Vísir - 25.10.1962, Blaðsíða 8

Vísir - 25.10.1962, Blaðsíða 8
8 VÍSIR . Fimmtudagur 25. október 1962. Utgefandi: Blaðaútgáfan VlSIR. Ritstjórar: Hersteinn Pálsson, Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson. Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen. Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3. Áskrifstargjald er 55 krónur á mánuði. I lausasölu 4 kr. eint. — Sími 11660 (5 línur) Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f Að eiga sitt fyrirtæki Eitt mesta mein hins íslenzka þjóðfélags eru þær tíðu og illvígu vinnudeilur, sem hér tíðkast. Þær koma í veg fyrir að það gagnkvæma traust myndist milli launþega og vinnuveitenda, sem fyrir löngu er á kom- ið í hinum grónari menningarríkjum álfunnar. Ótal- inn er sá skaði, sem vinnudeilumar hafa skapað þjóð- inni allri, en ekki einungis verkamönnum og vinnu- veitendum. Og sá dagur er loks runninn upp, að ís- lenzkir Iaunþegar hafa flestir hverjir gert sér ljóst, að verkföll eru örsjaldnast leiðin til raunhæfra kjara- bóta. Það er hægara um að tala en ráða bót á þessu stórkostlega þjóðfélagsmeini. En hví ættum við þá ekki að líta til reynslu annarra þjóða í þessu efni, segjum Þjóðverja og Bandaríkjamanna? Þeir hafa tekið upp það fyrirkomulag, sem nefna má á íslenzku hlutdeild- arfyrirkomulagið, í atvinnurekstri sínum. Kjami þess er að launþegarnir eru meðeigendur í atvinnurekstr- inum og hirða arð af honum eftir því sem afkom- an er. Með þessu fyrirkomulagi er um heill þeirra sjálfra að tefla. Þeir eru samtímis vinnuveitendur og laun- þegar. Hinn gamli fjandskapur vinnu og fjármagns minnkar eða hverfur með öllu. Er þetta ekki ein bezta lausnin á hinum stór- felldu verklýðsvandamálum okkar íslendinga? Sjálf- sagt er að minnsta kosti að þaulreyna hana hér á landi. Hún hefir gefizt öðrum þjóðum vel. Og hún er mjög réttlát. Ef vel gengur á launþeginn að auðg- ast í hlutfalli við aukinn ágóða. Ekki einungis viku- kaupið á að hækka. Þrír þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa vakið máls á þessari merku hugmynd á þingi. Þess er að vænta að hún fái óskipta athygli löggjafarsamkom- unnar. Lúðvík og skattarnir í fjárlagaumræðunum vakti Lúðvík Jósefsson sér- staka athygli fyrir óheiðarlegan málflutning. Að vísu eru menn flestu orðnir vanir af hálfu kommúnista, en sérleg var þó ósvífni Lúðvíks í þetta sinn. Hann hélt því blákalt fram að skattar og tollar hefðu verið stórhækkaðir með fjárlagafrumvarpinu. Meiri blekkingu er vart hægt að hugsa sér. Það, sem gerist er það, að áætlað er að ríkistekjumar muni auk- ast um yfir 300 millj. króna. Þess vegna hlýtur þetta fé að vera tekið í nýjum sköttum af landsfólkinu, segir Norðfjarðarkommúnistinn. Sannleikurinn er sá, að gert er ráð fyrir því að innflutningur muni aukast og heildarupphæð innflutningsgjaldanna, sem í ríkis- sjóð rennur, því hækka. Þetta skilur hvert mannsbarn. Lúðvík líka. En hann treystir á blekkinguna kommúnistum til fullting- is. Það sýnir hver malsstaður þeirra er. STÓRSIYS Á ♦ Þau björguðust við mikil harmkvæli frá sjóslysinu mikla á MMississippi, sem sagt er frá í greininni. mississippi í gegnum eldhafið, og bjargaði sér. Einn í lífshættu. eldurinn var sem mestur. Það verður ekki vitað fyrr en skips- skrokkurinn hefur kólnað. Um síðustu helgi varð mikill árekstur í þéttri þoku á milli norsks olíu- skips og dráttarbáts með olíupramma í eftir- dragi. í einu vetfangi brauzt út eldur um olíu- skipið og prammana og öðru augnabliki síð- ar hafði myndazt eldhaf á vatninu umhverfis. — Þetta átti sér stað á Mississippi-fljótinu, 50 km. frá New Orleans. 19 fórust. Nítján fórust, þar á meðal 14 Norðmenn, þar á meðal voru meðal skipshafnarinnar á norska skipinu fórust bæði. Hún var þjónustustúlka en hann var viðgerðarmaður. Tólf hinna látnu hafa fundizt í norska skipinu, en talið er að hinir 7 hafi drukknað. Hetjudáð. Þeir sem komust af voru þegar fluttir til New Orleans, sumir á sjúkrahús Sjö reyndust vera alvarlega slasaðir, en aðeins einn af þeim var talinn lífshættu. Hinir sextán af skipshöfninni fengu inni í einu af hótelum borgar- innar. Þeim hefur verið séð fyrir peningum og fatnaði. En enginn hefur raunverulega náð sér eftir áfallið, og mun áreið- anlega aldrei hverfa þeim úr minni sú hræðilega stund þegar öll sund viftust lokuð til björg- unar. Skrokkurinn rauðglóandi. Samkvæmt síðustu fregnum hefur ekki verið hægt að fara niður í vistarverur skipverja. Skipsskrokkurinn er rauðgló- andi, þótt slökkviliðsmönnum hafi tekizt að hefta útbreiðslu eldsins. Þangað til veit enginn með vissu hvort einhver hefur mætt örlögum sínum við þær hryllilegu kringumstæður er það hljóta að hafa verið, þegar Sprengingu forðað. Sjónarvottar segjast ekki geta gleymt þeim hræðilegu neyðarópum, sem bárust frá norska skipinu yfir á bakka Mississippisfljótsins. Þetta fólk óttaðist það mest að sprenging yrði í olíuskipinu áður en björgun bærist. Sér og skips- höfninni til mikils Iéttist tókst að koma í veg fyrir spreng- ingu, sem óhjákvæmilega hefði kostað fleiri mannslíf en orðið var. Bandaríska strandgæzlan og Rauði Krossinn komu á vett vang og unnu mikið og djarf- legt björgunarstarf. Einnar hetjudáðar hefur ver- ið getið. En fleiri unnu afreks- verk en sá nítján ára gamli, og björguðu með því mannslífum. Einn sjómannanna, sem átti að eins eftir eitt. einasta sundtak að fljótsbakkanum, heyrði skyndilega til félaga síns úti í eldhafinu, sem var að kalla á ■jálp. Án þess að hika sneri sjómaðurinn til baka út í eld- hafið og bjargaði félaga sínum. Landafrœðikennsla Nítján ára drengur ávann sér hetjuorð með æðrulausri og djarflegri framkomu á hinni miklu hættustund. Strax og hann varð var við áreksturinn og að eldur hafði brotizt út hljóp hann niður undir þiljui og varaði skipsfélaga sína við. Er talið að þetta hafi bjargað mörgum mannslífum. Með þessu lagði hinn ungi maður sig í lífshættu og slapp hann naum lega, en állmikið brenndur og særður. Þannig stökk hann síð- an fyrir 1 og synti undir og á íslandi Nýlega sendi Hendrik Ottós- son Vísi brél þar sem hann vík- ur að þvi að landafræðikennsla á íslandi sé eldri en 50 ára. I-Iendrik segir: Nýlega birti ,,Vísir“ greinar- stúf, en þó talinn það mikils virði að hann er settur í ramma á blaðsíðu 7, en einmitt á þeirri sömu síðu er viðtal, sem Ólaf- ur sálfræðingur Gunnarsson frá Vík í Lóni befur átt við skrif- stofustjóra fræðslumálaskrif- stofunnar i Björgvin. C:tur þessi norski maður því haft á- minntan greinarstúf með sér til Björgvinjar til góðrar uppfræð- ingar norskum. Höfundur grein arstúfsins segir þar, að á þessu ári séu liðin 50 ár frá því, að fyrst var hafin kennsla í landa- fræði í skólum hér á landi. Hvaðan hefur blaðamaðurinn Framh. á bls. 5. rs

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.