Vísir - 25.10.1962, Blaðsíða 9

Vísir - 25.10.1962, Blaðsíða 9
V1S IR . Fimmtudagur 25. október 1962. 9 T dag mun sænska akademian gefa út tilkynningu um það hvaða skáld eða rithöfundur skuli hljóta bókmenntaverðlaun Nóbels, sem felur í sér yfir 2 millj. kr. í peningum til þess að hinn hamingjusami geti lifað áhyggjulausu lífi það sem eftir er ævinnar og svo fylgir því frægð um allan heim ásamt tilboðum bókaútgefenda um stórar útgáfur á verkum Nóbels- skáldsins. Enginn getur sagt fyrir um með neinni vissu hver muni nú njóta þessa heiðurs. Það verður ákveðið á lokuðum fundi „Adert- on“ eða hinna átján voldugu manna sænsku akademíunnar. 1913: Tagore frá Indlandi. sagnaskáldskapur hans er nú að mestu gleymdur að undanskil- inni sögunni Quo Vadis, sem þykir ágætt reyfarakennt efni í kvikmyndir. Og árið 1903 var rifizt um það í sænsku akademíunni hvör þeirra Björnson eða Ibsen ættu að fá verðlaunin. Það hefur ver- ið upplýst síðar, að einn af á- hcifamestu meðlimum akademí- unnar hafi þá gefið yfirlýsingu um það, að það þýddi ekkert að veita Ibsen verðlaunin, þvl að hann færi hnignandi en Björnson stæði hins vegar á hátindi. Og Björnson hlaut verðlaunin. íyíobel hataði naturalisma Emils Zola og mesta snilling en um leið byltingarmann sinnar eigin þjóðar August Strindberg, En af öllum skáldum dáðist hann mest af enska skáldinu Shelley. Og það er talið að tak- markalaus aðdáun Nobels á Shelley hafi á endanum leitt til þess, að hann varði hluta eigna sinna til að stofna bók- menntasjóð Nobels. 1 fyrstu erfðaskrá sinni sem var skráð 1893 nefndi Nobel ekki bók- menntaverðlaun á nafn, heldur aðeins verðlaunin f raunvísind- um. En eftir að hann hafði samið þessa eldri erfðaskrá sóttu kvæði Shelleys á hann f vöku og draumi unz hann lét undan og ákvað í sfðustu erfðaskrá sinni að hluti eigna hans skyldi fara til bókmenntaverðlauna. En segja má að þetta hafi borgað sig, því að ekkert hefur haldið Afhending Nóbelsverðlaunanna er konungleg athöfn. Svíakonungur afhendir þau í veizlu mikilli. — Myndin sýnir þegar Gustaf Adolf konungur afhenti franska rithöfundinum Albert Camus þau árið 1948. Bókmeimtaverðlaimum NGBELS Að undanförnu hefur í tilgát- um einkum borið á nafni banda- rfska skáldsagnahöfundarins John Steinbeck, en það getur farið eins fyrir honum og dönsku skáldkonunni Karen Blixen sem um margra ára skeið hefur verið talinn vænlegasti „kandidatinn" en nú lézt hún í haust án þess að hafa fengið virðingartákn Nóbels- verðlaunanna. A/'erðlaunaveitingin hefur oftast ’ verið mjög umdeild. Það virðist ekki hægt að sjá neina á- kveðna stefnu í veitingunum og líkast þvf sem hinir átján fylgi engri sérstakri reglu.. Þeir eru oft sakaðir um að beita miklu valdi af handahófi og þegar litið er yfir farinn veg geta menn orð- ið sammála um að sumar verð- launaveitingarnar hafa verið mis- heppnaðar. Menn sem nú eru grafnir og gleymdir hafa fengið verðlaunin en aðrir sem nú njóta alþjóða viðurkenningar urðu af heiðrinum. Stofnandi verðlaunasjóðsins var Alfred Nobel, hinn kunni og for- ríki sænski iðjuhöldur, sem græddi m. a. offjár á uppfinningu dýnamítsins. Við vitum það um Nobel sjálf- an, að hann hafði dálæti á þrem- ur norrænum samtímarithöfund- um: Björnstjerne Björnson, Henrik Ibsen og Selmu Lagerlöf. Tveir þeirra fengu líka Nóbels- verðlaun, en það er undarleg og kaldranaleg stáðreynd að sá þeirra sem nú nýtur alheimsvið- urkenningar, Henrik Ibsen, og er talinn gnæfa yfir Björnson og Selmu Lagerlöf varð útundan. Ibsen dó 1906 og hafði þá fimm Nóbelsverðlaunum í bókmenntum verið úthlutað. Þau fimmtu hafði pólski rithöfundurinn Henryk Sienkiewicz hlotið, en 1925: Bernard Shaw. 1938: Pearl S. Buck. nafni Nobels jafn mikið á lofti og bókmenntaverðlaunin. Verð- launin í eðlisfræði og læknis- fræði hefðu aldrei skapað nafni hans svo mikla frægð. T erfðaskrána setti Nobel þau ein fyrirmæli um veitingu verður úthlutað / dag verðlaunanna, að þau skyldu helzt fara til skálda er sýndu hugsjónastefnu í skáldskap sín- um, en þessi setning má heita bein tilvísun um skáldskap Shell- eys. Ekki virðist akademían hafa talið sig bundna af þessu fyrir- mæli. Það er þvert á móti eftir- takanlegt, að hún hefur fremur forðazt að veita verðlaunin bylt- ingarseggjum og hugsjónamönn- um. Þegar byrjað var að úthluta Nóbelsverðlaununum var enn á lífi einn af -hinum stórkostlegu rithöfundum 19. aldarinnar, sem hafði sannarlega ekki skort hug- sjónir. Það var Rússinn Leo Tolstoy. Hann hafði fórnað öllu lífi sínu I friðarbaráttu. Auðvitað var nafn hans oft nefnt í akademíunni og menn viðurkenndu að hann ætti fram- ar flestum öðrum skilið að fá þessa viðurkenningu. En það er óhætt að segja að akademíuna skorti beinlínis hugrekki til að veita honum verðlaunin. Því að þegar hér var komið á þessum efstu árurn Tolstoys hafði hann gert uppreisn gegn hinni voldugu rússnesku ríkiskirkju, jafnvel uppreisn gegn sjálfu ríkinu. Hann afneitaði rétti ríkisins til að innheimta skatta og við- halda her til varnar jafnvel þó á það væri ráðizt. Hvernig yrði það tekið upp, ef honum væru veitt þessi verðlaun? Það var í rauninni kjarninn í mótbárunum, þó ýmsar aðrar tylliástæður væru nefndar eins og það að ó- líklegt væri að hann fengi að halda peningunum eða að hann vissi ekkert hvað hann ætti við þá að gera. Og það var ekki fyrr en 1933 sem fyrsti Rússinn hlaut Nóbels- verðlaun og þá varð fyrir valinu landflótta Hvlt-Rússi að nafni Ivan Bunin. Hver hann er vita nú ví fáir. að versta við verðlaunaveit- ingarnar á fyrstu áratugum aldarinnar var að segja má að meðlimir akademíunnar hafi ekki fundið neina snertingu við þær listastefnur sem voru einmitt að koma upp á þessum árum og eru síðar taldar kennimerki þessara tíma. Við skulum nefna t. d. þær hreyfingar sem komu upp kring- um Mallarmé, Swinburne, d’Annunzio, Hofmannsthal, Stef- an George, Rainer Maria Rilke, Verharen og Brusjoff. Enginn þessara brautryðjenda hlaut verð- laun. Það er eins og akademían hafi ekki vitað að þessir menn voru til. Ekki fengu heldur Marcel Proust eða James Joyce verðlaunin. í stað þeirra er að finna nöfn á listanum eins og Carducci, Eucken, Heyse, Gjellerup, Spitt- eler, rithöfundar og skáld sem ekki skal gert lítið úr, en á með- an sátu aðrir meiri hjá. Margir frægir rithöfundar hafa einnig hlotið verðlaunin eins og Kipling, Selma Lagerlöf, Maeterlinck, Gerhart Hauptmann, Anatole France, Bernard Shaw og Thomas Mann. En svo kom að því að hini- heimsfrægu rit- höfundar voru uppurnir, þeir voru ekki fleiri en það og þá sveif akademían í lausu lofti og tók þá stefnu að fara að veita verðlaunin eftir svæðum. Verði þeirri reglu haldið áfram getur það leitt til þess, að smámsaman fái einhver rithöfundur frá hverri einustu þjóð verðlaunin. Tjað þótti einkennilegt, þegar ■* Winston Churchill voru veitt verðlaunin. Hann hafði að vísu verið góður blaðamaður, ljómandi ræðumaður og sæmileg- ur sagnfræðingur, en það var ó- mögulegt að segja að hann væri rithöfundur eða skáld „með hug- sjónastefnu“. Svo fór ný kynslóð ungra Bandaríkjamanna að koma fram á sviðið og akademían veitti þeim viðurkenningu þegar þeir voru orðnir heimsfrægir. Hún var oftast heppin í því vali, Sinclair Lewis, Ernest Hemingway og William Faulkner, en margir telja það hins vegar eitt mesta óhappa verk hennar, þcgar bandarísku skáldkonunni Pearl S. Buck voru veitt verðlaunin á grund- velli bókr.rinnar „Góð jörð“. Það má segja, að akademían hafi fremur vaxið að virðingu á síðustu áratugum fyrir verðlauna- veitingar sínar og þá ekki sízt fyrir hina djörfu veitingu verð- launanna til Pasternaks, sem nýtur mikillar viðurkenningar fyrir skáldska. sinn, ekki aðeins vegna skáldsögunnar Dr.'Sivagó heldur engu síður fyrir ljóð sin. Cú saga gengur, að Nobel hafi verið friðarsinni og þess Framhald á bls. 13. i«

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.