir yrðu endurnýjaðir, þá mun við það eiga að sparazt um 1 millj. kr. á ári í reksturskostnaði, þó að í útgjöld um sé gert ráð fyrir afskriftum og vöxtum af útlögðu stofnfé, sem þessi endurnýjun krefst. Og ef hið sama ætti að gera um aðr- ar bifreiðaeignir þessara stofnana má því gera sér I hugarlund, að þar yrði sparnaður, sem næmi mjög mörgum millj. kr. Húsnæðismál ríkisins. Þetta mál hefur fengið rækilega athugu.í, og verða á næstunni tO- búnar till. til framkvæmda í því efni. Á þvi er enginn vafi, að rétt er og hagkvæmt að ráðast í þessa miklu aðgerð, .5 endurnýja hinn gamla og úrelta flota eins og tök eru á, en að sjálfsögðu kostar það töluvert stofnfé meðan verið er að koma því í framkvæmd, en það mun skila sér fljótt. I húsnæðismálum ríkisstofnana hefur það m. a. gerzt, að keypt var húseignin Borgartín 7 í Reykjavík, þar sem margar ríkis- stofnanir hafa lengi verið til húsai í leiguhúsnæði. Nú er verið að ljúka undirbúningi undir það, að aðrar ríkisstofnanir, sem hafa verið í leiguhúsnæði, flytji þang- að, en eftir athugun á þessu máli kom það í ljós, að það væri mjög hagkvæmt fyrir ríkissjóð að festa kaup á þessu húsi, sem margar ríkisstofnanir, eins og ég gat um, voru í leiguhúsnæði, og er ætlun- in að stækka þetta hús, byggja ofan á hluta þess, en slfk bygging yrði töluvert ódýrari heldur en nýbygging, þar sem all- ar undirstöður eru fyrir hendi. í fjárlagafrv. er komið inn á þetta mál, bæði það sem leitað er heim ildar í 22. gr. og auk þess kemur þetta fram í vaxtagreiðslu og af- borgana í frv. Til skýringar má geta þess, að í þessu húsi eru nú m. a. Áfengis og tóbaksverzl- un ríkisins, embætti fræðslumála- stjóra, Húsameistari ríkisins, Skipulagsstjóri ríkisins, Bifreiða- eftirlit, en gert er ráð fyrir að fleiri ríkisstofnanir og skrifstofur geti þangað flutt. Á s. I. ári námu greiðslur ríkis- og ríkisstofnana fyrir leiguhúnæði 9,4 millj. kr. Með öflun eigin húsnæðis á veg- um ríkisins má spara þarna stór- ar fúlgur. Ríkissjóður á fjölda húseigna, sem dreifðar eru um allt land. Það eru húseignir á ríkisjörðum, prestseturshús, aðra embættisbú- staði, og ýmis önnur hús, sem notuð eru í öðru skyni. Það er eins með þessar eignir og bif- reiðar og vinnuvélar ríkisins, sem áðan var á minnzt, að mikið fé kann að fara í súginn, ef viðhald er ekki framkvæmt í tæka tíð eða alls ekki. Nú er í athugun skipulagning á eftirliti á húseign um þessum og jafnframt á þeim fjölda skólahúsa, sem einn- ig eru dreifð um land allt, að vísu ekki að nafninu til f eigu ríkissjóðs, nema sum, en þó jafn mikið í mun að haldið sé eðli- lega við, að því að ríkissjóður greiðir stóran hluta af stofn- og rekstrarkostnaði skóla. Hér leik- ur á mjög miklum fjárhæðum, og er gleggst að sjá það á þvf, hve mikið fé er áætlað í fjárlagafrv. til skólahúsanna einna saman. En á þvl er enginn vafi, að miklu fé þarf að verja á næstu árum, til viðgerðar og viðhalds á mörgum þessum húsum ríkisins, sem því miður hafa lent í alltof mikilli niðurníðslu. í sambandi við þessa starf- semi á sviði hagsýslu, hag- ræðingar og sparnaðar, vildi ég enn nefna árangurinn, sem þeg- ar er sýnilegur af lögunum um íkisábyrgðir og stofnun ríkisá- byrgðsasjóðs. Ég skal ekki rekja það mál að öðru Ieyti en þvf, að flestum ætla ég, að hafi verið ljóst orðið, að hér var stefnt í óefni með ríkisábyrgðirnar, enda fann Alþingi sig tilknúið til þess fyrir fáum árum að samþykkja þál. um það að æskja gagngerðr- ar endurskoðunar og lagasetning- ar um þessi mál. Það er einkum ein breyting, sem gerð var með hinum nýju Iögum um ríkisá- byrgðir, sem þegar er farin að sýna áhrif sín f sparnaðarátt. Áð- ur fyrr var það aðalreglan, að þegar rfkið gekk í ábyrgð, var það sjálfskuldarábyrgð, sem þýð- ir, að ef skuldgri greiddi ekki á réttum gjalddaga, þá gat lánveit- andinn snúið sér beint til| ríkis'- sjóðs, án þess að reyna inn- heimtu hjá skuldaranum. Með Tire$tone SNJÓBARÐAR ATHUGIÐ HIN LAGU VERÐ. 700/760 - 15 6 striga. Kr. 1.584.00 710x15 6 650/670 X 15 4 600/640 x 15 4 550/590 x 15 4 560 x 15 4 750 x 14 4 700 x 14 4 640 x 14 4 500/520 x 14 4 700/640 x 13 4 590 x 13 4 725/670 x 13 4 520 x 12 4 145 x 380/15 4 600 x 16 4 550 x 16 4 500/525 x 16 4 — Kr. 1.312.00 — Kr. 1.028.00 — Kr. 993.00 — Kr. 917.00 — Kr. 856.00 — Kr. 1.182.00 — Kr. 1.157.00 — Kr. 995.00 — Kr. 744.00 — Kr. 880.00 — Kr. 750.00 — Kr. 954.00 — Kr. 658.00 — Kr. 685.00 — Kr. 1.007.00 — Kr. 970.00 — Kr. 824.00 Gúmmív’nnusto^an hf. Skipholti 35 Reykjavík hinum nýju lögum var hér breytt til gagngert þannig, að hér eftir skyldi meginreglan vera einföld ábyrgð, en það þýðir, að þegar ríkið hefur gengið í ábyrgð fyr- ir einhvern aðila og ekki er greitt á réttum gjalddaga, þá verður lánveitandinn fyrst að reyna inn- heimtu hjá sjálfum skuldaranum og kanna til þrautar, hvort hann er borgunarmaður fyrir, áður en hann snýr sér að ríkissjóði. Ríkisábyrgðirnar. Frá marzlokum 1961, er lögin voru afgreidd frá Alþingi, hefur þessari reglu verið fylgt að veita einfaldar ábyrgðir. Nú er að sjálf sögðu nauðsynlegt’ og óhjákvæmi legt að halda áfram veitingu rík- isábyrgða f mjög mörgum tilfell- um, til þess að greiða fyrir marg víselgum framkvæmdum sveitafé- laga og annarra aðilja. Síðan lögin öðluðust gildi, hafa verið veitt lán með einfaldri ábyrgð að upphæð 145,6 millj. kr. Nú er komið hálft annað ár síðan, og að sjálfsögðu hefur nokkuð af vöxtum og af- borgunum fallið í gjalddaga hjá þessu tímabili, en ríkissjóður hef- ur ekki þurft að greiða ennþá einn einasta eyri af þessum á- byrgðalánum. Mikið af eldri sjálfsskuldará- byrgðum er f gildi og heldur gildi um margra ára skeið, og þess vegna er viðbúið, að töluverðar greiðslur falli á ríkið eða ríkisábyrgðarsjóð á næstu árum. En sú stutta reynsla, sem þegar er fengin af breytingunni í einfalda ábyrgð, hún boðar vissulega gott og sýnir, að hér var farið inn á rétta braut. Að lokum vil ég segja það, að auk hins beina sparnaðarárang- urs, sem leitt hefur af hagsýslu- aðgerðum síðustu ára, er þegar farið að bera á því, að forstöðu- menn ríkisstofnana og aðrir starfsmenn þeirra séu farnir að, fá og sýna meiri áhuga fyrir skipulagsbreytingum og hagræð- ingu í sparnaðarátt en áður var. Og hraðvaxandi skilningi virðist vera að mæta í þessum efnum. Núv. ríkisstj. hefur nú haldið um stjórnvölinn í nærfellt þrjú ár. í tíð hennar hafa þrenn fjár- lög verið samin og þau fjórðu nú lögð fyrir Alþingi. Þegar litið er yfir heildarsvip fjárlaga ríkis- ins á þessu tímabili þá blasa við augum m. a. þessar myndir: I fyrsta lagi. Einn þáttur í viðreisn- araðgerðunum f febrúar 1960 var breyting á tekjuöflunarkerfi rík- isins, m. a. með lögfestingu sölu- skatts og lækkun-tekjuskatts. Síð an hafa verið sett saman og lögð fyrir Alþingi fjárlagafrv. fyrir ár- in 1961, 1962 og 1963, án þess að hækka nokkra skatta, tolla eða aðrar álögur. Margt hefir áunnizt. í öðru lagi, hallalaus fjárlög hafa verið lögð fyri. þing og af- greidd fyrir fjárhagsárin 1960, 1961 og 1962, og svo er einnig um frv. fyrir 1963, sem hér ligg- ur fyrir. 1 þriðja lagi. Bæði árin 1960 og 1961 varð einnig hallalaus rík- isbúskapur í reynd, en ekki að- eins í fjárlögunum. Greiðsluaf- gangur varð bæði árin, og svo verður einnig á því ár1 sen nú er a„ líða. í fjorða lagi Gagng endur- skoður hefui arið fram og verið lögfest á skattalögum aðótöldum lækkunum fyrir allan almenning og heilbrigt skattakerfi skapað fyrir atvinnureksturinn. í fimmta lagi. Tollar voru lækk aðir verulega í nóvember 1961 á ýmsum hátollsvörum, þannig að verð lækkaði á mörgum vöruteg- undum, að mjög hefur dregið úr smygli, og ríkissjóður hefur feng- ið meiri tolltekjur af þessum vör- um en áður, eins og kemur fram í því, að á fyrstu sex mánuðum yfirstandandi árs urðu tolltekjur um 1714 millj. meiri en á fyrstu sex mánuðum ársins 1961 af þess um sömu vörum, sem tollar voru lækkaðir á 's.l. hausti. í sjötta lagi. Allt tollakerfið hefur verið endurskoðað og ný tollskrá verður lögð fyrir þetta þing með samræmingu tollakerf- isins og enn nýrri Iækkun að- flútningsgjalda 'á ýmsum vörum. í sjöunda Iagi. Unnið er að hag- sýslu, hagræðingu á fjölmörgum sviðum ríkisstarfseminnar, til þess að lagfæra skipulag og vinnubrögð, spara ríkisfé og bæta þjónustu. Þessi starfsemi hefur þegar sparað rfkinu stórfé og á eftir að skila enn meiri ár- angri, áður en langt um líður. í áttunda Iagi. Með nýrri Iög- gjöf og framkvæmd varðandi ríkisábyrgð og stofnun ríkisá- byrgðasjóðs erum við nú á góðri leið að losna úr því öngþveiti og þeirri óreiðu, sem fyrirhyggju- litlar' ríkisábyrgðir höfðu leitt út í. Hér munar fljótlega tugum milljóna fyrir rfkissjóð. Og í nfunda lagi, síðast en ekki sízt hafa almannatryggingar verið stórauknar á þessu tímabili, svo að tryggingar á íslandi eru nú mörgum öðrum þjóðum til fyrir- myndar. Herra forseti, ég vildi hér í lok máls míns bregða upp mynd- um af fjármálastarfsemi rikisins á þessu tímabili. Ég hef haldið mig hér við fjárlögin sjálf og fjármál ríkisins, en ekki farið út í önnur mál, eins og efnahagsmál þjóðarinnar almennt. Ég hef ekki séð ástæðu til í þessari framsögu ræðu, sem á að fjalla um fjár- lagafrv. fyrir 1963, að hefja al- mennar umr. um þjóðmál, enda gera þingsköp ekki ráð fyrir því, að 1. umr. fjárlaganna sé gerð að eldhúsdegi. Ef aðrir ræðumenn gefa tilefni, verður að sjálfsögðu reynt að svara og gefa upplýsingar um önnur mál eftir því, sem efni gef- ast til. Ég vil svo að lokum leggja til, að frv. til fjárlaga fyr- ir árið 1963 verðr vísað til hv. fjárveitinganefndar. SKYNDIHAPPDRÆTTI SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS ER AÐ LJÚKA. Sala hefur verið í fullurn gangi. Meðlim- ir Sjálfstæðisfélaganna hafa fengið senda miða. Er nú skor að á þá að gera skil sem ailra fyrst því að drætti verður ekki frestað. Tækifærið til að eignast spánýja Volkswagen- bifreið fyrir lítinr pening hef- ur aidrei verið stærra KOM IÐ ' SKRIFSTOFÚ SJÁLF STÆD'SFLOKKSII'S OG ] GERIÐ SKIL, HIÐ ALLRA i FYRSTA.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.