Tölvumál - 01.10.1997, Blaðsíða 5

Tölvumál - 01.10.1997, Blaðsíða 5
TÖLVUMÁL Frá formanni Efl Hauk Oddsson Enn um menntamál Eins og opinberlega hefur kom- ið fram stefnir í að útflutningur hugbúnaðar verði nálægt 1700 milljónum á árinu. Ekki þarf að rekja það fyrir lesendum Tölvu- mála að vöxturinn hefur verið mik- ill og búist er við enn frekari vexti á næstu árum. Til þess að setja þessar tölur í samhengi má geta þess að sala loðnumjöls af meðal loðnuvertíð skilar íslendingum 5000 milljónum kr. útflutnings- tekjum. Verði vöxtur hugbúnaðar- útflutnings eins og búist er við má gera ráð fyrir, án verulegrar bjart- sýni, að tekjur af hugbúnaðargerð nái loðnuveiðum innan nokkurra ára. Sé kostnaðarmyndun grein- anna hinsvegar skoðuð má fljótt sjá mikla þjóðhagslega yfirburði hugbúnaðargerðarinnar. Þó það sé fátt sem loðnuveiðar og hugbúnaðargerð eigi sameigin- legt má með góðum vilja segja að hvorutveggja byggi á fríu hráefni eða m.ö.o. á hinni takmkörkuðu „fríu“ auðlind sem fiskurinn í sjónum er og á hinni sem er nánast ótakmörkuð þ.e. hugsunarhest- öflum landans. Til þess að þau nýtist við hugbúnaðargerð þarf að vísu að leggja lítillega í mennta- mál. Nú berast okkur þau ótrúlegu tíðindi frá Háskóla Islands að ekki fáist lengur kennarar til starfa við tölvunarfræðiskor skólans og ástæðan er að sögn óviðunandi kjör. Er nema von að maður detti nær af stólnum við að heyra svona- lagað og þvíumlíkt. Hvað eru margir fastir kennarar við tölvun- arfræðiskor? Svar: Þrír prófess- orar og tveir dósentar. Segjum að það þurfi að bæta kjör þeirra all verulega, eða um nokkuð marga tugi þúsunda á mánuði, þá næmi kostnaðarauki við skorina ein- hverjum milljónum á ári. Það sjá allir að það eru smáaurar. Ljósið í myrkrinu er að sjálf- sögðu myndarlegt framtak og þróun á vegum Tölvuháskóla Verslunarskólaíslands. Þarhefur verið staðið vel að málum. Getur verið að TVÍ geti tekið við hlut- verki HÍ á sviði upplýsingatækni- menntunar? Getur verið að það sé búið að ákveða að einkavæða tölvunarfræðiskor og það hafi gleymst að segja okkur frá því og að launasvelti kennara við tölv- unarfræðiskor sé leikflétta? Skýrlsutæknifélagið gengur í CEPIS Eins og fram kom í pistli mínum í maí s.l. þá hefur staðið fyrir dyrum að SI gangi í samtök skýrslutæknifélaga í Evrópu, CEPIS. Nú hefur sjórn félagains ákveðið að sækja um aðild og gera má ráð fyrir að á næsta stjórn- arfundi CEPIS, í janúar næstkom- andi, verðir aðild SÍ samþykkt. Tilgangur aðildarinnar er, fyrir utan að auka tengsl og læra af systurfélögum okkar, að komast inn í verkefni á vegum Evrópusam- bandsins bæði fyrir félagið sem slíkt og ekki síður fyrir einstaka félagsmenn. Útgáfa tölvuorðasafns Um þessar mundir er unnið að lokaundirbúningi 3. útgáfu Tölvu- orðasafns orðanefndar SÍ. Stefnt er að því að útgáfu í nóvember . Nánar verður vikið að orðasafninu í næsta blaði. Haukur Oddsson erforstöðu- maður tölvu- og upplýsinga- deildar íslandsbanka. Punktar... Bandaríska tímaritið Busi- nessWeek fjallaði á dögunum um þau vandamál sem eru að skapast vegna skorts á fólki til starfa á sviði upplýsingatækni og þá aðallega forriturum. Tímaritið lýsir þessu sem alþjóðlegu vandamáli og tekur svo stórt upp í sig að segja að það sé í dag stærsta ógnunin við áframhaldandi hagvexti. Einnig gerir blaðið grein fyrir því hvernig ýmsai' ríkisstjórnir séu að bregðast við þessum vanda. Á íslandi eru menn ró- legir yfir þessum málum og láta fátt raska ró sinni. OKTÓBER 1997 - 5

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.