Vísir - 25.10.1962, Blaðsíða 15

Vísir - 25.10.1962, Blaðsíða 15
VISIR . Fimmtudagur 25. október 1962. 75 Cecil Saint - Laurent: v NY ÆVI i/ADni í NTYRI ÍKIII IVAKULI o IMU 1. kapítuli. POMONA. fjíangur var milli svefnklefa skipverja framan til á skipinu og hlerar á þilfari, önnur fram- arlega,, hinn við siglutré. Svefn- klefarnir, sem voru litlu stærri en skápur, voru sex talsins, og tvær kojur í hverjum. Karólína svaf í efri koju, en í hinni neðri matsveinninn. Hann var maður hár vexti og gildvaxinn og hár hans tekig að grána, þótt hann væri að sjálfs hans sögn ekki nema 38 ára að aldri. Hann var títt alldrukkinn, einkum er kvelda tók, og gekk þá á stund- um berserksgang. Var munn- söfnuður hans ófagur, er hann loks fór í háttinn, blótsyrðin streymdu af vörum hans, en á milli ákallaði hann æðri mátt- arvöld. Keyrði oft svo úr hófi, að félagar hans misstu þolin- mæðina, og settu ofan í við hann, og tók hann þag óstinnt upp, æpti og bölvaði sem ákaf- ast, en tók svo til að kveina og kvarta, og sofnaði svo oft með svo snöggum hætti, að engu var líkara en að hann hefði verið sleginn í rot. Karólína var dauðhrædd við hann þegar frá upphafi, ekki sízt vegna þess, að hún átti að hjálpa honum í eldhúsinu kl. 8 —10 ag morgni daglega, en eld- húsið . var þröngt, óhreint og daunillt. Það var skipstjórinn, sem rekið hafði Karólínu utan undir í skipsbátnum og sparkað í hana, og hvað „höfðingjarnir hafast að — hinir ætla sér leyf- ist það“, framkoma allra, sem eitthvað máttu sín var svo hranaleg, að ekki sé meira sagt, og eins og títt er bitnagi þetta harðast á þeim, sem minnst mátti sín, skipsdrengnum. Öll- um virtist uppsigað við Karó- línu og flestir sendu henni tón- inn, er hún varð á vegi þeirra, og í rauninni var matsveinninn ekkert verri en hinir, nema í verstu reiðiköstunum, en hún óttaðist hann mest einnig vegna þess að hann var svefnklefafé- lagi hennar, og kenjar hans bitn uðu því enn frekara á henni en öðrum skipverjum. Hann átti það tildæmis til að hrekja hana úr koju um miðja nótt til þess ag sækja sér vatn að drekka. Vinna Karólínu var að öðru leyti að „spúla dekk“, fægja handriðið og húna og annað úr messing, þvo gólfið í göngunum og búa um rúm skipstjóra og taka til í svefnklefa hans, bæta föt og gera ýmislegt annað, er gera þurfti og fékk tíðum vel útilátið spark að launum. Það var helzt eftir fátæklegan mig- degisverð, að hún fékk að vera í friði og gat hugsað um lið- inn tíma og tímann framundan. En það, sem hún nú átti við að búa, var eins konar gjald, sem hún varð að greiða til þess ag losna við að verða gerð höfð ?nu styttri undir fallexinni. Vika var liðin og það var kyrrt veður og nærri dauður sjór, og voru jafnvel aðrir skip- verjar þvl enn fegnari en Karó- lína, því að þeir vissu af reynsl- unni að það var annað en gam- an að vera í stormi úti fyrir ströndum Gascogne, en með- fram þeim varð a)g sigla til þess að sameinast skipalest. Ráðgert hafði verið að Pomona næði skipalestinni í Rochefort, en það tókst ekki, því að hún hafði tafizt í Brest. Og nú átti að reyna að ná henni í rúmsjó og hugsugu skipverjar óttaslegnir til þeirrar hættu, sem nú vofði yfir — að ensk sjóræningjaskip yrðu á vegi Pomonu áður en hún sameinaðist skipalestinni. Loks tóku þeir saman ráð sín Skáldsaga frá tíma frönsku st j órnarbylting- arinnar - fram- hald Karólínu. og voru nokkrir valdir til þess að ganga á fund skipstjóra og fararrfrúm á>feað við hann, að íianfe'Miéi:l0^ðí’ðg sigldi Pomonu aftur til Brest, til þess ag bíða eftir næstu skipalest. Lá nú við, að Karólína örvilnaðist, því að þótt hún væri slegin ótta af til- hugsuninni um það sem fyrir hana kynni að koma, innan um þessa ribbalda, ef það uppgötv- Þér eruð stórglæsilegur í gallabuxum, herra aðist, að hún væri kona, hafði hún allt af getað bægt þeim ótta frá, er henni varg hugsað til fallaxarinnar. Kaus hún sér því heldur það hlutskipti, sem hún nú átti við að búa en það, sem hennar beið, ef aftur yrði hald- ið til Frakklands. Vonaði hún því, að skipstjóri neytti valds síns og áhrifa og þverneitaði að snúa aftur. En þag gerði hann ekki, annað hvort vegna þess að hann var smeykur við skipverja sína eða óttaðist um skipsfarm- inn — að minnsta kosti lét hann sem hann myndi verða við ósk- um þeirra, — ef ekki sæist til skipalestarinnar irinan tveggja sólarhringa skyldi snúið við og haldið til Bordeaux. T A B Z A % - j Z&íS&fMfí # A SHOWEK. OF AKKOWS W/ / ÆMíW&' ■ /ÁC SUPPENLY STOFPE7 THE \ /K / íSfflÍffF' / /// AFE-ASAN'S ffö> Jr-/ t AI7VANCE... ! t 'tú(/[fy. VhhÍiimm CtlAUD 4Itw AN7 SENT HIA\ CKASHING EARTHWAR7— 1-21-5762. A GZOUf’ OP WILP-EYE7 NATIVES QUIC<LV SWAK/AEP ALL OVER HIM— CZKLB7 SY FEAK ANC7 FESPEKATION! Örvaregn stöðvaði skyndilega flótta apamannsins féll til jarðar. og hann Hópur innfæddra villimanna umkringdi hann vita af hræðslu. Þeir voru ör- Barnasagan KALLI m super- filmu- fiskurinr Á meðan Kalli reeddi um við- skiptin við herra Bizniz kom sím- skeytasendill um borð í Krák. „Er skipstjórinn um borð“? spurði hann, „ég er með sim- skeyti til hans frá Follywood í Þegar Karólína færði honum miðdegisverðinn í klefa hans þennan dag spurði hann hrtna — vafalaust vegna þess, að hann hugði hana vita eitthvað um það, sem skipverjar skröf- uðu sín í milli. — Þú mundir sjálfsagt verða hræddur líka, drengur minn, ef við reyndum að komast til Am- eríku — þótt ekki væri í skipa- lest? — Nei, svaraði Karólína, ég væri ekki vitund hræddur. Ég held nú sannast að segja, að heil skipalest hljóti að vekja á sér meiri eftirtekt en eitt skip. Skipstjóri virtist verða hissa á svarinu og sagði hikandi: — Þú leyfir þér, bjálfinn þinn, að hafa sjálfstæða skoðun á þessu. Hvað segja skipverjar um þetta? — Þeir, — þeir segja eitt í dag og annað á morgun. Skipstjórinn klóraði sér á hökunni og virtist vera í vafa. Karólína horfði á hann með að- dáun. Hann var sterklegur og vel byggður, furðulegar tattó- veraðar myndir á handleggjum hans og hnefarnir kraftalegir. Hann var grannholda í andliti, veðurbarinn, hörkulegur á svip, — sem þó virtist bera með sér, að harmur kynni að búa í hjart- anu. Og hið sama kom fram í tilliti augnanna, hörkulegu, en þó ekki án mildi. Hann andvarp- aði. — Ef ég sneri við, sagði hann lágri röddu, nánast eins og hann væri að tala við sjálfan sig, mundi verða litið á mig Ameríku“. Stýrimaðurinn tók við simskeytinu skjálfandi höndum. „Kalli er ekki hér, hugsaði hann, og það liggur alltaf á að koma símjkeytum til réttra aðila. Hver veit hvað stendur í því. Líklega eitthvað um slys og erfið leika. Hvað eigum við að gera? Opna það, lagði meistarinn til. Svo lásu þeir saman: „Býð yður 50.000 dollara fyrir að draga Feitt aMolly til Follywood. Visiorama filmu félagið". 50.000 dollara. Þetta er nú almennilegt starf, sagði meistarinn. Þegar ‘Tommi kom fóru þeir að ræða um hvernig þeir ætiu að búa Kalla undir þetta taugaáfall. Gallabuxur með tvöföld- uni hnjám

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.