Tölvumál - 01.10.1997, Blaðsíða 18

Tölvumál - 01.10.1997, Blaðsíða 18
TOLVUMAL Hugleiðingar um fornleifar framtfðarinnar Eftir Bvnhibi Inavarsdóttur Allt frá því að sagnfræðin breyttist úr starfi sögumannsins á torginu í skipulagða fræðigrein, hafa sagnfræðingar glímt við það sem þeir kalla sín á milli heimilda- vandann. Sá vandi virðist alltaf vera til staðar og eiga sér mörg andlit, enda eru heimildirnar það Osborne frá 1980 sem sagnfræðingamir nota til þess að draga upp myndir sínar af for- tíðinni, heimildimar em leifar for- tíðarinnar. En áður en sagnfræð- ingar fara að glíma við erfiðar spumingar um áreiðanleika heim- ilda sinna eða hversu sanna mynd þær gefa, þurfa þær að sjálfsögðu að vera finnanlegar og skiljanlegar. Ef við skoðum heimildir frá síðustu öldum, liggur beinast við að líta í skjalasöfnin, þar sem þær er að mestu að finna í formi bréfa, alls kyns embættisskrifa, einka- bréfa og dagbóka. Sagnfræðingar þurfa að læra að leita í þessum heystökkum upplýsinga og koma sér upp færni við að rýna í mis- skýra skrift forfeðra sinna. í sum- um tilfellum hefur einhver fómfús fræðimaður tekið erfiðið af starfs- bræðrum sínum og búið brot af þessum heimildum til útgáfu á prenti. Dæmi um stórvirki af slíku tagi er íslenskt fornbréfasafn en það hefur að geyma hvers kyns skjöl og bréf frá miðöldum. Útgáfa af þessu tagi veitir líka fleirum en sagnfræðingum tækifæri til þess að upplifa sjaldgæfa lífsreynslu: Að glugga í bréf frá biskupum og bændum frá miðöldum veitir þeim er les óvenju skýra sýn aftur í tím- ann, það er næstum eins og þú liggir á gægjum - enda ertu jú að „stelast“ í annarra manna póst! En hvað um það. Oftast eru heimildir fortíðarinnar ekki jafn aðgengilegar og íslensku fombréf- in og þá kemur til kasta sagnfræð- inga að vinna úr hráefni skjala- safna skiljanlega sögu, búa til sam- hengi. Og þó að bréfin séu mörg og misjöfn þá eru þau áþreif- anleg og flest eru þau nokkuð varanleg. Það var ekki fyrr en með hraða og óþolinmæði nútímans sem menn fóru að framleiða lélegt blek og pappír sem entist aðeins vikuna. Sagn- fræðingar geta því gengið að þessum heimildum mörgum öldum eftir upp- runa þeirra og munu geta það enn um sinn. Ef við snúum okkur að heimildum nútímans, þá mun verða öðruvísi um að litast á skjalasöfnum tutt- ugustu og fyrstu aldarinn- ar. Það verður ekki aðeins margfalt meira af heimild- um heldur verða þær fjöl- skrúðugri en áður. Skyldi það ekki vera ótvíræður kostur fyrir þá sem rannsaka liðna tíð? Því fleiri púsluspil, þeim mun meiri líkur á að myndin verði skýr ... eða hvað? Of margar heimildir geta líka valdið vanda. EFmfram allt óska sagnfræðingar sér að- gengilegra og skýrra heimilda. Tölvur geta hugsanlega séð fyrir hvoru tveggja. Með tilkomu tölvanna eru heimildir um stjórnsýslu, verslun og viðskipti og annað opinbert líf sennilega aðgengilegri og skipu- 18 - OKTÓBER 1997

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.