Tölvumál - 01.10.1997, Side 10

Tölvumál - 01.10.1997, Side 10
TOLVUMAL af kostnaðinum falli til vegna kerfisgreiningar og skipulagning- ar, 10% verði vegna breytinga á forritum og 50% vegna prófana og sannreyndar í raunumhverfi. Af þessu sést að nauðsynlegt er að ljúka forritabreytingum í tíma. Neyðaráætlanir Talið er að hluti vandamála sem tengjast ártalinu 2000 verði ófyrirséður og þurfi af þeim sökum að vera til staðar góðar neyðar- áætlanir sem grípa má til ef vanda- mál gera viðkomandi tölvukerfi óstarfhæft. Ekki dugar að hafa góð segulbandsafrit eða varavélbúnað þar sem hann er væntanlega með sömu vandamál tengd ártalinu 2000 og aðalbúnaðurinn. Samtenging Stofnanir og fyrirtæki eru í æ ríkari mæli farin að treysta á tölvu- kerfi annarra fyrirtækja. Með góðum tölvuvæddum birgðastýr- ingakerfum t.d. geta fyrirtæki leyft sér að stárfa með birgðir í algeru lágmarki. Ef tölvukerfi birgja sem viðkomandi fyrirtæki treystir á varðandi aðföng verður óstarfhæft vegna vandkvæða er tengjast ártalinu 2000 kann slíkt að hafa keðjuverkandi afleiðingar. Þannig verða fyrirtæki sem byggja afkomu sína á aðföngum sem háð eru tímanlegum tölvuvinnslum sér- staklega viðkvæm fyrir þessu vandamáli, t.d. fyrirtæki með mik- inn veltuhraða birgða og fjármála- fyrirtæki. Viðbúnaður í öðrum löndum Mjög mismunandi er hveru langt einstök lönd eru komin í að taka á vandmálum sem tengjast ártalinu 2000. í Danmörku hefur rannsóknarráðuneytið forgöngu um lausn þessara mála og hefur það sett fram áætlun um hvernig standa skuli að málum. 1 áætlun- inni er aðaláherslan á eftirfarandi 7 liðum: 1. Herferð til kynningar á vanda- málinu. 2. Myndun sérstaks vinnuhóps „Ar 2000 Forum“ sem í eiga sæti fulltrúar 36 samtaka atvinnulífs, ráðuneyta, sveitar- félaga og annarra aðila í þjóð- félaginu. 3. Stofnun sérstakrar skrifstofu sem kostuð verður af danska ríkinu og á að styðja við starf „Ár 2000 Forum“. 4. Samvinnu við atvinnumála- ráðuneytið og félög endurskoð- enda sem tryggi að endurskoð- endur sjái til þess að staða fyrirtækja varðandi ártalið 2000 komi fram í reiknings- skilum þeirra. 5. Hvatningu til fyrirtækja um að vörur á sviði tölvu-, samskipta- og rafeindatækni verði ábyrgð- armerktar þannig að fram komi að þær vinni rétt með ártalinu 2000. 6. Nánu eftirliti með ástandi á upplýsingakerfum hjá hinu opinbera vegna vandamála sem tengjast ártalinu 2000. 7. Stuðningi við þær menntunar- og endurmenntunarleiðir sem í boði eru á vegum menntamála- og atvinnumálaráðuneytisins til þess að fjölga fólki sem fært er um að leysa vandamál sem tengjast ártalinu 2000. í Bretlandi og Bandarfkjunum eru starfandi sérstakir vinnuhópar sem einungis ná til upplýsinga- kerfa ríkisaðila. Þessir vinnuhópar hafa sett upp vinnuáætlun sem ætlast er til að stofnanir fari eftir. í Bretlandi hafa eftirfarandi við- miðunartímapunktar verið settir fram: Janúar 1997. - Allar stofnanir eiga að hafa lokið könnun á því hvort eigin upplýsingakerfi standist ártalið 2000. - Október 1997. - Allar stofnanir eiga að hafa lokið við að for- gangsraða, meta kostnað og tímasetja lagfæringar. - Janúar 1999. - Allar stofnanir eiga að hafa prófað öll þau kerfi sem breytt hefur verið. Lokaorð Þó svo að ríkisstofnanir geti örugglega lifað það af að tölvu- kerfi þeirra séu óstarfhæf um tíma þá geta einkafyrirtæki orðið gjaldþrota af þessum sökum. Vonandi bera íslenskar tölvu- deildir gæfu til þess að leysa úr þeim vandamálum sem tengjast tölvuvinnslu á ártalinu 2000 þann- ig að ekki komi til alvarlegra vand- kvæða eða gjaldþrota fyrirtækja af þessum sökum. Að lokum skal athygli vakin á því að Ríkisendurskoðun hefur gefið út sérstaka skýrslu „Ártalið 2000 - Endurskoðun upplýsinga- kerfa“ um þau vandamál sem drepið er á í þessari grein. í skýrsl- unni er m.a. að finna sérstakan lista yfir þau atriði sem stofnanir og fyrirtæki ættu að hafa í huga þegar þær skoða ástand þessara mála hjá sér. Albert Ólafsson og Guðríður Jóhannesdóttir eru starfs- menn Ríkisendurskoðunar 10 - OKTÓBER 1997

x

Tölvumál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.