Tölvumál - 01.10.1997, Blaðsíða 3

Tölvumál - 01.10.1997, Blaðsíða 3
Ritstjórnarpistill EFNI 5 Frá formanni Haukur Oddsson 6 Frá orðanefnd Stefán Briem 7 Haustráðstefna Skýrslutæknifélagsins Þorkel Sigurlaugsson 9 2000 raunir Albert Ólafsson og Guðríður Jóhannesdóttir 11 Tímasprengja - árið 2000 J. Pálmi Hinriksson 12 Árið 2000 Guðmundur Guðmundsson 16 Netverslun með bækur í sókn Kristján Guy Burgess 18 Hugleiðingar um fornleifar framtíðarinnar Brynhildur Ingvarsdóttir 20 Klemens Tryggvason látinn 21 The Business Software Alliance - á íslandi Hróbjartur Jónatansson í hugum margra félagsmanna Skýrslutækni- félagsins markar haustráðstefna félagsins upp- haf haustsins. í ár má segja að það hausti vel. Haustráðstefnan tókst að mínu mati afar vel, var einkar áhugaverð og ber vott um það öfluga starf sem á sér stað innan Skýrslutæknifélgsins. Tölvumál líta nú dagsins Ijós eftir sumarleyfi og býður lesendum sínum vonandi upp á áhuga- verða umfjöllun. Að þessu sinni fer nokkuð fyrir hugleiðingum um árið 2000 og hvað koma nýrrar aldar kann að boða í tölvukerfum. í fagtímaritum um upplýsingatækni hefur mikið borið á um- fjöllun um þessi mál og hafa heilu fyrirtækin verið stofnuð um launsnir á þessu sviði. í gegnum alla þessa umfjöllun hefur maður ekki orðið var við miklar áhyggjur landans af þessu máli og hefur sá grunur læðst að manni að við teljum að hér sé um að ræða vandamál sem nái ekki til íslands en áhugavert geti verið að fylgjast með úr fjar- lægð. Ég heyrði nýverið haft eftir sérfræðingi frá Gartner Group að reikna mætti með að hér á landi væri um að ræða markað upp á 500 - 1.000 milljónir USD (35 - 70.000 milljónir ISK) við lausn á væntanlegum vandamálum vegna ársins 2000. Ég hef reyndar mínar efasemdir um að þessar tölur séu réttar en þó er trúlega um nokkuð stórt mál að ræða. Gísli R. Ragnarsson TÖLVUMAL Tímarit Skýrslutæknifélag íslands Tölvumál er vettvangur umræðna og skoðanaskipta um upplýsinga- tækni sem og fyrir málefni og starfsemi Skýrslutæknifélagsins. Óheimilt er að afrita á nokkurn hátt efni blaðsins að hluta eða í heild nema með leyfi viðkomandi greinahöfunda og ritstjórnar. Blaðið er gefið út 6 sinnum á ári í 1.100 eintökum. Prentun: ísafoldarprentsmiðja Aðsetur: Barónsstígur 5 101 Reykjavík Sími: 551 8820 Bréfsími: 562 7767 Heimasíða SÍ: http://www.sky.is Netfang: sky@skima.is Ritstjóri og ábm.: Gísli R. Ragnarsson Aðrir í ritstjórn: Agnar Björnsson Einar H. Reynis María Ingimundardóttir Ólöf Þráinsdóttir Umbrot: Svanhildur Jóhannesdóttir Áskrift er innifalin í félagsaðild að Skýrslutæknifélagi íslands. Tölvumál - 3

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.