Tölvumál - 01.10.1997, Blaðsíða 13

Tölvumál - 01.10.1997, Blaðsíða 13
TÖLVUMÁL forrit sem meðhöndla dagsetning- ar. I sumum tilfellum þarf að breyta gagnasvæðum, skjámynd- um og listum. Huga þarf enn- fremur að öllum dagsetningar- gögnum sem fara á milli hugbún- aðarkerfa og yfirfara allar kerfis- dagsetningar („system date“). Yfirfara þarf ennfremur allar rað- anir þar sem dagsetningar koma við sögu. Endurskoðunarfyrir- tækið Coopers & Lybrand hefur sagt að í tölvukerfi sem telur 8000 óleiðrétt forrit sem hvert er upp á u.þ.b. 1500 forritslínur eða 12 milljónir forritslína alls þá þurfi að meðaltali að breyta dagsetningu í fimmtugustu hverri forritslínu eða á 240.000 mismunandi stöðum. Síðan þarf í raun að prófa öll forritin eftir breytinguna og að lokum allt kerfið í heild sinni. Það er ómaksins vert að velta því fyrir sér hvers vegna menn glíma nú við vandamál vegna kom- andi aldamóta. Mörg stórtölvu- hugbúnaðarkerfi hafa lifað mun lengur en menn gerðu ráð fyrir í upphafi. Það er ekki óalgengt að kerfi sem voru hönnuð á árunum í kringum 1985 séu enn í fullu gildi og er það fyrst og fremst að þakka vel hönnuðum kerfum og stöðug- leika stórtölvuumhverfis. A níunda áratugnum fannst mönnum langt til aldamóta og almennt var talið að líftími kerfa væri á bilinu 7-10 ár að hámarki. Dagsetningarsvæði voru því einungis skilgreind sem 6 stafir og upplýsingar um öldina þar með undanskildar. Diskar og diskarými voru líka hlutfallslega miklu dýrari en þeir eru í dag sem olli því að menn leituðu ávallt leiða til að minnka gagnaskrárnar m.a. með því að sleppa því að geyma öldina í dagsetningarsvæðum. Vandamál vegna ársins 2000 eru að sjálfsögðu ekki eingöngu bundin við stórtölvu-hugbúnaðar- kerfi því allt bendir til þess að einkatölvuheimurinn muni glíma við stórfelld vandamál samfara aldamótunum en nánar urn það á eftir. Skilgreining - aldamótin og vandamál tengd þeim ítölvukerfum • 1 mörgum tölvukerfum hefur öldin ekki verið geymd sem hluti af dagsetningu sem veldur því að villur koma upp í út- reikningum, samanburði, röð- unum og allri meðhöndlun dag- setningarsvæða. • Tölvukerfin gera ráð fyrir að hæsta gildi árs geti orðið 99 og árið 00 verður í mörgum til- fellum túlkað sem árið 1900 en ekki árið 2000. • Rangar hlaupárs stefjur munu gera ráð fyrir því að árið 2000 sé ekki hlaupár og þannig reikna með 365 dögum í árinu í stað 366. • í mörgum forritum hefur öldin (19) verið skráð beint inn í for- ritið (,,hardcoded“) og þannig koma fram villur. • Hin ýmsu hugbúnaðarkerfi skila svokölluðum kerfisdag- setningum („system date“) og valda þar með villum. • Þar sem röðun gagna byggir á ártali er ljóst að röðunarforrit munu ekki raða gögnunum í þá röð sem til er ætlast. Leiðirtil úrlausnar - helstu leiðir við að gera forrit aldamótahæf Miklar deilur eru meðal þein'a sem fjalla um vandann vegna ársins 2000 þegar kemur að því að velja leið til að gera forrit og þar með hugbúnaðarverkefni alda- mótahæf. Aðallega eru tvær að- ferðir nefndar til sögunnar þ.e. gagnaleiðin („data approach“) og gluggaleiðin („logic approach“). Ég mun í stuttu máli reyna að skýra út hér fyrir neðan mismuninn á þessum tveimur aðferðum og síðan kostum og göllum við hvora fyrir sig. Gagnaleiðin: Umbreyta öllum dagsetningarsvæðum á gagna- skrám sem ekki innihalda öldina í 8 stafa svæði með öld. Kostir: • Auðskilin. • Leysir vandamálið til ársins 9999. • Ekki þörf á að breyta „lógík“ í forritum. • Sama aðferð notuð til að breyta öllum forritum. Gallar: • Breytingar á gagnasvæðum og forritum þurfa að framkvæm- ast á sama tíma sem getur valdið vandræðum, sérstaklega þegar um er að ræða stærri kerfi. • Erfitt að „frysta“ kerfi til langs tíma vegna breytinga. • Kostai' yfirleitt meira geymslu- rými fyrir skrár. • Það þarf að breyta öllum for- ritum sem meðhöndla dagsetn- ingar á einn eða annan hátt hvort sem þessi forrit tengjast vandamálum vegna ársins 2000 eða ekki. • Annaðhvort þarf að umbreyta söguski'ám eða skrifa sérstök forrit sem umbreyta dagsetn- ingum þegar eldri söguskrár eru meðhöndlaðar. Röklægaleiðin/gluggaleiðin: Gagnasvæðum á skrám er ekki breytt, en í stað þess eru forritin látin sjá um að umbreyta dagsetn- ingunum þar sem notaðir eru svo- kallaðir tímagluggar til að ákvarða öldina. Tímaglugginn stendur fyrir 100 ára tímabil sem kerfin geta unnið innan. Þessi leið krefst þess að ákveðið ár er valið sem viðrnið- unarár („pivot year“) og eru þá menn að ákveða að gögn fyrir til- tekinn tíma eru annað hvort ekki til staðar eða skipta ekki máli. Við getum tekið dæmi um að ef árið 56 væri valið sem viðmiðunarár þá værum við með tímaglugga frá 01.01.1956 til 31.12.2055 þar sem OKTÓBER 1997 - 13

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.