Tölvumál - 01.10.1997, Page 7

Tölvumál - 01.10.1997, Page 7
TÖLVUMÁL Haustráðstefna Skýrslutæknifélagsins Eflir Þorkel Siauitauasson Á dögunum hélt Skýrslutækni- félag Islands sína árlegu haust- ráðstefnu undir yfirskriftinni Ný viðhorf og tækifæri í tölvurekstri. Ráðstefnan var áhugaverð og vel sótt. Þrjú af fjórum erindum á ráðstefnunni fluttu erlendir aðilar, þeir Gary Smith og Damon Wheaton frá endurskoðunar- og ráðgjafafyrirtækinu Deloitte & Touche, Hans Erik M0rk frá Danske Data og Carsten Joost frá Compete Center, IBM. Megininntak ráðstefnunnar Megininntak ráðstefnunnar var um möguleika fyrirtækja sem annast rekstur tölvukerfa og hvaða kostir og gallar fylgja því fyrir fyrirtækin að semja við utan- aðkomandi aðila um rekstur sinna eigin tölvukerfa. Erindi Carstens frá IBM fjallaði reyndar um nettölvur og þótt hann tæki fram að hann væri ekki að auglýsa IBM tölvur gat naumast dulist neinum að sú var raunin. Þetta hefur því ekki breyst hjá IBM þótt margt annað sé í rétta átt. Yfirleitt er lítill ávinningur fyrir sölumenn að gagnrýna keppinautana eins og Carsten gerði með skoti á Sun, og það var einnig mín tilfinning í samtali við nokkra ráðstefnugesti að þetta hafi ekki fallið í góðan jarðveg. Friðrik Sophusson, fjármála- ráðherra, flutti ágætis setningar- ræðu og nafni hans Sigurðsson, formaður Sámtaka íslenskra hug- búnaðarfyrirtækja og fram- kvæmdastjóri Tölvumynda, dró upp fróðlega mynd af því hvernig staða hugabúnaðariðnaðar er hér á landi. Eins og vænta mátti var ekki verið að draga úr þeim erfið- leikum sem atvinnugreinin á við að stríða. Mismunun ríkisvaldsins vegna virðisskattsmála, skortur á þekkingu til að annast rekstur tölvukerfa og almennt óviðunandi afkoma greinarinnar. Den Danske Bank í fremstu röð Erindi Hans Eriks M0rk var mjög áhugavert. Hann rekur fyrir- tækið Danske Data í eigu Den Danske Bank, sem stofnað var um mitt ár 1996 og annast allan tölvurekstur bankans. Starfsmenn Danske Data eru um 800 og nemur ársveltan um 10 milljörðum króna. Hjá Den Danske Bank vinna hins vegar um 12.000 manns. Einn starfsmaður í upplýsingavinnslu er á hverja 15 bankastarfsmenn. Að mati Hans Eriks skiptir upplýs- ingatækni sköpum fyrir sam- keppnisstöðu banka og er Den Danske Bank að hans mati tals- vert framar en Svenske Handels- banken sem er aðalkeppinauturinn á Norðurlöndum. Kostir þess að semja við utanaðkomandi aðila Það voru einkum þrjár ástæður fyrir því að Den Danske Bank vildi draga tölvurekstur út úr fyrir- tækinu og semja við utanaðkom- andi aðila, sem reyndar er í þeirra eigu, um rekstur tölvukerfa og hafa umsjón með allri hugbúnaðargerð. í fyrst lagi skapast samkeppni um rekstur og hugbúnaðarþróun, sem á þessu sviði sem öðrum leiðir oft til lægri kostnaðar og betri þjón- ustu. í öðru lagi er auðveldara að semja við utanaðkomandi aðila, því yfirleitt gera tölvudeildir ekki formlega samninga við notendur og það vantar yfirleitt mikið á sameiginlegan skilning á því hvers konar þjónustu er verið að biðja um. í þriðja lagi vildi bankinn hafa upplýsingar um hvað einstök kerfi raunverulega kostuðu, en oft eru gerðar endalausar kröfur til tölvudeilda og þær vinna fjölmörg verkefni án þess að kostnaðurinn sé ljós. Margir óttuðust að Danske Data yrði fjarlægt bankanum og yrði ekki í takt við það sem er að gerast. Reynslan varð ekki sú, enda voru skipaðir vinnuhópar um þróun einstakra kerfa með virkri þátttöku notenda. Slíkt samstarf gengur jafnvel enn betur þegar tölvurekstur og hugbúnaðargerð er komið í sérstakt fyrirtæki. Einnig kom í ljós hve „fókuseraðir“ eða einbeittir starfsmenn urðu, því þeir OKTÓBER 1997 - 7

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.