Tölvumál - 01.10.1997, Blaðsíða 9

Tölvumál - 01.10.1997, Blaðsíða 9
TÖLVUMÁL 2000 raunir Eftir Albeit Óbfeson oa Guðriði Jóhannesdóttur Ýmis vandamál eru nú farin að koma upp þegar nota þarf ártalið 2000 í tölvuvinnslum því á undan- fömum áratugum hefur meginregl- an í forritun verið sú að tákna ártal í dagsetningum með tveimur stöf- um í stað fjögurra. Notkun tveggja stafa var allt fram á síðustu ár talin mjög hagkvæm þar sem þessi rit- háttur sparaði dýrmætt diskapláss og gerði tölvuvinnslur hraðvirkaii. Vinnubrögðin voru og rökstudd með því að upplýsingakerfi hefðu tiltölulega stuttan líftíma og ekki væri gert ráð fyrir því að þau yrðu í notkun fram til ársins 2000. Vandamál þetta kann að virðast einfalt úrlausnar í fyrstu, þar sem hér er í raun um sára einfalt atriði að ræða, þ.e allt sem gera þarf er að breyta gögnum og forritum þannig að ártal verði fjögurra stafa. Það sem virðist hins vegar standa í mönnum er umfang verk- efnisins, þ.e. fjöldi þeirra dagsetn- inga og kerfa sem nota tveggja stafa ártal. Ástand hjá ríkisaðilum í mars mánuði sl. spurðist Ríkisendurskoðun óformlega fyrir um það hjá ýmsum ríkisaðilum, sem reka sínar eigin tölvudeildir, til hvaða aðgerða þeir væru búnir að grípa vegna vandkvæða sem tengjast tölvuvinnslu á ártalinu 2000. Niðurstaða þessarar könn- unar var sú að allir viðmælendur þekktu vel til vandræða tengdum tölvuvinnslu á ártalinu 00. Engir höfðu hins vegar hafist handa við úrlausn þess nema Skýrr hf. Þar sem flest mikilvægustu upplýs- ingakerfi ríkisins em vistuð þar er áríðandi að fyrirtækið nái því markmiði sínu að ljúka leið- réttingum fyrir árslok 1998. Þegar þetta er skrifað í sept- ember 1997 höfum við frétt af ríkisaðilum sem prófað hafa tölvu- kerfi sín, auk nokkurra til viðbótar sem ætla að leysa þessi vandamál með því að endurnýja tölvukerfi sín í stað þess að fara út í kostnað- arsamar lagfæringar á gömlu kerf- unum. Mjög mikilvægt er að ástand tölvukerfa sé nú þegar kannað hjá öðrum ríkisaðilum. Eftir því sem nær dregur ára- mótunum 1999/2000 fækkar mjög þeim valkostum sem til staðar eru og þeir verða kostnaðarsamari. Nauðsynlegt er að kanna öll tölvukerfi því að vandamálið getur leynst víða. Stórt erlent olíufélag komst t.d. að raun um það þegar það kannaði ástand upplýsinga- kerfa sinna að stærsta vandamál þeirra var vegna mæla á olíuleiðsl- um en mælar þessir eru með inn- byggðar klukkur sem ekki vinna rétt með ártalið 2000. Stærð íslenskra stofnana og fyrirtækja er yfirleitt lítil á alþjóð- legan mælikvarða og hefur það bæði kosti og galla. Meðal kost- anna eru að þau nota líklega staðl- aðar hugbúnaðarlausnir og forrita- gerð innan þeirra er væntanlega í lágmarki. Þetta þýðir að lausnir þeirra á vandamálum tengdu ár- talinu 2000 geta að stórum hluta falist í kaupum á uppfærslum núverandi hugbúnaðar. Við mat á ástandi tölvukerfa hjá ríkinu skal bent á þá staðreynd að stofnanir og fyrirtæki þess eru yfirleitt með nýlegan tölvubúnað og því er minna um eldri kerfi hjá þeim sem líklegri eru til þess en nýrri kerfi að innihalda alvarleg vandamál tengd ártalinu 2000. Fresturtil leiðréttinga í þeim kerfum sem vinna með dagsetningar fram í tímann er ekki nægilegt að búið sé að leysa þessi vandmál þann 31. desember 1999 heldur er lokafresturinn í sumum tilvikum 31. desember 1998 og jafnvel fyrr, því nú þegar eru tölvukerfi sem vinna með dag- setningar eftir 31.12.99 byrjuð að valda vandræðum. Vera kann að vandamálið skjóti upp kollinum þann 09.09.99 þar sem sumir forritarar gætu hafa freistast til þess að nota dagsetningarsvæði til þess að „eyða færslum" með því að setja þessa dagsetningu í það. Almenn er talið að leysa þurfi þessi vandamál fyrir 31. desember 1998 og mun Ríkisendurskoðun leggja áherslu á þá dagsetningu við viðskiptavini sína. Kostnaður við breytingar Ekki var reynt að áætla út í hvaða kostnað ríkisaðilar þyrftu að leggja vegna breytinga á tölvukerfum.vegna vandamála tengdum ártalinu 2000. I þeim erlendu könnunum sem við höfum séð er almennt miðað við að 40% OKTÓBER 1997 - 9

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.