Vísir - 25.10.1962, Blaðsíða 5

Vísir - 25.10.1962, Blaðsíða 5
VISIR . Fimmtudagur 25. október 1962. KB 5 Landafræðð— Framhald af bls. 8. þennan eindæma þvætting? Hann hefir það til stuðnings sínu máli að árið 1912 hafi kom ið út landafræði eftir Bjarna Sæmundsson. Satt er það. Þá var sú stórmerka bók tekin til notkunar í Menntaskólanum í Reykjavík, en hann var þá eini menntaskóli landsins. Haustið 1911 þegar ég settist í 1. bekk skólans, notuðum við danska bók eftir Christensen nokkurn, en hún hafði lengi verið notuð í skólanum. Síðan fengum við arkarhefti úr bók dr. Bjarna Sæmundssonar þar til hún var fullprentuð (ég vil hér geta þess að óyíst er, að nokkur íslenzk- ur vísindamaður hafi komið jafnmiklu í verk og hinn frá- bæri maður, dr. Bjarni Sæm- undsson). Blaðamanni „Vísis“ til frekari skýringar og fræðslu, vil ég benda á að 1. útgáfa af landafræði Mortens Hansens skólastjóra, sem notuð var í öllum barnaskólum landsins, kom út árið 1894, árið 1898 kom önnur útgáfa, þriðja út- gáfa 1903 o.s. frv. og mun það sennilega hafa verið 3. útgáfan sem notuð var þegar ég settist í 5. bekk barnaskólans árið 1908. Þá (1908) hafði Morten Hansen einnig gefið út íslandskort og auk þess Landakortabók sína, sem notuð var í mörg ár, eða sennilega áratugi. Auk þessara tveggja kennslubóka í landa- fræði var mikið notuð bók all- stór eftir Karl Finnbogason, en hún var helzt notuð í framhalds skólum öðrum en Menntaskól- anum. Ekki er mér kunnugt um hvaða bækur voru notaðar í skólum hérlendis áður en bók M. H. kom út, en víst er það að landafræði var kennd í barnaskólum i Reykjavík fyrir 75 árum, er móðir mín settist í hann og síðar í Kvennaskólan um, en þar kenndi þá Jón Helga son, síðar biskup. Snúa við Bilið breikkar — Fran.nalc1 ai bls. 1 Jón, og hann hefur ekki kallað saman fund síðan fyrir síðustu helgi. Útgerðarmenn standa í sama stað og áður, sagði Jón, en við höfum hækkað okkur, svo það skilur heldur meira í milli en sl. vor þegar slitnaði I upp úr samningatilraunum.: Samt er ekki ágreiningur um þau atriði sem þá var búið að ná samkomulagi um. Félögin eru að boða vinnustöðvun frá 1. nóvember n. k. Það eru Faxaflóafélögin öll, nema Sandgerði, félögin í Vestmanna eyjum, við Breiðafjörð, á Akur- eyri og á Ólafsfirði. Vestfjarða- félögin hafa ekki haft sam- stöðu með okkur, en eru með Iausa samninga. Ágúst Flygenring, formaður samninganefndar útgerðar- man#a sagði, eins og Jón, að ekkert gengi saman, meó deilu- aðilum. Sjómenn hefðu hækkað launakröfur sínar um 1% síðan í vor. Þá hefðu þeir gert kröfur um breytta stærðarflokkun. þannig að færri menn verði á skipunum e.. áður. Þetta hef- ur í för með sér stærri hluti yfirmanna. Svo teljum við, sagði Ágúst, að afkastageta bátanna nýtist ekki fyllilega ef ekki verða fleiri menn á skipun- um en sjómenn stinga nú upp á. Kristján Ragnarsson fulltrúi Landssambands ísl. útvegs- manna sagði Vísi I morgun að LÍÚ hefði 16. október sent Al- þýðusambandi Vestfjarða bréf þar sem óskað vai eftir samn- ingaviðræðum. Ekkert svar hef- ur en þá borizt. Framhald af bls. 1. skýrði frá því á fundi Öryggis- ráðsins í gærkvöldi, að hann hefði sent samhljóða skeyti til Kennedy forseta og Krúsjeffs, þar sem hann biður þá um að forðast átök við Kúbu. Hann skorar á Krúsjeff að stöðva allar vopnasendingar til Kúbu .og á Kennedy skorar hann að fresta hafnbanninu á Kúbu. í ræðu sinni beindi U Thant þeim tilmælum til leiðtoga Kúbu að stöðva þegar í stað byggingu allra hernaðarmannvirkja á eynni. Ef allir þessir aðiljar fresta að- gerðum í tvær til þrjár vikur, sagði U Thant mun það auðvelda mjög möguleikana á að finna friðsam- lega Iausn á deilumálunum. U Thant sagði að á þeim 17 árum, sem liðin væru frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar hefði aldrei komið meiri ófriðarhætta en nú í Kúbumálinu, þvi að nú stæðu stórveldin hvort andspænis öðru og hætta væri á árekstrum beinlínis milli þeirra. Einhuga — Framhald at bls. 1. as gert. Þeir og fjöldi annarra forystumanna leggja mikla á- herzlu á þá geigvænlegu hættu sem þjóðum þeirra hafi stafað frá vígbúnnaðaræði og , eld- flaugastöðvum á Kúbu. Þá hef- ur Bandalag Ameríkuríkjanna samþykkt með 19 atkv, gegn engu að nauðsynlegt sé að stöðva vopnasendingar til Kúbu og æskja þess að Sameinðu þjóðirnar sjái um að fjarlægja árásarvopn frá Kúbu. Milljónir — F amhald at 16 síðu: milli tiltekinna aðila. Ráðherrann sagði að samtals hefur til þessa innheimzt í gengismun af útflutn- ingsafurðum 144.8 milljónir. Þar af hefðu 32 milljónum verið varið til að greiða hluta útflutnings- gjalds samkvæmt fyrnefndum lög- um, 2.7 milljónir hafa farið til að greiða hluta af hlutatrygginga- sjóðsgjaldi, 13 milljónir til greiðslu á vátryggingagjöldum og 92.4 milljónir til ríkisábyrgðasjóðs. Eft- ir er þá óráðstafað 4.7 milljónir sem geymdar eru á bankareikn- ingi unz fullnaðargreiðsluskil eru fyrir hendi á þessum gengismis- Leiðrétting. Talað var um kirkjulegan tví- söng í viðtali við dr. Róbert Abra- ham Ottósson í gær. Átti það að vera kirkjulegur tónsöngur. Til að fyrirbyggja hugsanlegan misskiln- ing er rétt að geta þess, að dr. Róbert átti auðvitað við móðurmál áheyrenda, þegar hann talaði um þýðingar á erlendum söngverkum. Það kom reyndar fram, en fór á milli mála á öðrum stað i viðtal- inu. Er hann og aðrir beðnir vel- virðingar á þessu. verðanái læðir Lækiis- dómar aljjýðuiar Höfundur þessarar bókar, frk Hulda i Jensdóttir, forstöðu- : kona Fæðingarheim- í ilis Reykjavíkur, er vel kunn íslenzkum mæðrum, einkum í Reykjavík og Hafnarfirði. Það hefur verið hennar mesta áhugamál að sem flestar ís- lenzkar mæður hlytu þá hjálp, sem hún lýsir í þessari bók. Jónas Bjarnason læknir skrifar um þessa bók: er að mínu áliti gulls ígildi fyrir verðandi mæður, og sannarlega þess virði að hún sé lesin með gaumgæfni. Bætir hún að miklum mun úr þeim þekkingarskorti, sem hin verðandi móðir hefur átt við að búa hvað i vændum er, og gefur bókin henni um leið tækifæri til að kynnast, hvernig hún geti alið barn sitt á sem eðlilegasta hátt. ... Hafi frk. Hulda þökk fyrir útgáfu þessarar bókar, sem ég álít að eigi erindi til allra verðandi mæðra." Fæst hjá bóksölum um allt land. Þessi bók hefur náð ótrúlegum vinsæld- um, hvar sem hún hefur komið út, sök- úm einfaldra og auð- veldra ráðlegginga hennar um heilsu- samlegt líferni og viðurværi. Á einum stað í bókinni segir höfundur: „Vermontbúar kunna aðferð til að fjölga at- hafnaárunum ... Sumir þeirra vinna sín beztu verk á aldrinum milli sextugs og átt- ræðs sakir þess, að andleg orka þeirra og ' einbeitni eru í hámarki áður en dregur úr afkastagetu þeirra, að þeir eru ekki lengur- færir um að vinna íullt starf, og er þeir hafa látið af ævistarfinu fyrir elli sakir, hafa þeir orku ,til að njóta hvíldarinnar til fulls og hagnýta hana. Alþýðulækningar stefna að því marki, að æviskeið mannsins verði fimmfaldur þroskunartíminn, eins og i ævi dýranna." Kynnið ykkur reynslu og þekkingu höf- undar þessarar bókar, dr. D. C. Jarvis, sem er enn starfandi læknir i fullu fjöri, þótt áttræður sé, og lærið af henni. Fæst hjá bóksölum um all land. Hættuleg spreaging i Það má teljast einstök mildi að ekki hlauzt stórslys og mikið tjón í gærmorgun er verið var að sprengja fyrir kjallara í grunni Hallgrímskirkjunnar á Skólavörðu- holti. Hafði sprengjuefni verið komið fyrir í járnbentum steinstöpli í vestanverðu kirlljugólfinu, en mennirnir .sem unnu að sprenging- unni murni ekki hafa reiknað með hve mótstaðan í stöplinum var mikil og því aðeins gengið frá sprengingunni eins og venja er til þegar sprengt er í jarðvegi. Um leið og sprengingin sprakk lenti grjóthríðin á plötuþilinu sem komið hefur verið upp úr báru- járni með fram veggjum og fram- hli? kirkjunnar. Hrundi það á löngum kafla eins og spilaborg og lagðist flatt. Að öðru leyti beindist grjót- hríðin mest í vesturátt og lenti m. a. á Leifsstyttunni. Allt í kringum hana lá grjótmulningur. og jafn- vel stórir hnullungar. Var sýnilegt að sumir höfðu lent á styttunni Sfudenta- fagnaður Stúdentaráð Háskóla íslands gengst fyrir stúdentafagnaði á Hótel Borg, næstkoniandi laugardag klukkan níu, að kvöidi Háskólahátiðar. Formað- ur Stúdentaráðs mun bjóða rússa velkomna. Til skemmtun- ar verða gamanvísur og eftir- hermur og verður loks dansað til klukkan tvö um nóttina sjálfri og fótstallinum án þess þó að koma verulega að sök. Vörubif- reið stóð þarna skammt frá stytt- unni, hafði stærðar hnullungur lent á skjólborði hennar og brot- ið það, auk fleiri skemmda sem hún varð fyrir. Tvær fólksbifreiðar stóðu norð- vestan við Leifsstyttuna og skemmdust þær eitthvað en þó miklu minna en búast hefði mátt við því að stærðar hnullungur, allt að 2 — 3 kg. að þyngd, lentu þar rétt hjá. Hnefastór steinn lenti úr þessari sprengingu niður á Skólavörðustíg móts við sjúkrahús Hvítabandsins, og annar viðlíka stór steinn var nærri lentur á konu sem var á I gangi á Njarðargötunni. Hjólríð- andi maður sem var á ferð eftir Njarðargötunni skýrði lögreglunni svo frá að stærðar steinn hafi flogið rétt fyrir ofan höfuðið á sér og minnstu munað að hann yrði fyrir honum. Börn voru að leika í Skólavörðu- holtinu, en rétt til hliðar við það þar sem grjóthríðin dundi yfir. Var það hrein mildi að þau sakaði ekki. Menn sem voru staddir í húsa- kynnum Gleriðjunnar á Skóla- vörðustíg 46 heyrðu grjóthriðina dynja á húsþakinu. Má kalla það hreina hendingu og tilviljun eina að ekki skyldi verða stórslys og mikið verðmæta- tjón við þessa sprengingu. Veðrið — Framh af 16. síðu: ryðja skarðið og allar líkur til að það opnaðist til umferðar fyrir kvöldið. Snjór er ekki talinn mikill þar uppi, en á Siglufirði var i morgun komið fegursta veður, heiðríkja og sólskin. Vegamálaskrifstofan tjáði Vísi í morgun að víða væri keðjufæri á Norðurlandsleiðinni ( þ. e. á fjall- vegunum), en meira fyrir hálku sakir heldur en fyrir snjóa. Hið sama sagði fréttaritari Vísis á Ak- ureyri. Hann sagði að lítill snjór væri á Öxnadalsheiði, en þeim mun meiri hálka, og tveir bílar lentu fyrir hálku sakir út af veg- inum í svokölluðu Klifi. Ekkert tjón hlauzt þó af. Á Akureyri var mikil hálka á gctum í gær og tals- verí um árekstra einkum vegna ’^e-s að ekki höfðu verið settar island opnar í Vörusýningin í borginni Lagos í Nigeríu verður opnuð á laugar- daginn kemur. Fregnir hafa borizt um að fslandsdeildin á sýninsunm sé komin upp Ninería er lang- stærsti ka.mandinn -f íslenzkri sk. -ið í Afríku og er það von út- flytjenda hér, að þátttaka í sýn- ingunni afli nýrra markaða fyrir þessa vöru þar í álfu þar eð kaup- svslumenn úr öllum Afríkulönd um sækia bessa sýningu í íslenzku dei'dinni verða aða' 'eea svnishorn af skreið og lýs> Þar verður og upplýsinga- og land kynningadeild, sem Elín Pálma- dóttir blaðamaður veitir forstöðu. j Þar verða veittar almennar upp- 's-'ngar ui n ’ bióð og um 'lenzkar afurðir 7 íslenzk út- "utninq'í'vrirf"'ki "‘■’k'ega 'tuk Elínar munu tveir fulltrúar 's- lenzkra fyrirtækja verða þarna suður frá, Birgir Halldórsson frá keðjur á bílana, en ekki var þar neitt um harða árekstra og ekki slys af þeirra völdum. Samkvæmt upplýsingum Vega- málaskrifstofunnar, var blindhríð á fjallvegum vcjtanlands í fyrra- kvöld og fyrrinótt og þá munu sumir þeirra hafa lokazt í bili eins og Þingmannaheiði og Þorska- fjarðárheiði. Þó er ekki talið að um verulegan snjó sé að ræða og líkur til að hann verði ekki til verulegra trafala. Yfir Þingmanna- heiði munu bílar þegar hafa brot- izt og aðrir vera á leiðinni yfir hana í dag. Á Austurlandi snjóaði talsvert í gær og fyrrinótt og þá fréttist m. a. um tvo bíla sem festust á Möðrudalsöræfum bæði vegna hríðar og ófærðar. Annars liggja enn ekki ljósar fregnir um þ‘að hve mikill snjór hefur komið á Jökuldalsheiði og Möðrudalsör- æfin. 'ugardag SÍS og Einar Farestveit frá G. Helgason og Melsted. Alls taka 5 íslenzk útflutnings- fyrirtæki þátt í sýningunni i Nig- eríu að bessu sinni, Skreiðarsam- lagið, G. Helgason og Melsted, Lýsi h.f. og Bernharð Petersen.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.