Vísir - 25.10.1962, Blaðsíða 16
VISIR
Fimmtudagur 25. október 1962.
é '
1 DAGUR EFTIR
SKYNDIHAPPDRÆTTI SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS er að
ljúka. Sjálfstæðisflokkurinn heitir á meðlimi sína að duga
vel í lokaátakinu. Góður árangur er Sjálfstæðisflokknum ó-
metanlegur, vegna þess mikla starfs, sem er framundan í
harðnandi stjórnmálabaráttu. Munið að dregið verður 26.
október — á MORGUN — svo að nú eru síðustu forvöð að
kaupa miða eða gera upp á skrifstofum flokksins. — MUNIÐ
AÐ TÆKIFÆRIÐ TIL AÐ EIGNAST NÝJAN BÍL FYRIR
LÍTIÐ HEFUR ALDREI VERIÐ BETRA.
Jt
Batnandi veður
og færð lagast
Nokkurt snjóföl gerði í fyrrinótt
og í gær um norðanvert landið, en
í morgun hefur veður batnað og
144.8
var komið sólskin og fegursta veð-
ur á Norðurlandi.
Að því er Vegamálaskrifstofan
tjáði Vísi í morgun höfðu engar
leiðir lokazt á Norðurlandi af völd-
um snjókomunnar nema Siglu-
fjarðarskarð. En að því er frétta-
ritari Vísis á Siglufirði tjáði blað-
inu í morgun var þá byrjað að
Framh. á bls. 5.
TREFLAR
Eftir langvarandi rigningar í Reykjavík, hefur nú brugðið
til kulda og frosts. I stað regnhlífa sjást nú flagsandi trefl-
ar hvert sem litið er. Ekki er á þessum stúlkum að sjá að
þær harmi þessa breytingu, að minnsta kosti eru þær býsna broshýrar með treflana sína. Mynd-
in var tekin í Lækjargötu í morgun af ljósm. Vísis I.M.
Viðskiptamálaráðherra svaraði á
Alþingi í gær fyrirspurn frá Gísla
Guðmundssyni um upphæð og ráð-
stöfun gengismismunar, sem inn-
heimzt hefur af útflutningsafurð-
um sem hækkuðu í verði við
gengisbreytinguna í fyrra. Sam-
kvæmt sérstökum lögum skyldi
leggja þennan mismun á reikning
í seðlabankanum og skipta síðan
Framhald á bls. 5
Skrílslætí ú
Nýlega tók til starfa Leikhús
æskunnar á vegum æskulýðs-
ráðs. Leikhús þetta hefur sem
kunnugt er aðsetur f Tjarnarbæ
og hefur að undanförnu sýnt
leikritið Herakles og Ásíasar-
fjósið eftir svissneska skáldið
Diirrenmatt. Af því þetta Ieik-
hús er kennt sérstaklega við
æskuna þótti vel við eigandi, að
nemendum úr skólum bæjarins
væri gefinn kostur á að sjá
Konungsathöfn fyrir
25 árum
Sogsvirkjunin, nánar tiltekið
Ljósafossstöðin, á aldarfjórð-
ungsafmæli í dag. Það eru liðin
rétt 25 ár síðan Sogsvirkjunin
var tengd við bæjarkerfi í
Reykjavfk um Elliðaárstöðina
eða 25. okt. 1937.
Árið áður, í júní 1936, hafði
þáverandi konungur Islands og
Danmerkur, Kristján tíundi, er
þá var hér í opinberri heim-
sókn ásamt drottningu sinni,
lagt hornsteininn að Ljósafoss-
stöðinni. Meðfylgjandi mynd
sýnir konung þegar liann
er að leggja hornsteininn. Á
þessari sögulegu mynd sjást
einnig Pétur Halldcrsson borg-
arstjóri, Guðmundur Ásbjörns-
son forseti bæjarstjórnar og
Steingrímur Jónsson rafm.stjóri
leiksýningu
góða leiklist flutta á vegum
æskunnar sjálfrar. Á sýningunni
á sunnudagskvöldið launuðu
svo nemendur úr ónefndum
gagnfræðaskóla hér f borginni
boð Leikhúss æskunnar á held-
ur ósmekklegan hátt, svo ekki
sé meira sagt. Skrflslæti þessara
skólanemenda keyrðu svo úr
hófi að við borð lá að hætta
yrði sýningunni í miðjum klíð-
um, að ekki sé minnzt á eyði-
lagða skemmtun fyrir aðra Ieik
húsgesti. Alla sýninguna á enda
linnti ekki framíköllum og
„gáfulegum" athugasemdum. og
útúrsnúningum úr texta leikrits
ins.
Ekki verður sagt að þessi
framkoma beri reykvískri skóla
æsku fagurt vitni, ef allt er
þessu líkt. Það er ekki nóg með
að nemendum þessa ónafn-
greinda skóla hafi tekizt að eyði
leggja leiksýningu á sunnudags
kvöldið bæði fyrir sér og öðr-
um, heldur hefur þeim einnig
tekizt að koma því svo fyrir, að
nemendur úr öðrum gagnfræða-
skólum fá ekki að sjá þessa á-
gætu leiksýningu, því forráða-
menn Leikhúss æskunnar munu
ekki telja sér fært að bjóða
gagnfræðaskólanemendum á sýn
ingar sínar í bráð að minnsta
kosti.
Það hefur tíðkazt á leikhús-
um borgarinnar undanfarin ár
að bjóða skólafólki á sýningar
sínar gegn vægu gjaldi, og hef-
ur þeim þannig gefizt kostur á
að kynnast góðri leiklist. Það
er þvf hart ef nemendum eins
skóla tekst að eyðileggja þetta
tækifæri fyrir öllum jafnöldrum
sínum.
Góður fiskmarkað-
ur í V-Þýzkalandi
Aflasölur togaranna í október
hafa gengið vel, einkum í Þýzka-
landi.
Það sem af e: ch'Jber hafa 22
íslenzkir togarar Iandað f V-Þýzka
landi 3000 lestum fyrir 2.350
milljónir þýzk mörk.
Tveir togaranna Narfi og Fylkir
landa þar í dag, en ókunnugt er
um sölu þeirra. Narfi landar í
Bremerhaven en Fylkir í Cuxhav-
en. I næstu viku landa 5 — 6 tog-
arar í V-Þýzkalandi svo að sölu-
ferðir íslenzku togaranna þangað
verða þá orðnar 30—31 í þessum
mánuði.
Markaður hefur verið góður í
V-Þýzkalandi, stundum mjög góð-
ur. Veldur því minni afli þýzkra
togara, sem auk þess hafa haldið
sig á síldveiðum meira en áður.
í Bretlandi hafa 5 ísl. togarar
selt 638 lestir fyrir 47.490 sterlings
pund. íslenzkir togarar munu ekki
landa meiri afla í Bretlandi þennan
mánuð.