Tölvumál - 01.10.1997, Blaðsíða 8

Tölvumál - 01.10.1997, Blaðsíða 8
TÖLVUMÁL einbeittu sér nú að verkefnum og rekstri fyrirtækisins. Stjórnendur og starfsmenn spurðu sig stöðugt þeirrar spumingar hvort þeir hefðu unnið fyrir launum sínum þann daginn og hvort þeir hefðu haldið markaðsverðmæti sínu, þ.e. hvort starfsmaðurinn og fyrirtækið í heild hefðu aukið þekkingu sínu og samkeppnisstöðu. Fram kom að Den Danske Bank þjálfar um 25 bankastarfs- menn á hverju ári sem kerfisfræð- inga sem Danske Data ræður síðan í vinnu. Með þessu getur bankinn fækkað starfsmönnum án þess að til uppsagna komi, en víða þurfa bankar að fækka starfsfólki vegna tæknibreytinga. Hins vegar fær Danske Data vel þjálfaða kerfis- fræðinga til starfa, sem mjög mikill skortur er á í Danmörku ekki síður en hér á landi. Að lokum má nefna að starfsmenn eru mjög ánægðir með þetta, einkum konur sem nú fá betur launað starf. Þetta er dæmi um það hvernig fyrirtæki leggur áherslu á þróun og menntun starfs- manna til að mæta brey ttum tímum en bíður ekki eftir því að hið opinbera skólakerfi og vinnumark- aðurinn bregðist nægilega hratt við. Hans Erik sagðist hafa fengið eitt ár til að sanna sig. Mælikvarð- inn á árangur fólst í því hvort not- endur væru ánægðari og verkefn- um lyki samkvæmt áætlun. Það virðist hvort tveggja hafa gengið eftir því ekkert fararsnið virðist vera á honum úr fyrirtækinu enda virðist hann hafa hagsmuni notenda ofarlega í huga. íslensk fyrirtæki ekki enn tilbúin En þó þetta kunni að hljóma þannig að rekstur tölvukerfa og þróun hugbúnaðar í sérhæfðum rekstrar- og hugbúnaðarfyrir- tækjum sé eðlilegur og sjálfsagður hlutur, þá er það ekki svo, a.rn.k. ekki hér á landi. I mörgum tilvikum er hugbúnaðarþróun mjög „strat- egíst“ verkefni og samkeppnistæki hjá fyrirtækjum, sem ekki er auð- velt að vinna að utan fyrirtækj- anna. Þar að auki er reynsla og þekking beggja aðila, annars vegar verkkaupa og hins vegar verksala, ekki orðin það þróuð hér á landi að um nægilega gagnkvæman ávinning verði að ræða. Þessi þekking er eigi að síður að aukast og innan nokkurra ára má gera ráð fyrir að umsvif rekstrarfyrirtækja tölvukerfa hafi aukist verulega. Sinnum þessum þætti betur Þeir sem starfa við hugbún- aðargerð og tölvurekstur vita að þar snýst starfsemin meira um fólk en víðast hvar annars staðar. Vel menntað fólk, sérfræðingar, stund- um sérvitringar, sem lifa í sérstök- um heimi, sem oft fellur ekki vel að öðrum þáttum í rekstri fyrir- tækja. Oft heyrir maður sagt að erfitt sé að stjóma tölvudeildum og tölvufólki. Það lýsir svolítið þeirri gjá sem er enn á milli yfirstjórn- enda fyrirtækja og stjómenda upp- lýsingavinnslu að eingöngu 4 yfir- stjómendur fyrirtækja voru á þess- ari 100 manna ráðstefnu. Þetta er greinilega ekki heldur kvennastarf, því 8 konur voru á ráðstefnunni. Ef umfjöllunarefnið hefði verið fjármálastjórnun Den Danske Bank, samkeppnislög eða einhver Evrópumál, þá hefðu yfirstjórn- endur verið þarna svo tugum skiptir. Upplýsingavinnsla virðist enn ekki hafa öðlast þann sess í hugum stjómenda sem æskilegt er, þrátt fyrir það að mörg stórfyrir- tæki hafa kostað til tugum og jafn- vel hundruð milljóna króna vegna erfiðleika og mistaka í tölvurekstri eða ákvarðanatöku um kaup og þróun upplýsingakerfa. Slrk mis- tök eru oft mikið feimnismál þar sem verkaupi og verksali hafa sameinginlega hagsmuni af að hylma yfir mistökin. Hver vill viðurkenna mistök á þessu sviði og ekki bætir það úr skák að erfitt er fyrir yfirstjómendur að meta þetta, því þeir hafa ekki þekkingu á viðfangsefninu. Eg vil skora á yfirstjórnendur að sinna þessum þætti betur. Þorkell Sigurlaugsson er framkvæmdastjóri þróunar- sviðs Eimskipafélags Islands hf Hitaveita Reykjavíkur 8 - OKTÓBER 1997

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.