Tölvumál - 01.10.1997, Blaðsíða 20

Tölvumál - 01.10.1997, Blaðsíða 20
TOLVUMAL áhrif á hversu lengi þær endast. Þar að auki hefur eftirspurn al- mennings orðið til þess að fram- leiddar hafa verið hvers kyns skyndilausnir (t.d. polaroid), sem venjulega hafa stuttan líftíma á safnamælikvarða. Þá endast lit- myndir og filmur að jafnaði mun skemur en svart-hvítar. Þrátt fyrir þetta þá ættu flest fjölskyldualbúmin að eiga að minnsta kosti aldarlíf fyrir hönd- um, séu þau ekki geymd við þeim mun verri aðstæður, og á þeirri öld er líklegt að fundnar verði aðferðir til þess að lengja líf þeirra enn frekar. Nú þegar hafa verið þróað- ar mjög sannfærandi aðferðir til þess að varðveita myndir á staf- rænu formi á geisladiskum og það er vissulega ein geymsluaðferð sem vert er að íhuga. Þar komum við reyndar að tölvunum aftur! Mikilvægara er þó að vitundin um varðveislu mynda er farin að vakna og er jafnvel farin að ná til almennings. Nú er til dæmis hægt að fara út í búð og kaupa sér albúm úr sýrufríum pappír eða plastvasa fyrir filmur og myndir, sem inni- halda engin skaðleg mýkingarefni. Það væri jú draumur sérhvers sagnfræðings að varðveisla heim- ildanna hæfist frá fyrstu hendi. Líf sagnfræðinga framtíðar- innar á vafalítið eftir að verða flóknara en starfsbræðra þeirra í dag og með breyttum heimildum koma breyttar vinnuaðferðir. Lík- lega á starf þeirra þó eftir að þróast eðlilega með breytingum samfél- agsins, það hefur gert það hingað til. Og þó að tæknin virðist stund- um yfirþyrmandi, þá hefur hún oft- ast fleiri kosti en galla og gallana er yfirleitt hægt að færa til betri vegar. Þess vegna er heilladrýgst að trúa því að þó að tæknin fari gjarnan svolítið fram úr sjálfri sér þá finni hún leiðir til þess að varðveita sjálfa sig. Brynhildur Ingvarsdóttir er sagnfrœðingur við framhalds- nám í Boston. Klemens Tryggvason látinn Klemens Tryggvason, fyrr- verandi hagstofustjóri og heið- ursfélagi í Skýrslutæknifélagi Islands lést 5. júlí síðastliðinn. Klemens var fæddur 10. september árið 1911. Hann varð stúdent frá menntaskólanum í Reykjavík 1933 og lauk hag- fræðiprófi frá Hafnarháskóla árið 1940. Klemens var for- stöðumaður hagfræðideildar Landsbanka f slands 1942-'51, er hann tók við starfi hagstofu- stjóra sem hann gegndi í 33 ár eða til ársins 1984. Þegar Klemens Tryggvason settist í húsbóndasætið í Hag- stofu íslands árið 1951 hafði skýrsluvélasamstæða þegar verið sett þar upp og vinnsla hafin, verslunarskýrslur og úr- vinnsla manntals. Ákvörðun mun einnig hafa legið fyrir um að stofna þjóðskrá sem Hag- stofan skyldi halda og nota til þess téðar skýrsluvélar. Á fyrstu árum sínum sem hagstofustjóri mótaði Klemens þessa mikil- vægustu skrá landsins, þjóð- skrána og stjórnaði véltöku hennar. Ef hægt er tala um höf- und skráar, þá er Klemens höfundur þjóðskrár. Hann lét sér ávallt annt um hana, var m.a. mjög gætinn hvað varðaði aðgang að skránni. Klemens stjómaði einnig vélvæðingu ým- issa hagskýrslna, en þess má geta hér að verslunarskýrslur Hagstofunnar voru fyrsta verk- efnið sem unnið var í gagna- vinnsluvélum hér á landi árið 1949. Klemens stjórnaði þróun upplýsingakerfanna sem auð- vitað voru ekki fullmótuð frá fyrsta degi. Meðal annars komst á samstarf með Hagstofunni og stofnunum Reykjavíkurborgar um að stofna fyrirtæki, Skýrslu- vélar ríkisins og Reykjavíkur- borgar, er tók til starfa með endurnýjuðum vélakosti árið 1952. Klemens var stjórnarfor- maður þess fyrirtækis frá stofn- un 1952 til 1971 og gegndi þess vegna mikilvægu hlutverki þegar tölvutæknin hóf innreið sína hér á landi um miðjan sjöunda áratuginn. Klemens Tryggvason var einn þeirra sem undirbjuggu stofnun Skýrslutæknifélags íslands árið 1968. Frumkvöðl- um vélrænnar gagnavinnslu þótti sem faglegan vettvang vantaði til að fjalla um sam- eiginleg áhuga- og framfaramál. Fundargerðabækur félagsins bera vitni um að hann var mjög virkur í félaginu um langt skeið, stjórnaði meðal annars öllum aðalfundum í 18 ár. I viðurkenningarskyni fyrir frumherjastörf sín var Klemens Tryggvason kjörinn heiðurs- félagi í Skýrslutæknifélagi íslands á 20 ára afmælishátíð félagsins árið 1988. Félagið minnist þessa heiðursfélaga síns og vottar eftirlifandi eiginkonu og öðrum aðstandendum inni- lega samúð. 20 - OKTÓBER 1997

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.