Vísir - 25.10.1962, Blaðsíða 4

Vísir - 25.10.1962, Blaðsíða 4
4 V í S I R . Fimmtudagur 25. október 1962. Einn í röð mætustu Vestur- íslendinga, Gisli Jónsson ritstjóri hefur dvalizt í heim- sókn á íslandi í sumar en er nú floginn vestur um haf aftur. Gísli Jónsson er á 87. aldurs- ári, en ern og hress og fjörugur sem ungur væri. Hann er fædd- ur á Háreksstöðum í Norður- Múlasýslu, albróðir Einars Páls sem lengi var ritstjóri Lögbergs en er nú látinn fyrir fáum ár- um. Gfsli fluttist vestur um haf fyrir nær 60 árum, eða nánar tiltekið 1903, en hann er prent- ari að iðn og hefur staðið fyrir prentsmiðju lengst af frá því hann fluttist vestur, Jafnhliða því hefur hann í rúmlega 20 ár haft ritstjórn Tímarits þjóð- ræknisfélagsins á hendi, en það er um langmerkasta útgáfustarf semi Islendinga vestanhafs, sem gefin er út á íslenzku máli. Vísir hitti Gísla snöggvast að máli áður en hann fór vestur og spurði hann um för hans hing- að í sumar. — Þetta er í þriðja skipti sem ég kem hingað í heimsókn frá því er ég fluttist alfarinn vestur. Fyrst kom ég 1927 með skipi, næst kom ég 1952, eða — Já. ég lenti í þeirri böl- vaðri vitleysu að gefa út bók. Kunningjarnir töldu mér trú um það að hún væri þess virði, eri svo þegar ég fór að lesa próf- arkir að henni, sé ég bezt hví- líkt flón ég er. Ég er farinn að dauðsjá eftir þessu. — Um hvað fjallar hún? — Þetta eru eins konar endur minningar, en þó ekki sjálfs- ævisaga í jarðarfararstíl. Bókin fjallar eiginlega meir um aðra heldur en sjálfan mig. Þetta eru smáþættir um ýmislegt fólk sem ég hef kynnzt á lífsleið- inni, einkum þó vestan hafs. Margt af því hefur komið á prenti áður, mest í vestur-ís- lenzkum blöðum og ritum. — Verður þetta stór bók? — Líklega nokkuð stór og með mörgum myndum. Árni Bjarnason bókaútgefandi á Akureyri annast og kostar út- gáfuna. Ég hef skipt henni nið- ur í fjóra kafla. Sá fyrsti fjallar um tónskáld, en ég hafði mikið yndi af hljómlist á yngri árum mínum og söng sjálfur. Annar kaflinn er safn af erindum og ritgerðum um ýmis efni. Þriðji kaflinn heitir Samtíðarmenn. Það er safn greina um fólk sem Gfsli Jónsson, ritstjóri var fátækt, en hins vegar tals- vert gert að því að gylla fyrir manni framtíðarlandið í Ame- ríku. Líka var það að Kanada- stjórn sóttist meir eftir Skand- inavíubúum og íslendrngum heldur en íbúum flestra annarra þjóða, þótti þeir duglegri og meiri mannskapur að þeim. Kanadastjórn veitti líka mikinn fargjaldaafslátt þeim innflytj- endum sem héðan komu. Allt þetta varð til þess að ég slóst £ ferð með stórum inn- flytjendahóp sem fór frá íslandi sumarið 1903. Samskípa mér vestur um haf voru nokkuð á 6. hundrað landar, sem flestir fóru til Winnipeg og Islendinga byggðanna þar í grennd. — Hvað tókstu þér fyrir hendur eftir að vestur kom? — Ég fór í mfna iðngrein, prentverkið, og hef urmið að því alla ævi síðan, þar til nú fyrir nokkrum árum að ég hætti ‘ fyrir aldurs sakir. Fyrst stofn- aði ég sjálfur smá-prentsmiðju, en átti í hálfgerðu basli með hana og var að hugsa um að fara heim. En af enskærri tilvilj un bauðst mér á síðustu stundu að taka að mér stjórn prent- smiðju sem stórt líftryggingár- félag í Winnipeg átti og hjá því fyrirtæki hef ég starfað lengst af ævinnar. Varðhald fyrir líkamsmeiðingar Fluttist fyrir 60 arum við prentnám í Prentsmiðju Björns Jónssonar á Akureyri. En það var ekki mikið að gera í faginú hér á landi í þá daga. Hins vegar var einmitt á þess- um árum mikið um Vestur- heimsfarir meðal íslendinga. Fólkið bjó við erfið kjör og Þann 19. þ.m. gekk dómur f sakadómi Reykjavíkur, þar sem ákærður var dæmdur í 45 daga varðhald fyrir líkamsmeiðingar. Hafði ákærður lent £ átökum við mann nokkurn á barnum í Lidó. Ekki varð með fullu upp- lýst hvor þeirra tveggja Hafði ákærður lent í átökum við mann nokkurn á barnum í Lido. Ekki varð með fullu upplýst hvor þeirra tveggja átti upptökin að missætti þeirra og átökum. En þeim lyktaði þannig að ákærði slengdi andstæðingi sínum í gólf- ið og sparkaði að því búnu svo hrottalega í hann að hann hlaut slæmt fótbrot og er enn ekki að fullu búinn að ná sér. Hallveigarstaðir rísa nœsta sumar fyrir tfu árum og svo núna. Þessi tvö síðustu skiptin með flugvélum. Oftar kem ég varla — hef ekki aldur til þess, svo að nú kveð ég ísland í síðasta sinn. — Hafðirðu gaman af ferð- inni í sumar? — Það er alltaf gaman að koma til Islands, hitta frændur og vini og sjá framfarirnar sem orðið hafa. En veðráttan var ekkert gestrisin við mig í sum- ar. Ég fór með síra Sigurjóni bróður mínum austur á Fljóts- dalshérað f sumar. Vorum þar í mánuð, oftast í rigningu og kalsaveðri. Fengum þó nokkra góða daga á Vopnafirði, en þangað hef ég ekki komið í 65 ár. Það var talsverð uppbót. Undanfarið hef ég verið á Akur- eyri — aðallega við að undir- búa og lesa prófarkir að bók — en þar var kalsaveður líka. Og eftir að ég kom til Reykjavíkur rigning og þoka og súld á hverjum degi, svo það er ekki hægt að segja að ég hafi verið veðurheppinn. — Ertu að fást við bókaút- gáfu norður á Akureyri? ég hef kynnzt eða haft saman við að sælda á lífsleiðinni. Lengsta greinin fjallar um mína eigin fjölskyldu. Sfðasta kafl- ann í bókinni hef ég nefnt For- málsorð bóka. Það er asnaleg kaflafyrirsögn, ég játa það, en ég fann ekkert betra. — Þú ert ennþá ritstjóri Tímarits þjóðræknisfélagsins í Vesturheimi? — Ég hef verið það síðustu 23 árin, tók við af séra Rögn- valdi Péturssyni þegar hann lézt, en hann hafði þá verið ritstjóri tímaritsins 20 árin næstu á undan. Mér er nú farið að daprast sjónin svo mjög að ég hef orðið að fá mér aðstoðar mann, sem hjálpar mér einkum við prófarkalestur. Það er Har- aldur Bessason og það hefur verið hin ágætasta samvinna okkar á milli. Ég vona að tíma- ritið haldi áfram að koma út þó að ég falli frá. — Telur þú að Vestur-íslend ingar muni halda áfram við menningartengsl við ættþjóðina hér heima? — Mér þykir það sennilegt. Annars er viðhorfið mjög breytt frá þvf sem áður var. Það er ekki sama knýjandi þörf in fyrir íslenzkum blaða- og bókakosti og áður var. Margir af eldri kynslóðinni tala reynd- ar ennþá íslenzku, en þeir lesa og skrifa líka ensku og hrærast að sjálfsögðu í enskum hugs- unarhætti, eins og lög gera ráð fyrir. Unga kynslóðin er meira slitin úr tengslum við ættjörð- ina og margir kunna ekki ís- lenzku sem varla er heldur von. Þrátt fyrir þetta er margt fólk af íslenzku bergi brotið sem hugsar til ættjarðarinnar og vill vera í meira eða minni tengslum við hana. Það vill fylgjast með íslenzkum hugsun- arhætti, lesa bækur á íslenzkri tungu og kynna sér menningar verðmæti heimalandsins. Sumt af þessu fólki er fætt vestan hafs og hefur aldrei komið til íslands. En það hugsar um upp- runa sinn,, enda þótt það séu ríkisborgarar annarrar þjóðar og þeir eru oft ekki lakari ís- lendingar en hverjir aðrir. — Þú fluttist vestur um haf fyrir um það bil 60 árum? — Já, þá hafði ég nýlokið Það hefir lengi verið á döfinni að reisa Hallveigar staði við Garðastræti og nú er málið komið á þann rekspöl, að byggingin verð ur steypt upp á næsta ári. Arkitekt sjálfseignarstofnunarinn ar Hallveigarstaða, Sigvaldi Thord- arson, hefir gert nýja uppdrætti af þessum heimkynnum kvennasam- takanna, og hann hefir einnig aug- lýst eftir tilboðum í að steypa bygg inguna upp, en gert er ráð fyrir, að þeim hluta verksins verði lokið næsta sumar. Vísir átti stutt samtal við Sigvalda Thordarson og spurði hann um gang málsins, og skýrði hann svo frá, að sú bygging, sem nú yrði reist, mundi verða mjög frá brugðin þeirri, sem upphaflega var ætlað að reisa en hætt var við. Þá var ætlunin, að komið yrði upp byggingu, þar sem stúlkur eða kon- ur gætu fengið leigð einstaklings- herbergi, og var gert ráð fyrir, að sú bygging yrði einar sex hæðir. Nú hefur verið horfið að því, að þarna verði aðeins um félagsheimili að ræða, aðalbyggingin verði tvær hæðir og kjallari. Innrétting verður í aðalatriðum þannig, að um einn stóran sal verður að ræða og tvo minni, sem hentugir eru til alls konar félagsstarfsemi kvenna. Svo sem kunnugt er risu mála- ferli út af fyrirætlunum kvenna- samtakanna um að reisa Hallveigar staði, og lauk þeim þannig f aðal- atriðum, að það verður matsatriði er byggingarframkvæmdum verður lokið, hversu miklar bætur skuli greiða eiganda næsta húss við Tún- götu, þar sem byggingin er talin rýra verðmæti þeirrar eignar. >'

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.