Tölvumál - 01.10.1997, Side 22

Tölvumál - 01.10.1997, Side 22
TÖLVUMÁL 1. Framþróun verður minni en ella þar sem kostnaður við dýra þróunarvinnu fæst ekki til baka á tilsettum tíma. Fjárfesting í greininni verður minni fyrir bragðið. 2. Störfum fjölgar minna en ella með tilsvarandi áhrifum á atvinnuleysi. Price Waterhouse gerði könnun 1995 um áhrif fomtastulds á hagkerfi Evrópu til aldamóta. Niðurstaðan var sú að ef ólögmætishlutfallið lækkaði úr 58,6% að meðaltali í 34%, eins og gerist í Banda- ríkjunum, myndi störfum í Vestur-Evrópu fjölga um 88.000 og skatttekjur aukast um 2.3 milljarða dollara, fyrir árslok 2000. 3. Forritastuldur leiðir af sér að skatttekjur til hins opinbera tapast í stórum mæli. 4. Neikvæðar menningarlegar afleiðingar. A litlum markaðs- svæðum s.s. íslandi sem að auki eru með mikla ólöglega notkun, eru erlendir framleið- endur tregari til að þýða forrit yfir á tungumál markaðarins vegna þess hversu litlar tekjur hann gefur. BSA hefur unnið með fjöl- mörgum ríkisstjórnum og stofn- unum að því að lögtekin verði raunhæf vernd fyrir rétthafa til þess að gæta sinna hagsmuna. Má t.d. nefna Bandaríkin þar sem náið samstarf við ríkistjórn hefur leitt af sér víðtæka og árangursríka lagasetningu í þágu rétthafa. Ahrifa BS A hefur ekki síst gætt við samningu ýmiskonar alþjóðlegra samninga sem lúta að hugbúnaðar- vernd og hafa sambærileg hug- verkaréttindi notið góðs af. Sérstaklega má nefna viðauka- samning við GATT samninginn sem varðar hugverkaverndun í viðskiptum, á ensku skammstaf- aður TRIPS. Sá samningur er tímamótaverk að því leyti að hann endurspeglar það grundvallarvið- horf að veita verði rétthöfum raun- hæfar leiðir að lögum til þess að vemda sín réttindi. Eru aðildarlönd að samningnum því m.a. skuld- bundin til að lögtaka reglur sem miða að því að „grípa til álirifa- ríkra aðgerða gegn athœfi sem er brot á hugverkarétti...þar með talin skjót úrrœði til að koma íveg fyrir brot og hamla frekari brot- um. “(41 gr. 1. tl.) Þá eru aðildar- löndin skuldbundin til að lögtaka reglur sem veita dómstólum, að beiðni rétthafa, „vald til að fyrir- skipa tafarlausar og áhrifaríkar aðgerðir til bráðabirgða til þess að koma í veg fyrir brot og að varðveita sönnunargögn. “ Er dómstólum ætlað að veita rétthaf- anum heimild til þess að gera bráðabirgðaráðstafanir „án þess að hafa samband við mótaðilann “ sem skal þó fá aðvörun „ í síðasta lagi um leið og ráðstöfunum er hrundið íframkvœmd“. ( 50. gr.) Það er augljóst að vegna eðlis brota gegn forritavernd, þ.e.a.s. hversu auðvelt er að brjóta gegn réttindum og sama skapi auðvelt Punktar... Ný sinfónía með aðstoð töivu David Cope, sem er pró- fessor við Kaliforníuháskóla segist hafa sett saman 42. sinfóníu Mozarts og það gerði hann með því að nýta ýmsa kafla úr hinum sinfóníum tón- skáldsins og lét tölvu raða bút- unum saman í nýtt verk. Cope montaði sig af því nýverið í tímaritinu New Scientist að það væri ekki nokkur leið fyrir þá sem ekki vissu betur en að halda að þessi tónsmíð væri eftir Mozait. Cope viðurkennir að afmá sönnunargögn verður réttarverndin ekki raunhæf nema því aðeins að framkvæmd laganna sé það einnig. Á næstunni mun BSA beita sér m.a. fyrir því að þær skuldbindingar sem ísland hefur undirgengist með aðild sinni að GATT samningnum verði teknar með beinum hætti upp í íslenska löggjöf. Islenskir forritaframleiðendur munu án efa njóta góðs af því starfi sem BSA hefur hafið á íslandi. Áhrifa af starfsemi BSA á fslandi er strax farið að gæta. Ef stjóm- völd sinna sínu hlutverki af festu, í samræmi við erlenda framkvæmd sem lýtur hliðstæðri löggjöf og íslendingar, má búast við að vem- lega dragi úr forritastuldi hérlendis á næstunni. Það er jákvætt fyrir alla sem sýsla með hugbúnað í viðskiptum, hvort heldur hann er innfluttur eða framleiddur hér- lendis. Hróbjartur Jónatansson hrl. að þó gervigreindarhugbúnað- urinn geti ekki búið til meist- araverk þá standi tölvan sig betur en aðrir sem hafa hennt eftir upphaflega höfundinum. Tölvan hans Cope er þessa dagana að búa til 10. sinfóníu Mahlers þar sem Cope segist orðin svo þreyttur á hinum níu og langi til að heyra eitthvað nýtt. Tónlistargagnrýnendur segja tölvuna vanta tónlistar- innsæi en píanóleikari nokkur sem nýlega spilaði plat-maz- úrka í anda Chopin, sem Cope hafði búið til, sagðist dolfall- inn yfir því hve raunveruleg tónlistin var. Áhugasamir geta kíkt á síðuna http://aits.ucsc. edu/faculty/copc/home. 22 - OKTÓBER 1997

x

Tölvumál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.